Fréttablaðið - 08.02.2012, Side 24

Fréttablaðið - 08.02.2012, Side 24
Þegar Auður byrjaði í hesta- mennsku í Herði árið 2010 lang- aði hana að fá fjölskyldu sína með sér í sportið. Sonur hennar, Gunnar Logi Tómasson 15 ára, er í hjólastól og því biðlaði hún til formanns hestamannafélags- ins um hvort ekki væri hægt að koma á félagsstarfi fyrir fatlaða. „Hann hafði mikinn áhuga fyrir slíku starfi og stofnaði nefndina þá og þegar,“ segir Auður glað- lega og var þar með komin á fullt í félagsstarf Harðar. „Við fengum gott fólk með okkur og sömdum við konurnar í Hestamennt um að útvega hesta og sjá um kennslu á námskeiðum,“ segir Auður en markmiðið var að hafa gaman og leyfa fötluðum að stunda hesta- mennsku. „Þessir krakkar eru allir með skerta getu af einhverj- um toga. Það að geta stjórnað hátt í 400 kílóa skepnu er ótrú- lega eflandi. Þetta eflir sjálfs- traust, styrk, sjálfstæði, samhæf- inu og er auðvitað líka þjálfun fyrir líkamann,“ segir Auður. Hún segist sjá mikinn mun bæði á syni sínum og öðrum fötluðum börnum sem sótt hafa námskeið- in. „Mörg koma aftur og aftur og ljóma hreinlega af hamingju,” segir hún glaðlega. Meðal efnis á ráðstefnunni á laugardaginn er kynning á sjúkraþjálfun á hestbaki, kynn- ing á starfi fyrir fatlaða innan Harðar og haldið erindi um hlutverk hestsins og félagslega þætti. Einnig verður kynnt nýtt keppnisfyrirkomulag fyrir fólk með fötlun. solveig@frettabladid.is Auður með syni sínum Gunnari Loga sem tekur sig vel út á hestbaki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framhald af forsíðuwww.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 6. - 10. febrúar Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða mánudaginn 6. febrúar til föstudagsins 10. febrúar frá kl. 10:00 - 16:00. Það er því alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Alla daga kl. 19.00 og 01.00 CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR PIERS MORGAN tonight „Þetta er fyrst og fremst handbók og verkfæri sem er til þess ætlað að hjálpa fólki að skipuleggja ferðalögin sín á netinu á sem hag- kvæmastan hátt. Margir vita ekki hvernig á að snúa sér þegar kemur að þannig skipulagningu ferðalaga og bókin er tilraun til að bæta úr því.“ Þetta segir Margrét Gunnars- dóttir, höfundur bókarinnar Vertu þín eigin ferðaskrifstofa: Ein- föld ráð til að lækka ferðakostn- aðinn, sem er nýkomin út á raf- rænu formi. Eftir því sem Margrét kemst næst er bókin sú fyrsta sinn- ar tegundar sem kemur út opinber- lega hérlendis. „Bókin inniheldur fróðleik og hagnýtar ábendingar og tengla á erlendar vefsíður á ensku þar sem ég sýni meðal annars fram á hvern- ig hægt er að lækka kostnað á flugi og gistingu, sem eru að mínu mati þeir liðir sem fólk eyðir oft óþarf- lega miklu í og finna bílaleigu- bíla og lestarfargjöld á hagstæðu verði. Þannig hentar hún túristum sem vilja skipuleggja ferðalög upp á eigin spýtur,“ upplýsir hún og segist að mestu leyti miða þau við Evrópu þótt bókin teygi anga sína víðar. „Sjálf hef ég ferðast mest um hana og finnst best að skrifa um það sem ég þekki.“ Ísland sé þó ekki til umfjöllunar. „Nema með þeirri undantekningu að ég tek saman ítarlegar leiðir til að komast frá landinu.“ Innt út í tilurð bókarinnar seg- ist Margrét hafa gengið með hug- myndina í maganum um nokkurt skeið en hún hefur árlanga reynslu af fararstjórn ásamt því að halda úti vefsíðunni ferdalangur.net og samnefndu fréttabréfi. „Hún er búin að blunda í mér síðan ég setti upp vefinn 2005. Þar hef ég safnað alls konar ferðaupplýsingum með sparnað að leiðarljósi sem byggj- ast á minni reynslu og birt ókeypis bæklinga sem ég hef tekið saman. Nú ákvað ég bara að taka hug- myndina skrefinu lengra og gefa út bók.“ Margrét tekur fram að bókin sé þó ekki alls hugsuð sem formúla að fullkomnu ferðalagi. „Lesendur verða sjálfir að ákveða hvers konar ferðalag þeir ætla að taka sér fyrir hendur og hvað þeir eru tilbúnir að verja miklum tíma í undirbúning á netinu til að halda kostnaði niðri. Bókin er því hugsuð sem hjálpar- tæki,“ bendir hún á og bætir við að hana megi nálgast á vefsíðun- um www.ferdalangur.net og www. emma.is. roald@frettabladid.is Locatify hefur gefið út snjallforrit sem inniheldur leiðsagnir frá suðurhluta þjóðgarðs Vatnajökuls og á suðvesturhorni Íslands; frá Keflavíkurflugvelli í Borgarfjörð með viðkomu í Reykjavík og Krísu- víkurleiðina frá Hafnarfirði að Bláa lóninu. Forritið er fyrir iPhone- snjallsíma og iPad-spjaldtölvur og fæst í vefverslun Apple. SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 8, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Aðeins 5 Útsölunni lýkur verð Verðsprengja Kápur Leðurjakkar Buxur og margt fleira Leiðarvísir að ódýrara fríi Vertu þín eigin ferðaskrifstofa er heiti rafbókar sem var gefin út á dögunum. Þar leiðbeinir höfundurinnn Margrét Gunnarsdóttir lesendum sem vilja skipuleggja ferðalög sín á netinu á sem ódýrastan máta. „Bókin inniheldur fróðleik og hagnýtar ábendingar og tengla á erlendar vefsíður á ensku þar sem ég sýni meðal annars fram á hvernig hægt er að lækka kostnað við flug og gistingu,“ segir Margrét Gunnarsdóttir, höfundur Vertu þín eigin ferðaskrif- stofa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.