Fréttablaðið - 08.02.2012, Side 8
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR8
FRÉTTASKÝRING
Hvernig ganga sameiningar grunn-
skóla í Reykjavík?
Sex grunnskólar í Reykjavík voru
um áramótin sameinaðir í þrjá.
Að auki stendur til að leggja niður
unglingadeildir í tveimur grunn-
skólum. Breytingarnar eru hluti
af viðameiri breytingum í skóla-
málum á grunn- og leikskólastigi.
Mestu breytingarnar koma til
framkvæmda í Grafarvogi. Búið er
að sameina Borgaskóla og Engja-
skóla í Vættaskóla auk þess sem
Korpuskóli og Víkurskóli hafa sam-
einast í Kelduskóla. Þá munu ung-
lingadeildir Hamraskóla og Húsa-
skóla leggjast af á næsta skólaári
og börn úr hverfunum munu færast
í Foldaskóla.
Foreldrar barna í Hamra- og
Húsaskóla hafa margir verið ósátt-
ir við þessar breytingar. Tveir for-
eldrar hafa sagt sig úr stýrihóp
sem hefur umsjón með breytingun-
um og fjölmennur fundur í síðustu
viku fór fram á að hætt yrði við
sameininguna. Kristinn Breiðfjörð
Guðmundsson, skólastjóri Folda-
STJÓRNSÝSLA Tillögur fagráðs inn-
anríkisráðuneytisins að breyting-
um á regluverki og lagaumgjörð
er varða kynferðisbrot eru nú til
skoðunar innan
ráðuneytisins.
Ögmundur Jón-
asson innan-
ríkisráðherra
segir fagráð-
ið hafa unnið
mikið og gott
starf síðan það
var stofnað.
„Við erum
hér að stíga
mjög mikilvæg frumkvæðisskref
í þessum efnum og ég bind mikl-
ar vonir við framhald þessarar
vinnu,“ segir Ögmundur.
Fagráðið skilaði minnisblaði
með tillögum að hinum ýmsu
breytingum um miðjan síðasta
mánuð. Það hefur verið starfandi
síðan í maí í fyrra. - sv
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og
daufblinda einstaklinga leitar eftir efnilegum unghundum sem
hentað gætu til þjálfunar á leiðsöguhundum. Leiðsöguhundar
aðstoða blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar
sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt og er leiðsöguhundurinn
skilgreindur sem hjálpartæki í umferli.
Skilyrði fyrir því að hundur fái að vinna sem leiðsöguhundur eru
ótalmörg en mikilvægast af öllu er að hundurinn sé áreiðan-
legur, öruggur í umhverfi og öruggur með ókunnugu fólki.
Óskað er eftir hvolpum eða unghundum tveggja mánaða til
þriggja ára.
Þeir sem áhuga hafa á að aðstoða okkur í því að skapa betri
aðstæður fyrir blinda og sjónskerta með því að fjölga leiðsögu-
hundum, vinsamlegast hafið samband við Drífu Gestsdóttur,
þjálfara leiðsöguhunda, í síma 860-9499 eða í netfangið
drifa@midstod.is
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda
einstaklinga, leitar eftir
efnilegum unghundum til þjálfunar.
FOLDASKÓLI Frá og með haustinu munu unglingar í 8. til 10. bekk úr bæði
Hamraskóla og Húsaskóla flytjast yfir í Foldaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Skiptar skoðanir um sam-
einingar í grunnskólum
Sameiningar grunnskóla í Reykjavík hófust um áramót þegar þrír nýir skólar urðu til úr sex. Fleiri breyt-
ingar eru á döfinni og foreldrar í sumum hverfum hafa verið mjög ósáttir við fyrirhugaðar breytingar.
Breytingarnar eiga að spara 138,5 milljónir
á þessu ári og sparnaðurinn á að aukast
þegar allar breytingar komast að fullu til
framkvæmda.
Auk þessara breytinga var upphaflega
lagt til að sjöundu bekkir í Vesturbænum
færðust yfir í Hagaskóla og að Hólabrekku-
skóla og Fellaskóla yrði skipt upp í yngri
barna og eldri barna skóla. Málefni Vestur-
bæjar eru enn í skoðun en fallið hefur
verið frá aldursskiptingu í Breiðholti, að
minnsta kosti að sinni.
Þá hefur Ártúnsskóli verið sameinaður
leikskólanum Kvarnaborg og frístunda-
heimilinu Skólaseli undir nafni Ártúns-
skóla. Til stóð að sameina Fossvogsskóla,
leikskólann Kvistaborg og frístundaheimilið
Neðstalandið með sama hætti en þeirri
sameiningu var frestað fram til ársins 2013.
Aðrar sameiningar í grunnskólum
BANDARÍKIN, AP Bann við hjóna-
böndum samkynhneigðra brýtur
gegn stjórnarskrá Bandaríkj-
anna. Þetta er niðurstaða áfrýj-
unardómstóls í Kalíforníuríki.
Áður hafði undirréttur komist
að sömu niðurstöðu árið 2010, að
bannið bryti á mannréttindum
samkynhneigðra og væri ekki í
samræmi við stjórnarskrá.
Hjónabönd samkynhneigðra
voru leyfð í Kalíforníu árið 2008
en íbúar ríkisins sneru ákvörð-
uninni við nokkrum mánuðum
síðar. - þeb
Hjónabönd samkynhneigðra:
Bannið í bága
við stjórnarskrá
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
Hrósar vinnu fagráðsins:
Skoða breyting-
ar á lögum um
kynferðisbrot
Fundu ekki þjófinn
Lögreglu var tilkynnt um að þjófur
hefði stolið tölvu í Skipholti um
þrjúleytið í gær. Þá var þjófurinn
enn talinn í húsinu. Lögreglumenn
fóru á vettvang og leituðu þjófsins
ásamt starfsmönnum í húsinu en án
árangurs.
LÖGREGLUFRÉTTIR
skóla, veit af óánægju foreldra í
hverfunum, en segir aðspurður að
foreldrar barna í Foldaskóla séu
ekki eins óánægðir. „Eitt af því
sem hefur verið ásteytingarsteinn
er sérdeild sem er í Hamraskóla,“
segir Kristinn. Foreldrar hafa lýst
yfir áhyggjum af afdrifum deild-
arinnar, en hún mun að öllum lík-
indum flytjast yfir í Foldaskóla.
„Hópur sem skipaður er tveimur
frá skóla- og frístundasviði borg-
arinnar og tveimur foreldrum er
nú að fara yfir þessi mál.“
Jóhanna S. Vilbergsdóttir, skóla-
stjóri nýs Vættaskóla, segir sam-
einingarferlið þar hafa gengið vel.
Frá og með næsta hausti mun ein
sameiginleg unglingadeild verða
við skólann, en unglingar þurfa að
sækja tíma á báðum stöðum. „Hér
er jákvæðni og bjartsýni, þó að
sjálfsögðu fylgi svona breytingum
alltaf óöryggi. Við erum í upphafs-
skrefum í mikilli faglegri stefnu-
mótun og erum að vinna í því. Ung-
lingarnir voru með skólaþing og
foreldrar og starfsmenn héldu líka
skólaþing. Starfsmenn og stjórn-
endur eru á stefnumótunarfund-
um og við erum að vinna að þessu
jafnt og þétt,“ segir Jóhanna. Hún
segist ekki hafa heyrt af mörgum
ósáttum foreldrum þó hún viti að
einhverjir séu það. „En ég veit líka
af gríðarlega stórum hópi sem er
mjög ánægður og sér rökin fyrir
þessu.“
Korpuskóli og Víkurskóli hafa
verið sameinaðir í Kelduskóla.
Engin unglingadeild hefur verið
í Korpuskóla og hafa ungling-
ar þaðan því stundað nám í Vík-
urskóla frá árinu 2008, að sögn
Árnýjar Ingu Pálsdóttur skóla-
stjóra. Engin breyting verður
þar á. „Við erum bara að vinna að
okkar stefnumótun um framtíð-
arsýn um nýjan Kelduskóla, við
höfum haldið góðan fund með for-
eldrum og starfsfólki og ætlum að
gefa okkur góðan tíma og vanda
okkur vel í þessu,“ segir hún.
Um áramótin sameinuðust svo
Hvassaleitisskóli og Álftamýrar-
skóli í Háaleitisskóla. Unglinga-
deild Hvassaleitisskóla verður felld
niður í haust og unglingar þaðan
munu geta haldið áfram í Háaleitis-
skóla í Álftamýri eða farið í Réttar-
holtsskóla. Foreldrar í Hvassaleitis-
skóla voru upphaflega margir
ósáttir við áformin. „Ég finn ekki
annað en samhug um að láta þetta
ganga upp barnanna vegna,“ segir
Brynhildur Ólafsdóttir, skólastjóri
Háaleitisskóla. „Við erum búin að
eiga einn stefnumótunarfund með
foreldrum, einn með nemendum
og einn með starfsfólki. Svo heldur
þetta áfram fram á vorið og auð-
vitað tekur þetta einhver ár svona
endanlega, en við stefnum á að vera
einn skóli í haust.“
thorunn@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítugur maður var í Hér-
aðsdómi Reykjaness í gær úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 21. febrúar grunaður um manndráp
í heimahúsi í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags.
Hann mun jafnframt sæta geðrannsókn.
Maðurinn kom sjálfur á lögreglustöðina að
Flatahrauni í Hafnarfirði á mánudagsmorgun og
kvaðst hafa unnið konu mein á heimili sínu. Að
öðru leyti var erfitt að ráða í framburð hans.
Lögreglumenn fóru á heimili hans að Skúla-
skeiði í Hafnarfirði og fundu þar látna konu.
Aðkoman var ljót og mikið blóð á staðnum. Svo
virtist sem konunni hefði verið ráðinn bani með
hníf sem fannst á vettvangi og hefur verið sendur
í lífsýnagreiningu.
Maðurinn er 23 ára og hefur verið í mikilli
óreglu. Hann hefur hlotið tvo dóma fyrir minni
háttar afbrot á undanförnum mánuðum.
Konan var 35 ára og hafði einnig verið í óreglu.
Þau höfðu átt í sambandi um nokkurt skeið. Konan
lætur eftir sig tæplega tvítugan son. - sh
Á VETTVANGI Konan fannst í þessu húsi við Skúlaskeið í
Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ungur maður sem talinn er hafa myrt kærustu sína mun sæta geðrannsókn:
Grunaður morðingi í varðhald
1. Hvaða deild Háskóla Íslands
ætlar að taka upp inntökupróf í
fyrsta skipti fyrir haustið?
2. Hvaða listabókstaf hefur nýtt
framboð Lilju Mósesdóttur fengið?
3. Hvaða lið vann dönsku
bikarkeppnina í handbolta?
SVÖR:
1. Hagfræðideild. 2. Bókstafinn C. 3. AG.
STJÓRNMÁL „Samstaða á að höfða
til kjósenda sem hafa fengið nóg af
spillingunni í samfélaginu og hafa
fengið nóg af misskiptingunni á
milli þeirra sem eiga og hinna sem
skulda.“ Þetta sagði þingkonan Lilja
Mósesdóttir þegar hún kynnti nýjan
stjórnmálaflokk sinn, Samstöðu –
flokk lýðræðis og velferðar, í Iðnó í
gær. Flokkurinn hefur fengið lista-
bókstafinn C.
Lilja er formaður flokksins til
bráðabirgða, en gert er ráð fyrir að
aðalfundur í maí eða júní kjósi for-
ystu, nema blásið verði til kosninga
fyrr. Sigurður Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur og og Agnes Arnardótt-
ir atvinnurekandi gegna nú vara-
formennsku. Lilja sagði að sextán
manna undirbúningshópur hefði
unnið að stofnun flokksins. Í honum
er meðal annars að finna fyrrver-
andi liðsmenn Vinstri grænna,
Framsóknarflokksins og Sjálfstæð-
isflokksins. Samstaða leggur einna
mesta áherslu skuldaleiðréttingu
heimila og aukna lýðræðisþátttöku
almennings. Liðsmenn hans stað-
setja sig hvorki til vinstri né hægri
á hinu pólitíska litrófi. - sh
Lilja Mósesdóttir fer fyrir Samstöðu, flokki sem er hvorki til hægri né vinstri:
Fyrir þá sem eru þreyttir á spillingu
APPELSÍNUGULUR EINKENNISLITUR
„Það þarf ákveðið C-vítamín í þetta
samfélag til að koma hjólum atvinnu-
lífsins í gang,“ sagði Lilja á blaðamanna-
fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEISTU SVARIÐ?