Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 10
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR10
BRASILÍA Brasilíski rithöfund-
urinn Paulo Coelho hvetur
almenning til þess að hlaða
bókum hans niður ólöglega.
Coelho, sem
þessa dagana
tekur þátt í
herferð The
Pirate Bay,
einnar af
helstu deilis-
íðum heims,
segir að
þremur árum
eftir að bók
hans Alkem-
istinn hafi orðið aðgengileg í
Rússlandi með ólöglegu niður-
hali hafi hann selt yfir milljón
bækur í landinu. Samkvæmt
nýjasta uppgjöri hafi selst 12
milljónir eintaka.
Rithöfundurinn segir að líki
fólki byrjunin á bók sem það les
á netinu kaupi það bókina næsta
dag. Ekkert sé meira þreytandi
en að lesa bók á netinu. - ibs
BANDARÍKIN, AP Alríkisdómari í Bandaríkjun-
um hafnaði því á mánudag að vísa frá máli sem
gæti skorið úr um hvort dýr njóti sömu verndar
gegn þrælahaldi og menn. Dýraverndarsam-
tökin PETA hafa höfðað málið fyrir hönd fimm
háhyrninga.
Í stefnu PETA segir að farið sé með háhyrn-
ingana eins og þræla í sædýrasöfnum Sea-
world. Þeir séu neyddir til að skemmta gestum
og búa í glerbúrum.
Theodore Shaw, lögmaður Seaworld, krafð-
ist þess að málinu yrði umsvifalaust vísað frá
dómi, en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann
sagði dómsmálið sóun á bæði tíma og pening-
um.
PETA vísar til ákvæða í stjórnarskrá Banda-
ríkjanna, sem leggur blátt bann við þrælahaldi.
Þessu mótmælir Shaw og bendir á að stjórnar-
skráin nái aðeins yfir réttindi manna. Þar sé
raunar ekkert fjallað um mannréttindi dýra,
hvorki smáhvela né annarra. Slík réttindi gætu
að auki haft áhrif víðar, til dæmis mætti líta til
lögregluhunda, eldiskjúklinga og annarra dýra.
Dómarinn ákvað að vísa málinu ekki strax
frá, heldur tekur sér umhugsunarfrest til að
íhuga næstu skref þessa óvenjulega dómsmáls.
Óvíst er hvort háhyrningarnir Tilikum,
Katina, Kasatka, Corky og Ulises bíða spennt-
ir eftir niðurstöðunni, þó að málið sé höfðað í
þeirra nafni. - bj
HVALIR Háhyrningurinn Tilikum sýnir listir sínar í
sædýrasafni Seaworld.
Dýraverndunarsinnar í Bandaríkjunum líkja aðstæðum smáhvela í sædýrasöfnum við þrælahald:
Háhyrningar höfða mál gegn sædýrasafni
PAOLO COELHO
Heimsfrægur rithöfundur:
Hvetur almenn-
ing til að hlaða
niður ólöglega
SVÍÞJÓÐ Móðir þriggja ára drengs
í Svíþjóð hefur verið ákærð fyrir
misnotkun og brot á áfengis-
lögum, eftir að upp komst að
hún hafði látið drenginn reykja
sígarettu og drekka bjór.
Atvikið var tekið upp á mynd-
band. Þar sést konan kveikja í
sígarettu og hvetja soninn til þess
að reykja hana. Aðrir viðstaddir
réttu honum svo bjórdós. Fólkið
heyrist grínast með það hvað
myndi gerast ef félagsmálayfir-
völd sæju myndbandið. Þá sést
drengurinn hósta og fullorðna
fólkið hlæja að honum. Móðirin
og aðrir viðstaddir hafa haldið
því fram að ætlunin hafi verið að
láta hann fá viðbjóð á sígarettum.
Þá halda þau því fram að vatn
hafi verið í bjórdósinni. - þeb
Móðir í Svíþjóð ákærð:
Lét þriggja ára
son sinn reykja
og drekka bjór
KOLI OG HVÍTT – 5900 kr.
FORRÉTTUR
PARMASKINKA , GLÓÐAÐ BRAUÐ
OG GEITAOSTASÓSA
AÐALRÉTTUR
PÖNNUSTEIKTUR KOLI, FENNEL ,
MASCARPONE, BYGG OG PERUSÓSA
EFTIRRÉTTUR
SÚKKULAÐI, KARAMELLA,
MJÓLK OG LAKKRÍS
Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu
Borðapantanir 519 9700
info@kolabrautin.is
w w w.kolabrautin.is
TAJ MAHAL Í JAPAN Eftirmynd
indversku Taj Mahal-hallarinnar gerð
úr snjó í borginni Sapporo í Japan.
NORDICPHOTOS/AFP
MÓTMÆLI Í AÞENU Mótmælin gegn nýju aðhaldsaðgerðunum urðu ekki jafn fjölmenn og oft áður, enda hafa fáir lengur efni á launalausum verkfallsdegi, auk þess sem veður
var slæmt í gær. NORDICPHOTOS/AFP
GRIKKLAND Viðræður grísku stjórn-
arinnar við lánardrottna, björgun-
armenn og eigin flokksfélaga um
nýjar aðhaldsaðgerðir og fjárhags-
aðstoð hafa dregist á langinn dag
eftir dag, þrátt fyrir mikla pressu.
Litlar líkur þóttu til þess í gær að
niðurstaða fengist, en vonast var
til að hún lægi fyrir í dag.
Íbúar Grikklands héldu tugþús-
undum saman út á götur í gær til
að mótmæla nýjum aðhaldsáform-
um stjórnvalda, sem á hinn bóginn
eru undir miklum þrýstingi frá
Evrópusambandinu og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum. Fjárhagsað-
stoð frá þeim fæst ekki fyrr en
áætlun um niðurskurð og sparn-
að þykir orðin sannfærandi, en
án fjárhagsaðstoðar kemst gríska
ríkið í greiðsluþrot 20. næsta mán-
aðar.
Gríska stjórnin hefur verið treg
til að fallast á frekari niðurskurð
sem íþyngir almenningi, ofan á
allar þær skattahækkanir, launa-
lækkanir og aðrar aðgerðir sem
meðal annars hafa aukið mjög á
atvinnuleysi og fátækt í landinu.
Þriggja manna nefndin frá ESB,
AGS og Seðlabanka ESB hefur á
ströngum fundum síðustu vikuna
krafist þess að dregið verði úr
ríkisútgjöldum um 1,5 prósent af
landsframleiðslunni, eða 3,3 millj-
arða evra. Heimildir grískra dag-
blaða fullyrtu að niðurstaðan yrði
sú að sparnaðurinn verði 2,5 millj-
arðar evra og megnið af því, eða
1,1 milljarður evra, fáist með því
að draga úr kostnaði í heilbrigðis-
kerfinu.
Þjóðverjar og Frakkar hafa á síð-
ustu dögum sett fram nýjar kröf-
ur um að peningarnir frá ESB og
AGS fari inn á sérstakan reikning,
sem gríska stjórnin geti eingöngu
notað til þess að greiða lánardrottn-
um sínum.
Traust evruríkjanna til Grikkja
er greinilega af skornum skammti
og talin þörf á að tryggja að gríska
stjórnin noti ekki peningana í
önnur verkefni ríkisins en þau að
greiða niður skuldirnar.
Þetta vantraust stafar meðal
annars af því að grísku stjórninni
hefur ekki gengið sem skyldi að
standa við fyrri sparnaðar áform
sín. Þannig hafa metnaðarfull
áform um sölu ríkiseigna, sem átti
að skila miklu í ríkissjóðinn, ekki
gengið eftir nema að litlum hluta
– ekki síst vegna þess að eftir-
spurnin hefur engan veginn verið í
samræmi við þær væntingar, sem
stjórnin hafði.
Neelie Kroes, varaforseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, segir það
reyndar ekki rétt að evrusamstarf-
ið muni hrynja ef eitt ríki segir
skilið við það.
„Það er alltaf sagt að ef einu
ríki er leyft að fara út, ef það biður
um það, að þá muni allt kerfið
hrynja. En það er einfaldlega ekki
rétt,“ sagði hún í viðtali við hol-
lenskt dagblað. „Grikkir verða að
átta sig á því að við Hollendingar
og Þjóðverjar getum því aðeins
boðið skattgreiðendum okkar upp
á neyðar aðstoð handa Grikkjum ef
raunveruleg merki sjást um vilja til
góðra verka.“ gudsteinn@frettabladid.is
Viðræðurnar dragast enn
Grísku stjórninni tókst ekki í gær, frekar en síðustu daga, að leggja lokahönd á nýja aðhaldsáætlun til að
tryggja fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Almenningur í Grikklandi efndi til mótmæla um land allt í gær.
Kræklingavinnsla hafin
Vinnsla á kræklingi hófst hjá Drangi
ehf. á Drangsnesi í gær. Áætlað er að
framleiðslan verði um fimmtíu tonn
í ár. Kræklingurinn hefur verið rækt-
aður í tilraunaskyni í Steingrímsfirði,
en tíu manns starfa við vinnsluna að
því er fram kemur á BB.is.
SJÁVARÚTVEGUR
Ríkisskuldir Grikklands
(prósent af vergri þjóðar-
framleiðslu)
Maastricht-sáttmálinn frá 1992:
Skyldar evruríkin til að halda ríkis-
skuldum innan við 60 prósent af
þjóðarframleiðslu.
Skuldbreyting:
Einkabankar sjá
fram á 65-70
prósenta tap á
200 milljarða evra
skuldbreytingu. Ný
30 ára skuldabréf
bera líklega 3,6
prósenta vexti.
Lífeyris-
lækkun:
ESB og
AGS vilja að
lífeyris-
greiðslur úr ríkissjóði
lækki um 15 prósent
í viðbót.
Lágmarkslaun:
Lækkuð úr 75
evrum í 600 evrur
á mánuði. !5.000
opinberum
starfsmönnum verði sagt upp.
Hætt verði að greiða orlofs-
uppbætur.
Viðbótarniðurskurður
upp á tvær milljónir
evra:
Niðurskurður í heil-
brigðismálum, varnar-
málum og starfsmannahaldi hins
opinbera jafngildir einu prósenti af
vergri þjóðarframleiðslu.
2008 2009 2010 2011 2012
Heildarskuldir Grikklands
(áætlað í milljörðum evra)135,2%
115,3%
104,5%
127,8%
141,0%
Erfiðar björgunaraðgerðir
Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki ESB krefjast þess að
gríska stjórnin samþykki frekari aðhaldsaðgerðir áður en 130 milljarða evra fjár-
hagsaðstoð verður samþykkt, til viðbótar fyrri aðstoð upp á 110 milljarða evra.
346,4 M
€ 47,7 M
€ 17,9 M
€ 55,0 M
€ 225,8 M
ESB-ríkin
AGS
Seðlabanki
ESB
(umdeild
tala)
Einkafjár-
festar