Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.02.2012, Qupperneq 4
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR4 KARÓLÍNA PRINSESSA Ásamt eigin- manni sínum, Ernst August von Hann- over. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND, AP Mannréttindadóm- stóll Evrópu hefur kveðið upp úrskurð, sem gæti haft mikil áhrif á myndbirtingar í fjölmiðl- um. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þýskt tímarit hafi verið í fullum rétti til að birta árið 2002 ljósmynd af Karólínu Mónakóprinsessu og eiginmanni hennar þar sem þau voru á skíða- ferðalagi. Ljósmyndarinn hafi ekki farið dult með störf sín og þau hafi verið á opinberum vett- vangi. Áður hafði sami dómstóll sagt það brot á mannréttindum henn- ar þegar þrjú þýsk tímarit birtu myndir af henni og börnum henn- ar á einkabaðströnd. - gb Dæmt í máli Karólínu: Tímarit mátti birta myndir 26 vilja undanþágur Frestur sveitarfélaga til að skila til sjávarútvegsráðuneytisins óskum um sérreglur um byggðakvóta rann út nú um mánaðarmótin. Alls sendu 26 sveitarfélög ráðuneytinu tillögur um sérstök skilyrði við úthlutun byggða- kvóta. SVEITASTJÓRNARMÁL GENGIÐ 07.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,2476 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,78 123,36 194,14 195,08 161,25 162,15 21,689 21,815 21,142 21,266 18,271 18,379 1,5991 1,6085 190,06 191,2 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ævintýrið heldur áfram með spennu og töfrum leikhússins Frumsýnt 11. febrúar 2012 - Forsala í fullum gangi! Gói Baunagrasið í samstarfi við Borgarleikhúsið kynnir og VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° -2° -5° -2° -5° -6° -3° -3° 17° 2° 8° 2° 24° -6° -1° 15° -5°Á MORGUN Fremur hægur vindur en vaxandi síðdegis með úrkomu S- og V-lands. FÖSTUDAGUR Fremur hægur vindur á landinu. 2 1 -1 -1 -22 2 33 0 3 3 3 2 3 1 3 4 3 6 -2 8 11 9 10 9 9 7 5 5 4 11 SKÚRIR eða slydduél verða á landinu sunnan- og vestanverðu í dag en bjart eða nokkuð bjart norðan og austan til. Það dregur úr vindi eftir storm næturinnar eftir því sem á daginn líður. Í kvöld bætir svo í úrkomuna, fyrst sunnan- og vestan- lands. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Hagkerfið á Íslandi er að taka við sér. Hagvöxtur er að aukast, atvinnuleysið fer hægt minnkandi en verðbólgan helst þó enn fremur há á þessu ári, en fer eftir það lækkandi. Staða heimil- anna fer hægt batnandi og eru þau að byrja að rétta úr kútnum eftir þrengingar síðustu ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri endurskoðaðri hagspá hagdeildar ASÍ sem birt var í gær. Spáin er fyrir árin 2012 til 2014. Í hagspánni segir að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hafi vaxið um 6,5% í fyrra. Búast má við að það hægi á vexti ráðstöf- unartekna á þessu ári. Hagdeildin spáir því að einkaneysla vaxi um 2,2% á þessu ári, 1,1% á næsta ári og um 2,1% árið 2014. Staðan á vinnumarkaði verð- ur áfram erfið en batnar hægt í takt við jákvæðari horfur í efna- hagsmálum. Í lok spátímans 2014 er gert ráð fyrir að atvinnuleysið verði 4,9%. Viðsnúningur varð í íslensku efnahagslífi í fyrra, segir í plagg- inu en áætlanir gera ráð fyrir að hagvöxtur árið 2011 hafi verið 3,1%. Áfram er gert ráð fyrir hægfara bata með vexti lands- framleiðslu á bilinu 1,4% til 2% á ári næstu þrjú ár. Gert er ráð fyrir að gengi krón- unnar styrkist um 5% á spátím- anum en verði áfram veikt og gengisvísitalan verði komin í 206 stig árið 2014. Verðbólga verður mikil í ár eða 5,1% en hún minnk- ar smám saman þegar líður á spátímann og verður 2% í árslok 2014. - shá ASÍ gerir ráð fyrir því að staða á vinnumarkaði verði áfram erfið og atvinnuleysi verði 4,9% árið 2014: Telur að hagur heimilanna muni vænkast KAUPMÁTTUR SKRÍÐUR UPP Á VIÐ Einkaneyslu er spáð hægvaxandi fram til ársins 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓLK Tjarnarsalurinn í Ráðhúsi Reykjavíkur mun um komandi helgi hýsa ævintýraland byggt úr legó- kubbum. Að baki þessum undra- heimi stendur að öðrum ólöstuðum Guttormur Þorfinnsson húsasmið- ur. Hann tók með sér að heiman 60 þrjátíu lítra kassa af kubbum sem hann hefur frá barnsaldri viðað að sér. „Ég var legópolli og mömmu fannst betra að vita af okkur við að kubba en vera alltaf að slást. Maður sér rítalínbörnin læknast af þessu,“ segir Guttormur. Hann segist hafa tekið sér langt hlé frá unglingsár- um allt fram að því að hann eignað- ist sitt fyrsta barn. Sá er Þorfinnur sonur hans sem situr ásamt föður sínum klukkustundum saman niðri í Tjarnarsal við að undir búa undra- heim Legó sem er hluti af Vetrarhá- tíð Reykjavíkurborgar. Þar mun gestum og gangandi gefast tæki- færi til að gefa ímyndunaraflinu og sköpunargáfunni lausan tauminn. Guttormur segir dætur sínar tvær hafa síðar gengið í lið með þeim feðgum við að sinna áhuga- málinu en aðkoma móður þeirra hefur að mestu einskorðast við að hjálpa til við að ganga frá að leik loknum. „Bílskúrinn hefur lengi verið fullur af legókubbum og ég var orðinn hálfhræddur um að drepast áður en ég gæti gert eitt- hvað verulega grand,“ segir Gutt- ormur. Þegar blaðamaður spyr í forundr- an hvort hægt sé að meta hversu marga kubba þarf til að hálffylla bílskúr; hvort þeir skipti tugum eða hundruðum þúsunda, þá skýtur son- urinn Þorfinnur því inn í viðtalið að líklega sé ekki hollt að hugsa mikið um það. Legó eru dýr leikföng og ekki annað hægt en að spyrja eigand- ann hvort áhugamálinu fylgi ekki töluverð fjárútlát. „Þetta eru svona tvö, þrjú jeppadekk á ári að safna Legó.“ Kastalar og aðrar miðaldabygg- ingar, riddarar og annað sem því fylgir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Guttormi. Hann sýnir blaða- manni nokkur dæmi og er ekki hægt annað en að hrífast með. Ævintýraheimur Legó er flókinn og vandrataður og því margt sem verður til sýnis um helgina. Spurn- ingunni um hvort einhver takmörk séu fyrir því sem hægt er að byggja úr legókubbum svarar Guttormur: „Ég efast um það.“ Eins og flestir vita þá eru leik- föngin frá Legó frá dönsku fyrir- tæki. Það liggur því beint við að spyrja Guttorm hvort hann hafi ekki „farið til Mekka“ einhvern tímann. „Í brúðkaupsferðinni, kall- inn minn. En ég fékk engu öðru að ráða í kringum það umstang allt saman,“ segir Guttormur. Undraheimur Legó opnar á föstu- daginn 10. febrúar klukkan 10 og stendur til klukkan 17. Á laugardag og sunnudag verður opið frá klukk- an 13 til 17. svavar@frettabladid.is Á bílskúr fullan af kubbum Smiðurinn Guttormur Þorfinnsson er ásamt fleirum að setja upp ævintýraland úr legókubbum í Tjarnar- sal Ráðhúss Reykjavíkur. Efniviðurinn, þúsundir og aftur þúsundir legókubba, er allur í eigu Guttorms og fjölskyldu hans og fyllir sextíu þrjátíu lítra kassa. Sýningin er hluti af Vetrarhátíð sem hefst á föstudag. ÆVINTÝRAHEIMUR Í BYGGINGU Guttormur og sonur hans, Þorfinnur, vinna hörðum höndum að því að tæma 60 stóra kassa af legókubbum. Erfiðisins munu gestir og gangandi geta notið í Ráðhúsinu á Vetrarhátíð um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.