Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 56

Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 56
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR24 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. nautasteik, 6. tveir eins, 8. fornafn, 9. bein, 11. leita að, 12. þyrping, 14. urga, 16. tveir eins, 17. ennþá, 18. for, 20. tveir eins, 21. þjappaði. LÓÐRÉTT 1. iðja, 3. umhverfis, 4. græðgi, 5. af, 7. endalaus, 10. framkoma, 13. atvikast, 15. sál, 16. ílát, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ee, 8. mér, 9. rif, 11. gá, 12. klasi, 14. ískra, 16. ff, 17. enn, 18. aur, 20. dd, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. verk, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. eilífur, 10. fas, 13. ske, 15. andi, 16. fat, 19. ró. Ég sagði henni að sambandið væri ekki að ganga upp og tárin hættu ekki að flæða fyrr en hún var horfin! Friðþóra! Þú ert með eitthvað milli tannanna! Farið? Nei, ekki alveg! Svona! Fullkomið! Hæ, mamma. Hvað segirðu? Ég er búin að eiga svo merkilegt kvöld! Öhm. Leyfðu mér að endurorða spurninguna. Hvað segirðu, skyldmenni sem ég hef mikinn áhuga á að hlusta á. Nú erum við búin að skrifa bréfið til jólasveinanna, en hvernig komum við því til fjalla? Við verðum einhvern veginn að fljúga þangað. Sjáðu, undir trénu! fjarstýrð þyrla eins og úr sögunni hans pabba! Núna þurfum við bara aðra þyrlu til að komast þangað. Ég held að ég hafi opnað eina áðan. Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: „Sestu niður með mér smá- stund.“ Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig. ÉG sat kjökrandi á sunnudagskvöldi með barnið mitt fjögurra vikna í fanginu og snökti í símann: „Þetta gengur ekki neitt, þú sagðir að ég mætti hringja í þig …“. Hálftíma síðar var komin til mín ljós- móðir sem var ekki á vakt og sem fékk, mér vitanlega, ekkert greitt fyrir þessa heimsókn til mín. Bara til að hjálpa mér. ÉG gekk inn á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi á sunnudagskvöldi með blómvönd. Starfsfólkið, vinir mínir sem ég hafði kynnst meðan ég beið þar þess sem verða vildi, heilsaði mér blíðlega og einn hjúkrunar- fræðingur tók við blómunum og sagði: „Mikið ertu dugleg að koma hingað aftur.“ Og mig langaði að svara: „Mikið ert þú duglegur að vera hérna á hverjum degi, alltaf.“ ÞAÐ er bara tilviljun að þessar þrjár smásögur úr lífi mínu skuli gerast á sunnudagskvöldi. Ég á líka aðrar sögur af samskiptum mínum við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem gerast ekki á sunnudegi. Ljósmæðurnar góðu sem tóku á móti dætrum mínum, sjúkrabílalið- arnir sem sóttu barnið mitt í andnauð og komu því á bráðamóttöku, sjúkraliðarnir sem önnuðust afa mína og ömmur á elli- heimilum, starfsfólkið á heilsugæslunni minni, á hjartadeild Landspítalans, fleiri og fleiri. FÓLK sem velur sér erfiðasta starf í heimi, oft þakklátt en stundum vanþakk- látt, oft gefandi en oftar slítandi, þar sem mistök geta kostað mannslíf, sem þarf að þrífa alls konar líkamsvessa, lyfta full- orðnu fólki og horfa á fólk deyja. Ofan á þetta eru langar og einkalífsfjandsamleg- ar vaktir, endalaus niðurskurður og sjúk- lingar og aðstandendur í geðshræringu sem örugglega eru ekki alltaf sanngjarn- ir eða skemmtilegir og þurfa stundum að fá útrás fyrir erfiðar tilfinningar. FÓLKIÐ sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Það má líka tala um lögreglufólk, slökkvi- liðsfólk, kennara, leikskólakennara, allan þennan fjölda fólks sem vinnur fyrir mig á hverjum degi og leggur sig fram, jafn- vel í lífshættu. MIG langaði bara að segja takk. Takk Leikurinn sem allir óttast Andrúmsloftið er spennuþrungið fyrir viðureign Liverpool og Manchester United vegna atburða síðustu mánaða. Gott er að borða gulrótina Kafað í mataræði landans og skoðað hvar úrbóta er þörf. Meðal annars efnis:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.