Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 70

Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 70
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR38 „Hann var alveg frábær,“ segir Gunnar Atli Cauthery um sjálfan Steven Spielberg sem leikstýrði honum í kvikmyndinni War Horse sem var nýlega tilnefnd til sex Óskarsverðlauna. Myndin fjallar um ungan mann sem skráir sig í herinn meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stendur eftir að hesturinn hans kemst í vörslu breska hersins. Gunnar Atli fer með lítið hlutverk í mynd- inni sem þýskur hermaður og segir nokkrar línur. Hann starf- aði með Spielberg í tvo daga í bænum Wisley á Englandi og við- urkennir að hafa verið spenntur að leika fyrir þennan mikla snill- ing. „Hann var mjög almennileg- ur en einnig ákafur og metnað- arfullur. Hann hagaði sér ekki eins og hann væri búinn að fá nóg af þessum bransa,“ segir Gunnar Atli um Spielberg sem hefur á ferilskránni stórvirki á borð við E.T., Saving Private Ryan og Schindler´s List. „Hann var mjög skapandi á tökustaðnum og opinn fyrir öllum nýjungum. Hann prófaði að láta okkur fá nýja texta og einnig að skipta um sjónarhorn fyrir tökuvélarnar.“ Aðspurður segist Gunnar Atli hafa verið aðdáandi Spielbergs síðan í æsku og því hafi það verið óraunverulegt að standa allt í einu fyrir framan hann og leika. „Ég var varla að trúa því að hann væri þarna,“ segir hann. Gunnar Atli er þrítugur og hefur búið í Bretlandi alla sína ævi. Móðir hans er Björg Árna- dóttir sem eitt sinn lék í Þjóðleik- húsinu en faðir hans er breskur. Ungur að aldri fékk Gunnar Atli leiklistarbakteríuna eftir að hafa leikið hinn hálfbreska Roland í kvikmyndinni Benjamín dúfu. Árið 2008 útskrifaðist hann úr hinum virta leiklistarskóla Royal Academy of Dramatic Arts. Eftir það fékk hann eftirsótt starf í útvarpsleikritum hjá BBC og lék meðal annars á móti Ian McKellen. „Það var engin smá upplifun svona snemma á ferlin- um,“ segir hann um samstarfið við þennan þekkta leikara. Einnig fór hann með lítið hlut- verk í sjónvarpsþáttunum The Tudors. Mest hefur Gunnar Atli samt leikið á sviði og undanfarna mánuði hefur hann ferðast um Bretland með leikhópnum Pro- peller sem flytur verk Shake- speares, Hinrik V. Fram undan eru ferðalög til Ástralíu, Nýja- Sjálands og Kína með leikhópn- um. freyr@frettabladid.is FÖSTUDAGSLAGIÐ GUNNAR ATLI CAUTHERY: FRÁBÆRT AÐ VINNA MEÐ STEVEN SPIELBERG Leikur þýskan hermann í nýjustu mynd Spielbergs Á TÖKUSTAÐ Gunnar Atli, vígalegur sem þýskur hermaður á tökustað kvikmyndar- innar War Horse. „Þetta er mikið spennufall enda búið að vera langt og strangt ferli,“ segir Baltasar Breki Samper sem komst inn í hið eftirsótta leikara- nám hjá Listaháskóla Íslands og hefur nám næstkomandi haust. Tíu manna hópur upprennandi leikara var valinn í byrjun vik- unnar eftir inntökuferli sem hefur staðið yfir síðan í byrjun janúar en yfir 170 umsóknir bárust skólan- um. Baltasar segir inntökuprófin miklu skemmtilegri en hann bjóst við. „Þarna voru margir hæfileika- ríkir krakkar og það hlýtur að hafa verið ansi erfitt að velja á milli enda fannst mér allir eiga fullt erindi í þetta nám,“ segir Baltasar en ásamt honum komust þau Albert Halldórsson, Dominique Gyða Sig- rúnardóttir, Eysteinn Sigurðarson, Kjartan Darri Kristjánsson, Katr- ín Halldóra Sigurðardóttir, Krist- ín Pétursdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þuríð- ur Blær Jóhannsdóttir inn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Baltasar var hann í matarhléi í vinnunni en hann vinnur sem sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu. „Ég byrjaði að vinna í haust í Þjóð- leikhúsinu og núna erum við að æfa Vesalingana sem er risa uppsetn- ing og mikið fjör.“ Baltasar Breki er sonur leik- stjórans og leikarans Baltasars Kormáks og viðurkennir að hann hafi þegið ráðleggingar frá föður sínum fyrir prufurnar. „Ég er löngu smitaður af leiklist- arbakteríunni og get ekki valið á milli hvíta tjaldsins eða leikhúss- ins. Hvort tveggja er jafn spenn- andi en ég hef unnið mikið með pabba þegar hann hefur verið að taka upp myndir hérna heima og það er heillandi heimur,“ segir Baltasar og bætir við að hann hafi aldrei hlakkað jafn mikið til að byrja í skólanum eins og núna. „Þetta er skrýtin tilfinning sem ég hef ekki upplifað áður, get hrein- lega ekki beðið eftir haustinu.“ - áp Löngu smitaður af leiklistarbakteríunni HLAKKAR MIKIÐ TIL Baltasar Breki Samper hefur aldrei hlakkað jafn mikið til að byrja í skólanum en hann er einn af tíu sem komust inn í hið eftirsótta leikaranám hjá Listaháskólanum í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG „Það er ansi erfitt að velja eitt lag sem kemur mér í gott skap, ég er einstaklega hrifinn af alls- kyns stúlkna- böndum frá sjö- unda áratugnum og frönskum söngkonum. Ein plata sem ég hef spilað mikið síðustu vikurnar kemur samt frá Svíþjóð og er frá 1968 og syngja þar The Sunnygirls lagið From a Distance. Annars hlusta ég mikið á Broadcast sem er mín uppáhaldshljómsveit.“ Sævar Markús fatahönnuður. Svartur hundur prestsins (Kassinn) Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn. Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn. Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn. Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas. Sun 12.2. Kl. 19:30 2. Aukas. Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn. Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn. Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn. Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn. Lau 28.1. Kl. 15:00 AUKAS. Sun 29.1. Kl. 13:30 12. sýn. Sun 29.1. Kl. 15:00 13. sýn. Sun 5.2. Kl. 13:30 Sun 5.2. Kl. 15:00 Sun 12.2. Kl. 13:30 Sun 12.2. Kl. 15:00 Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U U U U U U U U Fös 27.1. Kl. 19:30 AUKAS. Lau 28.1. Kl. 19:30 AUKAS. Fös 2.3. Kl. 19:30 Frums. Fös 9.3. Kl. 19:30 2. sýn. Lau 10.3. Kl. 19:30 3. sýn. Sun 11.3. Kl. 19:30 4. sýn. Fös 16.3. Kl. 19:30 5. sýn. Lau 17.3. Kl. 19:30 6. sýn. Sun 18.3. Kl. 19:30 7. sýn. Fös 23.3. Kl. 19:30 8. sýn. Lau 24.3. Kl. 19:30 9. sýn. Sun 25.3. Kl. 19:30 10. sýn. Fös 30.3. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 31.3. Kl. 19:30 12. sýn. Sun 1.4. Kl. 19:30 13. sýn. Lau 14.4. Kl. 19:30 14. sýn. Sun 15.4. Kl. 19:30 15. sýn. Lau 21.4. Kl. 19:30 16. sýn. Sun 22.4. Kl. 19:30 17. sýn. Fös 24.2. Kl. 19:30 Frums. Fim 1.3. Kl. 19:30 2. sýn. Lau 3.3. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 10.3. Kl. 19:30 4. sýn. Sun 11.3. Kl. 19:30 5. sýn. Lau 17.3. Kl. 19:30 6. sýn. Sun 18.3. Kl. 19:30 7. sýn. Fös 23.3. Kl. 19:30 8. sýn. Lau 24.3. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 30.3. Kl. 19:30 10. sýn. Lau 31.3. Kl. 19:30 11. sýn. Fös 13.4. Kl. 19:30 12. sýn. Les Misérables – Vesalingarnir (Stóra sviðið) Dagleiðin langa (Kassinn) Uppnám (Stóra sviðið) Fös 3.2. Kl. 21:00 AUKAS. Uppistand – Mið-Ísland (Stóra sviðið) Fös 10.2. Kl. 20:00 AUKAS. U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U U U U U U U U U U U U „Ég bara skil þetta ekki,“ segir rit- höfundurinn Hallgrímur Helga- son. Bók hans, The Hitman‘s Guide to Housecleaning, eða 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, náði efsta sætinu á vin- sældalista Amazon yfir spennu- bækur í Kindle-rafbókarformi. Bókin er gefin út af Amazon bæði í Kindle- og kiljuformi og kom inn á sölusíðuna á þriðjudag- inn. Strax á fyrsta degi fór bókin inn á topp tíu í Kindle-búð Amazon í Englandi og um stund náði hún toppsætinu í spennusagnaflokki af Stieg Larsson, höfundi Millenni- um-þríleiksins. Í gær var bók Hall- gríms komin niður í annað sætið. „Þetta er eitthvað furðulegt, líka af því að bókin er í „þriller“-deild. Ég vona bara að fólk verði ekki fyrir vonbrigðum því þetta var ekki beint „þriller“ þegar ég var að skrifa hana,“ segir Hallgrímur. Eini „þrillerinn“ sem ég þekki er með Michael Jackson. Ég las einhvern tímann textann við það lag og það er eini þrillerinn sem ég hef lesið.“ Að sögn Hallgríms var búið að reyna að gefa bókina út á ensku, tungumálinu sem hún var fyrst skrifuð á, í fjögur ár eða þang- að til Amazon kom inn í myndina. „Maður var með hnút í maganum yfir því hvort enskumælandi fólk myndi sætta sig við að lesa ensku sem vær i ekki eft ir mann með ensku að móðurmáli.“ Bókin hefur komið út á tíu tungumálum, nú síðast á kóresku. Kvikmynda- réttur hennar hefur einnig verið seldur til Danmerkur og hefur leikstjórinn Kasper Barfoed verið ráðinn af því tilefni. - fb Náði efsta sætinu hjá Amazon FYRIR OFAN LARSSON Hallgrímur Helgason hrifsaði topp- sætið af Stieg Larsson hjá Amazon. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Nýtt verk úr smiðju Vesturports Tryggðu þér miða strax!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.