Fréttablaðið - 08.02.2012, Page 26
8. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR2 ● vetrarhátíð
Það er mikilvægt að halda hátíð sem lýsir upp svartasta skamm-degið, fær fólk til að hlæja og
njóta þess sem er skemmtilegt í okkar
fallegu borg. Vetrarhátíð í Reykjavík
er einmitt svoleiðis hátíð. Hún er sann-
kölluð fjölskylduskemmtun sem bregð-
ur birtu á febrúarmyrkrið og litar það
skærum litum. Þemað í ár er Magn-
að myrkur og speglast það með ólík-
um hætti í vel á þriðja hundrað upp-
ákomum um alla borg. Ég vek sérstaka
athygli á Sundlauganótt sem er frá-
bær nýjung á dagskrá hátíðarinnar. Þá
fá borgarbúar frítt í sund og gestum
verður boðið að upplifa magnaða listviðburði í sundlaug.
Hátíðin hefst á glæsilegu opnunarverki fimmtudagskvöldið 9.
febrúar en þá verður Hallgrímskirkja lýst upp og henni breytt í
stórbrotið listaverk ljóss, lita og hreyfingar. Að venju verður Safna-
nótt einn af hornsteinum hátíðarinnar og Heimsdagur barna verður
á sínum stað í Gerðubergi með listviðburðum og skemmtidagskrá
fyrir börn og unglinga.
Það sem mér finnst skipta mestu máli á Vetrarhátíð er að hún
færir borgarbúa saman og gefur fullorðnum og börnum tækifæri
til að njóta lista og menningar af öllu tagi. Í fyrra sóttu yfir fimm-
tánþúsund manns hátíðina og allir sem ég hitti voru með bros á vör.
Það finnst mér frábært.
Á Vetrarhátíð geta allir skemmt sér konunglega. Líka þeir sem
hafa engan sérstakan áhuga á fræðslu, listum eða menningu. Þeir
geta einfaldlega notið mannlífsins. Það er nefnilega mjög gaman að
sjá aðra glaða. Góða skemmtun á Vetrarhátíð!
Jón Gnarr
borgarstjóri í Reykjavík
Starfsmenn Miðstöðvar
munnlegrar sögu verða
í Höfða um helgina að
safna reynslusögum fólks
af myrkrinu í borginni.
Viðburðurinn er hluti af
dagskrá Vetrarhátíðar.
N auðsynlegt er að varð-veita myrkrið sem hefur verið á undanhaldi með
tilkomu rafmagnslýsingar og
gæta þess að útrýma því ekki.
Þess vegna viljum við draga fram
myrkrið í Reykjavík með sögum
af því hvernig fólk skynjar það og
það sem það geymir. Hvort sem
það eru draugar eða aðrir óvættir
eða fegurðin á himninum, stjörn-
ur, norðurljós eða annað,“ segir
Arnþór Gunnarsson, verkefnis-
stjóri Miðstöðvar munnlegrar
sögu, sem verður ásamt sam-
starfsfólki sínu staddur í Höfða
um helgina að safna reynslusög-
um fólks af myrkrinu í Reykja-
víkurborg.
Að hans sögn verða frásagn-
irnar hljóðritaðar og varðveitt-
ar í safni Miðstöðvarinnar, í
húsakynnum Landsbókasafns
Íslands – Háskólabókasafns þar
sem þær verða öllum aðgengileg-
ar. „Allir sem miðla af reynslu
sinni fá jafnframt afrit af upp-
töku á geisladiski. Fólk þarf ekki
að gera boð á undan sér heldur
mætir bara á staðinn. Það getur
síðan sótt aðra viðburði í leiðinni
því þarna verður opið hús báða
daga frá klukkan 13 til 17.“
Viðburðinn segir Arnþór hugs-
aðan sem viðbót við verkefnið
Reykjavíkursögur sem Miðstöð
munnlegrar sögu vann í sam-
starfi við Reykjavíkurborg á ár-
unum 2007 til 2009. „Markmið
þess var að draga fram reynslu
fólks af því að hafa búið í Reykja-
vík,“ útskýrir hann og getur þess
að alls hafi hundrað frásagnir
safnast á vetrarhátíðum og menn-
ingarnóttum. Brot af þeim megi
nálgast á heimasíðu Miðstöðvar-
innar á slóðinni www.munnleg-
saga.is, með því að smella á flipa
sem er merktur vefsýningar og
því næst á borgarbörn.
Spurður hvers vegna Höfði
hafi orðið fyrir valinu, segir Arn-
þór varla hægt að hugsa sér jafn
sæmandi staðsetningu. „Höfuð-
borgarstofa bauð okkur Höfða til
afnota og okkur þótti það einstak-
lega viðeigandi, meðan annars í
ljósi reimleikanna sem sumir
tengja við húsið, hvítu konuna og
aðrar verur sem hafa sést þar á
sveimi. Eða er það ekki annars
ástæðan fyrir því að þú ert að
spyrja,“ svarar hann glettinn og
hvetur unga sem aldna að kíkja í
heimsókn um helgina.
Margt býr í myrkinu
„Nauðsynlegt er að varðveita myrkrið sem hefur verið á undanhaldi með tilkomu rafmagnslýsingar og gæta þess að útrýma
því ekki,“ segir Arnþór Gunnarsson, hjá Miðstöð munnlegrar sögu sem um helgina safnar reynslusögum fólks af myrkrinu í
Reykjavík. MYND/ANTON
Útgefandi: Höfuðborgarstofa | Ábyrgðarmaður: Karen María Jónsdóttir
| Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@fret-
tabladid.is s. 512 5411
„Þemað er þannig að Egill kemur til
með að flytja lögin með hefðbundn-
um hætti við undirleik tríósins og
fær gesti í sal til að taka undir.
Svo spilar tríóið djassútsetningar
af hverju lagi jafnóðum og Egill
bregður líka á leik ef sá gállinn er
á honum.“
Þannig lýsir Reynir Sigurðs-
son fyrirhuguðum tónleikum Tríós
Reynis Sigurðssonar (TRES) og
Egils Ólafssonar, Sungið og sving-
að í Iðnó á morgun, fimmtudaginn
9. febrúar klukkan 21. Tónleikarn-
ir eru hluti af dagskrá Vetrarhátíð-
ar sem hefst með pompi og prakt
sama dag.
Íslensk tónlist verður í fyrirrúmi
á tónleikunum þar sem flutt verða
valinkunn lög eftir þjóðþekkt skáld.
„Þarna munu heyrast lög sem
hafa fylgt þjóðinni um árabil, svo
sem Ég veit þú kemur, Fröken
Reykjavík og Litla flugan,“ segir
Reynir og útskýrir að lagaval ráðist
af disk sem tríóið gaf út með lögum
Sigfúsar Halldórssonar fyrir nokkr-
um árum og tónleikum sem það hélt
í Vestmannaeyjum í nóvember í
fyrra til að fagna 100 ára fæðing-
arafmæli Oddgeirs Kristjánsson-
ar. „Svo bættum við við nokkrum
perlum úr smiðju Jóns Múla Árna-
sonar,“ bendir hann á og bætir við
að gestir muni því ekki eiga í nein-
um erfiðleikum með að kyrja með.
Ástsæl lög í
djassútfærslum
Tríó Reynis Sigurðssonar skipa, frá
vinstri: Reynir Sigurðsson á víbrafón,
Jón Páll Bjarnason á gítar og Gunnar
Hrafnsson á bassa.
● NORÐURLJÓSALEIT
UM BORÐ Í GLÆSIBÁT
Langar þig að stinga af úr
ljósadýrð borgarinnar og leita
að norðurljósunum í ævintýra-
legri sjóferð? Þá gefst gullið
tækifæri þegar farið verður
með Rósinni, nýjasta glæsibát
Sérferða, frá Reykjavíkurhöfn
klukkan 21. Ferðin tekur um
þrjár klukkustundir og um borð
er allt til alls: fríir kuldagallar,
heitir drykkir og veitingasala
með léttum veitingum.
Ekki láta þetta frábæra ævin-
týri framhjá þér fara! Fyrstur
kemur, fyrstur fær.
Mæting er í sölumóttöku Sér-
ferða (Special Tours) á Ægisgarði
7 við Gömlu höfnina.
Ávarp borgarstjóra
Kæru Reykvíkingar
Í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins
fjallar sagnfræðingurinn Gunn-
ar Örn Hannesson um dularfullt
líkfundarmál á Austfjörðum, sem
leiddi til alþjóðlegrar lögreglu-
rannsóknar seint á 19. öld.
„Forsaga málsins hefst í maí
1894 þegar hárreysti og slark
frá enskum gufutogara bergmál-
ar inn Seyðisfjörð. Síðar í sama
mánuði berst íslenskum yfirvöld-
um fyrirspurn að utan þar sem
grennslast er fyrir um manns-
lík í firðinum, en þá hafði skip-
stjóri togarans tilkynnt yfirvöld-
um að hann hefði misst yfirvél-
stjóra sinn fyrir borð 10 mílum
frá Seyðis firði,“ útskýrir Gunnar
Örn sem enn er að leysa ráðgát-
una um vélstjórann frá Aberdeen.
Áhöfn togarans var strax yfir-
heyrð vegna hvarfs vélstjórans,
en var missaga og fljótt beindust
grunsemdir að ribbalda um borð.
„Þegar komið var fram í októ-
ber voru tveir sjómenn á skaki út
af Seyðisfirði og toga þá upp illa
farið lík af karlmanni íklæddum
fatnaði merktum Aberdeen. Settu
þeir líkið á land í Brimnesi þang-
að sem sýslumaður kom ásamt
áhugaljósmyndara sem tók mynd
af líkinu og mun vera elsta ljós-
myndin sem tekin er í glæparann-
sóknum á Íslandi,“ upplýsir Gunn-
ar Örn, en myndina sýnir hann
gestum í lestrarsalnum í kvöld.
„Myndin er alls ekki fyrir við-
kvæma, enda kom í ljós við lík-
skoðun að maðurinn var með
stunguáverka og hafði verið sökkt
með keðjum, en hold var allt horf-
ið af höfði hans og höndum.“
Í erindi sínu um vélstjórann frá
Aberdeen mun Gunnar Örn einn-
ig sýna merkileg skjöl sem til eru
um málið, frásagnir af slagsmál-
um við afturgöngu stýrimannsins
og fleira sem tengist líkfundinum.
Dagskráin hefst í Þjóðskjala-
safni Íslands á Laugavegi 162
klukkan 20.
Dularfullt líkfundarmál
Gunnar Örn Hannesson með myndina merkilegu og skjöl sem tengjast líkfundar-
málinu á Seyðisfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA