Fréttablaðið - 08.02.2012, Page 1
veðrið í dag
VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðirnir munu
fara fram á að dómskvaddir mats-
menn verði fengnir til að leggja
mat á hvort gögn sem lögð voru
fram í umdeildu skuldabréfaútboði
Glitnis í mars 2008 hafi endur-
speglað raunverulega stöðu bank-
ans. Sjóðirnir vilja meina að þeir
hafi verið blekktir til að kaupa
víkjandi skuldabréf í útboðinu
fyrir samtals 10,7 milljarða króna
og hafa stefnt slitastjórn Glitnis
vegna þessa. Alls keyptu sjóðirnir
tæplega 72% af öllum skuldabréf-
unum sem í boði voru í útboðinu. Undirbúningur að
málarekstrinum hefur staðið yfir mánuðum saman.
Hann snýst um að lífeyrissjóðirnir vilja skulda-
jafna bréfunum en því hefur slitastjórn Glitnis
hafnað. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins
stendur málið þannig að sjóðirn-
ir hafa reynt að knýja fram fyrir
dómstólum að Glitni verði gert að
leggja fram margvísleg gögn sem
þeir telja líklegt að sýni fram á
að bankinn hafi verið öðruvísi og
mun verr staddur en útboðsgögnin
sögðu til um. Eiginfjár- og lausa-
fjárstaða hans hafi verið verri auk
þess sem áhættuskuldbindingar
Glitnis hefðu verið vanmetnar.
Í skýrslu úttektarnefndarinn-
ar um starfsemi lífeyrissjóða í
aðdraganda bankahrunsins 2008
segir að fjárfesting í umræddum skuldabréfum sé
dæmi um „mjög mislukkaða fjárfestingu“. Það er
niðurstaða nefndarinnar að lífeyrissjóðir ættu ekki
að fjárfesta í slíkum gerningum nema lög heimili
það sérstaklega. - þsj / sjá Markaðinn
LÖGREGLUMÁL Sautján nálgunarbönn hafa
verið sett á síðastliðin tvö ár. Notkun úrræð-
isins hefur aukist mikið en tveir höfðu í heild-
ina verið úrskurðaðir í nálgunarbann fjögur
ár á undan.
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislög-
reglustjóra voru nálgunarbönn tíu talsins í
fyrra. Þau voru sjö árið 2010 og eitt nálgunar-
bann var í gildi árin 2008 og 2006. Árin 2007
og 2009 voru engin nálgunarbönn úrskurðuð.
„Þetta eru í mjög mörgum tilvikum erfið
samskipti fólks eftir aðskilnað – skilnað eða
sambúðarslit,“ segir Jón H. B. Snorrason,
aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæð-
inu. Hann segist telja að nálgunarbann sem
úrræði hafi smátt og smátt verið að sanna sig
og sé nú talin lausn í málum. Það skýri líklega
þá miklu fjölgun nálgunarbanna sem orðið
hefur.
„Nálgunarbannið er úrræði sem hægt er
að grípa til ef einstaklingur eða einstak-
lingar verða fyrir áreiti og jafnvel brotum,“
segir Jón. Ekki þarf að vera um brot að ræða.
„Þetta er líka mögulegt sem úrræði ef ein-
hver ónáðar viðkomandi með því að koma að
heimili eða vinnustað og skirrist ekki við þó
að hann fái skilaboð um að ekki sé óskað eftir
nærveru hans.“
Ný lög um nálgunarbönn og brottvísun af
heimili tóku gildi um mitt síðasta ár. Jón segir
nýmæli hvað varðar nálgunarbönn að nú geti
lögregla tekið ákvörðun um að beita úrræðinu
og ber það síðan undir dómara. Áður þurfti
að bíða eftir að dómari fjallaði um málið svo
bann tæki gildi. „Nú kemur úrræðið til fram-
kvæmdar strax. Þetta er skilvirkara úrræði.“
- þeb
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Miðvikudagur
skoðun 14
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Markaðurinn
veðrið í dag
8. febrúar 2012
33. tölublað 12. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Sjóræningjahús-
ið á Vatneyri við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin
Við Djúpið á Ísafirði eru tilnefnd til Eyrarrósar-
innar 2012. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir
framúrskarandi menningarverkefni á lands-
byggðinni. Hún verður veitt í áttunda sinn á
laugardag.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
Boston
leður
svart, hvítt st. 35-48rautt st. 36-42blátt st. 36-47
Roma
Rúskinn
lj.blátt d.blátt 36-42
Verona
svart, hvítt
st. 36-41
Bari
leður
rautt, sand, bláttst. 36-42
Monako
leður
svart, hvítt
rúskinn og
microfib.
st. 36-46
Paris
leður
svart, hvítt,
blátt
m/microfib og rúskinnssóla
st. 36-42
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fæturna
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugard. 10-14.
Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK® sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: Arisona. Verð: 12.885,-
Ráðstefnan Hestamennska fyrir fólk með fötlun fer fram í hestamannafélaginu Herði á laugardag. Eflir sjálfstraust og styrk
Þ egar Gunnar Logi fer á hestbak liggur við að maður sjái ekki að hann sé fatlað-ur. Þetta eykur honum mikið sjálfstraust og sjálfstæði enda getur hann sjálfur stjórnað hvert hann er að fara,“ segir Auður Sig-urðardóttir formaður fræðslunefndar fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Félagið stendur, ásamt Íþróttasambandi fatlaðra, fyrir ráð-stefnu um hestamennsku fyrir fólk með fötlun í félagsheimili Harðar, laugardaginn 11.febrúar frá klukkan 10 til 16.
2
www.visir.is Sími: 512 5000 |
Miðvikudagur 8. febrúar 2012 | 3. tölublað | 8. árgangur
Svansmerkt
prentverk!
Rannsakar rætur
kreppunnar
➜ Jesper Rangvid fer fyrir rann-
sóknarnefnd um fjármálakreppuna í Danmörku
➜ Segir mikilvægt að læra af því sem aflaga hefur farið
➜ Býst ekki við álíka viðbrögðum og við íslensku rannsóknarskýrslunni
Geta brotið upp fyrirtæki
Samkeppniseftirlitið (SE) hefur gefið út umræðu-skjal þar sem fram koma drög að leiðbeiningum um beitingu ákvæðis sem gerir því m.a. kleift að skipta upp fyrirtækjum án þess að þau hafi fram-ið samkeppnislagabrot. Heimildin var lögfest í fyrra. Í skjalinu er því lýst hvernig SE hyggst beita markaðsrannsóknum sem undanfara beit-ingu ákvæðisins, en framkvæmd slíkra rann-sókna er nýlunda í starfi þess. Markaðsrannsókn er „hagfræðileg greining á samkeppni á tilteknum markaði [...] Hún lýtur eftir atvikum m.a. að verð-myndun vöru og þjónustu, kostnaðaruppbyggingu, uppbyggingu markaðar, stærð hans og þróun, ný-sköpun, tækniframförum, lagaumhverfi og öðru regluverki, aðgangshindrunum, kostnaði fyrir við-skiptavini að skipta um fyrirtæki, þátttöku opin-berra og hálfopinberra aðila á markaðnum, lóð-rétta og lárétta samþættingu fyrirtækja, fjölda fyrirtækja og eignartengslum þeirra, markaðshlut-deild, fjölda birgja, fjárhagslegri afkomu fyrir-tækja og framlegð þeirra“.
SE óskar nú eftir sjónarmiðum markaðsaðila sem gætu nýst við ákvörðun um fyrstu markaðs-rannsókn. Á liðnum misserum hefur mestur hluti ráðstöfunartíma SE farið í: Matvöru-/dagmark-að, fjármálamarkað, fjarskiptamarkað og flutn-ingsmarkað. Óskað er eftir sjónarmiðum fyrir 15. mars.
- ÞSJ
Bjó
Nýr tilboðsbæklingur í dag
Njóttu lífsins með
heilbrigðum lífsstíl
Ný
bragðtegun
d.
Karamella!
14 dagar
til Öskudags
Sjáðu
búningana
okkar á
Facebook
Barnabúnin
gar:
1.490, 2.990
og 4.990
Sautján settir í nálgunarbann
Tíu voru úrskurðaðir í nálgunarbann í fyrra og sjö árið á undan. Árin á undan var úrræðið nánast ekkert
notað, en er að sanna gildi sitt að mati aðstoðarlögreglustjóra. Sambúðarslit eru oft bakgrunnur málanna.
Samkvæmt lögum um nálgunarbönn frá því í
fyrra er manni í nálgunarbanni bannað að koma á
tiltekinn stað eða svæði, veita eftirför, heimsækja
eða setja sig með öðru móti í samband við annan
mann. Bönn af þessu tagi geta varað í allt að ár.
Þeim er alltaf afmarkaður ákveðinn tími sem ekki
má framlengja nema með nýrri ákvörðun. Viðurlög
við broti á nálgunarbanni eru sektir og allt að ár í
fangelsi.
Brot varðar árs fangelsi
www.vetrarhatid.is
Fylgir Fréttablaðinu í dag!
Lífeyrissjóðir telja að stjórnendur Glitnis hafi veitt rangar upplýsingar:
Matsmenn leggi mat á blekkingu
milljarða króna víkjandi
skuldabréf telja lífeyrissjóð-
irnir að þeir hafi verið blekktir
til að kaupa í umdeildu
skuldabréfaútboði Glitnis.
10,7
Teiknaði gjöf Apatows
Hugleikur Dagsson teiknaði
mynd sem leikstjórinn Judd
Apatow fékk í afmælisgjöf.
fólk 34
Dreymir um stærra hús
Sigþrúður Guðmundsdóttir
stýrir Kvennaathvarfinu á
30 ára afmælisári.
tímamót 18
Spennandi verkefni
Patrekur Jóhannesson ætlar
sér að gera góða hluti með
austurríska landsliðið.
sport 30
DREGUR ÚR VINDI vestan-
lands eftir því sem á daginn líður.
Sunnan og vestan til verða skúrir
eða slydduél en nokkuð bjart norð-
austanlands. Hiti víða á bilinu 0 til
6 stig.
VEÐUR 4
3
3 3
3
3
ÆVINTÝRALAND Í SMÍÐUM Guttormur Þorfinnsson (lengst til hægri) og sonur hans Þorfinnur (fyrir miðju) munu næstu daga tæma
60 kassa af legókubbum í Tjarnarsal Ráðhússins. Byggður verður ævintýraheimur sem er hluti af Vetrarhátíð borgarinnar. Gestum og gangandi verður boðið
að koma og skoða, en þeir sem vilja geta látið reyna á sköpunargáfu sína. Með þeim á myndinni er legógeggjarinn Þorvaldur Breiðfjörð Berglindarson.
Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR