Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2012, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 08.02.2012, Qupperneq 14
14 8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ritar grein í Fréttablaðið þann 4. febrú- ar sl. Þar ræðir hann hvernig megi „sporna við útbreiðslu“ hinna ýmsu krabbameina. Það skrítna er að ekki er minnst einu orði á krabbamein í ristli og endaþarmi. Það er þó eitt algengasta krabbameinið á Íslandi og hefur tíðni þess þrefaldast hjá körlum og tvöfaldast hjá konum á síðustu fimmtíu árum. Ristilkrabbamein er önnur algeng- asta dánarorsökin af völdum krabbameina á Íslandi. Nú greinast að meðal tali ríflega 130 einstaklingar með meinið á hverju ári og að meðaltali deyr einn einstaklingur í hverri viku af völdum þess. Dauðsföll af völdum krabbameina í ristli er hægt að fyrirbyggja að stórum hluta með skimun. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi þó vissulega sé kominn tími til að þær verði endurskoðaðar í ljósri nýrrar þekkingar. Alþingi hefur alloft fjallað um skimun fyrir krabbameinum í ristli og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur árið 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir sjúk- dómnum þannig að skipuleg leit myndi hefj- ast á árinu 2008. Það síðasta sem við vitum til að Alþingi hafi fjallað um málið var í febrúar 2008 þegar málið var rætt á Alþingi í kjölfar fyrirspurnar Álfheiðar Ingadóttur til þáverandi ráðherra heilbrigðismála um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir þetta er kerfisbundin skimun fyrir krabbameini í ristli enn ekki hafin á Íslandi. Það væri skammsýni að segja að ekki sé unnt að koma á skimun vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Bandaríska krabbameins- stofnunin hefur t.d. bent á tækifæri sem flýta megi baráttunni við krabbamein á krepputímum, og þá helst með því að efla tóbaksvarnir og auka þátttöku í skimun fyrir krabbameini í ristli. Kostnaður við skimun skilar sér nefnilega fljótt í sparn- aði þar sem sjúkdómurinn getur greinst fyrr og þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Það gengur ekki lengur að embættismenn Guðbjarts láti eins og krabbamein í ristli sé ekki til. Hvað með ristilkrabbamein? Heilbrigðis- mál Friðbjörn Sigurðsson læknir Kristín Skúladóttir hjúkrunar- fræðingur A lgjör breyting hefur orðið í forsjármálum barna á 20 árum. Árið 1992 varð fyrst möguleiki samkvæmt lögum að foreldrar færu sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit. Fjórtán árum síðar varð sam- eiginleg forsjá meginregla. Nú er svo komið að í 85% tilvika fara foreldrar sameiginlega með forsjá barna eftir skilnað. Þetta er í samræmi við breytt viðhorf; annars vegar um að upp- eldi og umönnun barna sé sam- vinnuverkefni þar sem foreldrar bera jafna ábyrgð, og hins vegar um að hagur og réttur barnsins, þar á meðal til að njóta beggja for- eldra sinna, sé í fyrirrúmi. Þetta er jákvæð þróun en breyt- ir því ekki að enn eru til ljót dæmi um að menn annars vegar firri sig ábyrgð á börnunum sínum og að hins vegar sé foreldrum sem raun- verulega vilja og geta sinnt börnunum sínum meinað að umgangast þau. Hvort tveggja felur í sér brot á rétti barnanna. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breyt- inga á barnalögum sem miðar að því að styrkja rétt bæði barna og foreldra í umgengnis- og forsjármálum. Þar eru ýmis mikilvæg nýmæli, ekki sízt um að foreldrum beri skylda til að leita sátta með aðstoð fagfólks áður en hægt er að krefjast úrskurðar eða höfða mál um tiltekin ágreiningsefni. Lagt er til að setja í lögin skýrari ákvæði um að í forsjármálum sé tekið tillit til þess ef annað hvort foreldrið hefur beitt fjölskylduna ofbeldi. Þá er hert á ýmsum ákvæðum sem eiga að tryggja að komið verði á umgengni milli for- eldris og barns sem umgengnisréttur hefur verið brotinn á. Frumvarpið er því mikil réttarbót. Hins vegar hefur verið gagn- rýnt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi fella úr því tillögu nefndarinnar sem samdi það; að dómari skuli hafa heimild til að úrskurða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns. Eins og Karvel A. Jónsson, stjórnarmaður í Félagi um for- eldrajafnrétti, benti á í grein hér í blaðinu í gær er slík heimild í lögum í hinum norrænu ríkjunum og stendur ekki til að breyta því. Í greinargerð með frumvarpinu er raunar ýtarlegur rökstuðn- ingur fyrir kostum þess fyrirkomulags. Vísað er til þess að slík heimild dómara geti haft jákvæð áhrif á samstarfsvilja foreldra og sporni jafnvel gegn því að annað þeirra heimti að fá eitt forsjá vegna tilfallandi deilumála. Heimildin geti þannig aukið mikilvægi og gagnsemi ráðgjafar og sáttaumleitana í forsjárdeilum. Oft er það því miður svo að fólk leyfir sér að láta forsjárdeilur snúast um eitthvað allt annað en það sem snýr að hagsmunum barnsins – jafnvel ágætlega upplýst og skynsamt fólk að öðru leyti. Í tilvikum þar sem báðir foreldrar eru á annað borð metnir hæfir til að fara með forsjá barns og sinna þörfum þess er í raun nauðsyn- legt að dómari hafi heimild til að höggva á hnútinn og segja: Hættið þessari vitleysu og sinnið foreldraskyldum ykkar í sameiningu. Rökin fyrir því að fella þetta ákvæði út úr frumvarpinu eru furðulega rýr í greinargerðinni. Um málið eru sagðar „skiptar skoðanir“ og talið rétt að „stíga varlega til jarðar“. Því sé rétt að fá reynslu á hin nýju úrræði um sáttameðferð áður en lagðar séu til breytingar því hvernig stofnað skuli til sameiginlegrar forsjár. Alþingi ætti að íhuga að setja aftur inn í frumvarpið upphaflega tillögu, einmitt til að styrkja ákvæðin um sáttameðferð. Eða fara að minnsta kosti fram á skárri rökstuðning frá ráðherranum. Dómarar ættu að geta dæmt sameiginlega forsjá: Sameiginleg skylda Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Boðsferð og boðsferð „Boðsferð þarf ekki að vera sama og boðsferð,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður LSR í fréttum RÚV í gær. Hann hjó þar í sama knérunn og framkvæmdastjóri LSR hafði gert í Kastljósi kvöldið áður. Rökin eru þau að starfsmenn lífeyrissjóða hafi ekki endilega verið að þiggja boðsferðir þegar þeir flugu ítrekað utan í boði fyrirtækja til að kynna sér fjárfestingarkosti. Þeir hafi bara verið í vinnunni. Um þetta má deila. Ögmundur sagði að hann vildi varast alhæfingar um þessi mál. Alhæfingaflóttinn Sami Ögmundur Jónasson varaðist ekki alhæfingar um boðsferðir fyrir heilum tveimur vikum. Þá sagði hann gjörvallt íslenska embættismanna- kerfið hafa ánetjast Evrópusamband- inu, ekki síst vegna tíðra ferða á kostnað annarra en sjálfs sín til Brussel. Þar vildi fólk halda til og lifa á dagpeningum. Á því þurfti hann að biðjast afsökunar og er síðan orðinn orðvar. Helmingur – hið minnsta Sigurður Þ. Ragnarsson stormur er orðinn pólitíkus í liði Lilju Móses- dóttur. Á kynningarfundi um fram- boðið lá honum mikið á hjarta – ekki síst taldi hann nauðsynlegt að skipta auði þjóðarinnar á milli manna upp á nýtt. Óboðlegt væri að fimm prósent landsmanna ættu allt fé í landinu á meðan að minnsta kosti helmingur fólks lepti dauðann úr skel, hvorki meira né minna. Efast má um að þessi síðasta full- yrðing Sigurðar eigi sér stoð í hagtölum. Hann getur spurt Lilju, hún var lengi prófessor í hagfræði. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.