Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 62

Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 62
Slæmt kvef eins vara- samt og nokkrir ískaldir Landsmenn keppast nú við að blóta færðinni á vegum úti enda hefur óvenjumikil snjókoma síðustu daga sett strik í reikninginn hjá mörg um. Sigvaldi Kalda- lóns, eða Svali, er hins veg ar í þeim minnihluta- hópi sem fagnar versnandi færð enda vel búinn til að takast á við skaflana. BÍLAR „Ég frelsaðist þegar ég skipti yfir í jeppa árið 2001,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, útvarps- maður en hann keyrir óhræddur um götur bæjarins á breyttum Nissan Patrol jeppa, óhræddur við snjó- skafla og vonda færð sem einkenna vegina þessa dagana. „Ég skil ekki þá sem eru að pirra sig á færðinni og snjónum. Það er svo skemmtilegt og það birtir yfir öllu,“ segir Sig- valdi, betur þekktur sem Svali, og bætir við að hann hlakki til á hverjum vetri að fá snjóinn til að geta spreytt sig á jeppanum. „Þegar óveðrið var sem mest fyrr í vikunni, græjaði ég mig upp í kuldagalla og fór út að keyra með spotta. Bæði til að hjálpa bílum sem eru fastir og svo keyra aðeins í sköflunum og komast í smá fjör. Ekki skemmdi fyrir að festa sig og þurfa að moka smá. Það er bara gaman.“ Svali fullyrðir að mikill munur sé á jeppaeiganda og jeppakarli en að hann sjálfur sé í síðarnefnda flokknum. „Fyrir mér er þetta fjölskylduvænt áhugamál sem við félagarnir deilum saman. Jeppinn er ferðatæki sem gerir mér kleift að komast hvert á land sem er, hvernig sem viðrar.“ Svali viðurkennir að dýrt sé að eiga jeppa en hann á sem betur fer góða að sem aðstoða hann í við- haldi bílsins en samhliða jeppan- um á fjölskyldan lítinn Póló sem er notaður í innanbæjarakstur. „Ég fer helst ekki á jeppanum í HEILSA Fáum myndi detta í hug að setjast undir stýri eftir að hafa svolgrað í sig fjórum tvöföldum skotum af viskí, en líklegast eru þeir enn færri sem myndu sleppa því að keyra sökum þess að þeir væru með kvef. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum bresks tryggingafélags hefur þó komið í ljós að mjög slæmt kvef getur haft álíka mikil áhrif á aksturshæfnina og það áfengismagn sem fylgir fjór- um tvöföldum viskískotum. Rannsókn- i n sýndi að slæmt kvef dreg- ur mjög úr viðbragðs- f lý t i og athyglis- gá fu og getur þannig bugað færustu öku- menn. Þetta var mælt með þartil- gerðu tæki, sem sett er í bílana og mælir meðal annars aksturs- hraða, bremsuhraða og beygju- fimi. Í ofanálag fylgja hnerrar oft kvefpestum og þeir geta verið stórhættulegir þegar um öku- mann bifreiðar er að ræða. Bæði lokar fólk augunum þegar það hnerrar, sem gæti reynst hættu- legt þó aðeins sé í örfáar sekúnd- ur, og einnig geta þeir haft það í för með sér að fólk kippist til og getur við það misst stjórn á bílnum. Það er því augljóslega vit í að halda sig heima í rúminu þegar kvefpestin heltekur mann, heilsunnar vegna, sam- starfsfélaganna og umferðarinnar. - trs 27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR30 Skilur ekki fólk sem pirrar sig á færðinni og snjónum 67 milljónir spjaldtölva seldust í heiminum árið 2011, sem er aukning upp á 260 prósent frá árinu áður, samkvæmt tölum frá markaðsrannsóknarfyrirtækinu Strategy Analytics. iPad frá Apple er ennþá vinsælasta spjaldtölvan, en þær sem keyra á Android-stýrikerfinu fylgja fast á eftir. KOSTIR ● „Maður kemst allt sama hvernig viðrar.“ ● „Frábært og fjölskylduvænt áhuga- mál að fara reglulega í jeppaferðir. Maður uppgötvar fallega staði á landinu.“ ● „Það er eitthvað við það að sitja svona hátt uppi og hafa gott útsýni.“ GALLAR ● „Maður þarf að fylgjast vel með því jeppar slitna frekar en fólks- bílar og því dýrt reglulegt viðhald.“ ● „Dýrt bensín- og dísilverð hefur áhrif á jepparekstur því þeir eyða að sjálfsögðu meira.“ ● „Maður er ekkert að fara að skjótast milli staða innanbæjar á jeppanum. Oft erfitt að finna stæði, til dæmis í Kringlunni.“ KOSTIR OG GALLAR VIÐ JEPPANN AÐ MATI SVALA Kringluna en ég var á litla bílnum um daginn í snjónum og þurfti að moka og moka og mér fannst það alveg jafn mikið sport.“ Spurður hvort hann verði var við öfund frá öðrum bílstjórum í snjónum svarar Svali: „Já, maður hefur alveg heyrt fólk sem tuðar „Þið þarna jeppakarlar“ en þetta er lífsstíll og ég er duglegur að koma öðrum til hjálpar í þessu veðri. Stundum fer ég gagngert út til að hjálpa bílstjórum í neyð.“ alfrun@frettabladid.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Nýtt verk úr smiðju Vesturports Tryggðu þér miða strax! DRAGA ÚR HITA Í TÖLVUM Indverskir vísindamenn hafa fundið upp leið til að draga úr hita í tölvum, iPodum og farsímum. Sífellt er verið að fjölga örflögum í slíkum tækj- um til að auka virkni þeirra en fyrir vikið verður hitinn meiri og það fer illa með tækin. Samkvæmt Deccan Herald er hugmyndin sú að koma fyrir örsmáum hitapípum í tækin sem soga til sín hitann frá þeim. Efnið sem notað yrði til verknaðarins kallast á ensku „graphene“ og er það þynnsta sem til er í heiminum. LÆRA AÐ GERA „ÖPP“ Í SKÓLUM „Öppin“ sem notuð eru í farsímunum verða sífellt vinsælli. Til marks um það geta nemendur í Apex-menntaskólanum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum lært að hanna og markaðssetja „öpp“ fyrir snjallsíma. Um tólf vikna tilraunanám er að ræða sem tölvu- framleiðandinn Lenovo og samtökin National Academy Foundation standa fyrir. Sautján milljónum „appa“ var hlaðið niður í Bandaríkjunum í fyrra. Búist er við að sú tala eigi eftir að hækka til muna á næstu árum. TÆKNI HEILSA Spírulína Inniheldur yfir 100 lífræn næringarefni, 13 vítamín,16 steinefni o.fl. Bjuggu til ósýnilegan hlut VÍSINDI Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að fela þrívíðan hlut og gera hann þannig ósýnileg- an frá öllum sjónarhornum. Þetta virkar reyndar aðeins þegar um svokallaðar örbylgju- öldur á rafsegulsviði er að ræða, samkvæmt tímaritinu New Journal of Physics. Frekari rannsóknir á þessari uppgötvun og hvernig hægt er að nýta sér hana eru fyrirhugaðar á næstunni. HEILSA Hingað til hefur beikon ekki verið talið til upp þegar rætt er um heilsusamlegt fæði, nema þá í því samhengi að það beri að var- ast sem heitan eldinn. Nú hafa fjórir læknar við lækna- miðstöðina í Detroit þó fundið út að beikon hefur í raun læknandi mátt. Það hefur í tvígang verið notað til að ná tökum á óstöðv- andi blóðnasir ungrar stúlku sem er með sjaldgæfan og lífshættu- legan erfðafræðilegan sjúkdóm sem lýsir sér í óstöðvandi blóð- nösum. Árangurslausar tilraunir læknanna við að stöðva blóðnasir stúlkunnar, sem er fjögurra ára gömul, voru farnar að valda þeim áhyggjum eftir að blóðnasirnar hafði staðið yfir í rúma viku. Það var þá sem einn þeirra, Dr. Wal- ter Belenky, mundi eftir ráðlegg- ingum sem hann hafði lesið þegar hann starfaði sem læknir í hern- um, en þar var talað um að stöðva blæðingu með svínakjöti. Dr. Belenky segir aðferðina ekki hafa verið vel útskýrða og að ekki hafa legið nein meiri háttar vísindi á bak við hana. Það var þó ákveðið að láta á þetta reyna og upprúllað svínakjöt var sett í nasir stúlkunn- ar. Árangurinn leyndi sér ekki og gat stúlkan farið heim 72 tímum síðar. Nokkrum mánuðum síðar datt stúlkan á andlitið og fékk blóðnasir aftur. Hún var flutt á spítalann þar sem var strax brugð- ið á það ráð að stinga svínakjöti í nefið á henni. Hún var útskrifuð 48 tímum síðar. Það er því ljóst að beikon stíflar fleira en kransæðarnar. - trs Lækningamáttur beikons viðurkenndur ÞARFAÞING Beikonið á þessari mynd gæti bjargað lífi þínu. ÓHRÆDDUR VIÐ SKAFLANA Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, fagnar versnandi færð og mikilli snjókomu síðustu daga enda brunar hvert sem hann vill á jeppanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR lífsstíll lifsstill@frettabladid.is KVEF EÐA ÁFENGI Getur haft slæm áhrif á aksturs- færnina. ÓSÝNILEGT EN SATT Vísindamönnum hefur tekist að gera hlut ósýnilegan.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.