Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 7vetrarhátíð ● Gestagjörningur verður framinn í Pakkhúsi byggðasafns Hafnarfjarðar föstudaginn 10. febrúar frá klukkan 19 til 24. Á rið 1904 tók fyrsta al-menningsrafveita Íslands til starfa í Hafnarfirði. Þá voru í fyrsta sinn á Íslandi tendr- uð ljós í sextán íbúðarhúsum í bænum,“ segir Karl Rúnar Þóris- son hjá Byggðasafni Hafnarfjarð- ar sem heldur utan um viðburð- inn Magnað myrkur, sextán ljósa kraftur á Safnanótt. „Þegar við fórum að velta fyrir okkur hvað við ættum að taka okkur fyrir hendur á þessum degi datt okkur í hug að nýta þennan merka viðburð í sögu Hafnarfjarðar,“ útskýrir hann. Það þótti enda viðeigandi í tilefni þema Vetrar hátíðar í ár sem er Magnað myrkur. „Þá fengum við þá hug- mynd að hafa samband við Iðnskól- ann í Hafnarfirði til að fá til liðs við okkur nemendur í rafiðnaðar- deild. Þetta þótti okkur tilvalið þar sem markhópur safnanætur er ein- mitt fólk á aldrinum 14 til 25 ára,“ segir Karl sem hafði samband við Björgólf Þorsteinsson, kennara við skólann, sem tók mjög vel í hug- myndina. Verkefnið fékk styrk úr safna- næturpotti og hefur heill bekkur í Iðnskólanum unnið hörðum hönd- um að stórskemmtilegum gjörn- ingi. „Í fórum Iðnskólans fannst gamall rafall og á hann að skírskota til hins upprunalega rafals sem framleiddi rafmagn fyrir fyrstu almenningsrafveituna árið 1904,“ segir Karl en upprunalegi rafall- inn er hins vegar of stór og þung- ur til að nota. Nemendur Iðnskól- ans hafa þróað nútíma stýribúnað sem tengdur verður við gamla raf- alinn. „Á safnanótt geta síðan gest- ir sem leggja leið sína í Pakkhús- ið við Vesturgötu notað stýrikerf- ið til að knýja rafalinn og upplifað afl, já eða aflleysi, þessarar gömlu nýsköpunarhugmyndar frá upphafi síðustu aldar,“ segir Karl og bætir við að þarna komi berlega í ljós aflleysi þeirrar nýsköpunar í sam- anburði við ógnarkraft orku sam- tímans. Tendra sextán ljós á ný ● LJÓSMYNDADAGAR Ljósmyndasafn Reykjavíkur stendur fyrir metnaðarfullri dagskrá frá klukkan 19 á föstudag fram til klukkan 16 á sunnudag. Meðal annars verður vinn- ingshafi ljósmyndasamkeppni Ljós- myndadaga heiðraður, ljósmyndagrein- ing verður í Þjóðminjasafni Íslands og Christophe Laloi, listrænn stjórnandi, mun sýna ljósmyndir frá ljósmynda- hátíðinni Voies Off í Arles í Frakklandi á KEX Hosteli. Farnar verða nokkrar ljósmynda- göngur á sunnudag: frá Stjörnugróf, um Árbæjarhverfið, Laugarneshverfið, Grafarvog og Breiðholtið. Nokkrar ljósmyndasýningar standa yfir á Ljósmyndadögum: á Lækjartorgi, í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbíói og Sundhöll Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar um dagskrá Ljósmyndadaga er að finna á www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Karl Þórisson og Björgólfur Þorsteinsson kennari með nemendum rafiðnaðardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði. MYND/VILHELM ● LJÓÐUM VARPAÐ Á VALDA GLUGGA Reykjavík Bók- menntaborg UNESCO mun glæða vetrarmyrkrið lífi í tilefni Vetrar hátíðar með því að varpa ljóðum og skáldskap í bland við myndir af skáldum á vel valda glugga í miðbænum. Staðirnir eru Mokka kaffi á Skólavörðu- stíg, Laugavegur 11, Trúnó/Barbara á Laugavegi 22, Hressingarskálinn í Austurstræti og biðstöð strætó á Hlemmi. Textarnir eiga það sameigin- legt að takast á við myrkrið og kall- ast þannig á við þema hátíðarinnar í ár, „Magnað myrkur“. Þeir eru allir eftir þekkt borgarskáld svo sem Stein Steinarr, Dag Sigurðarson, Ástu Sigurðardóttur og Lindu Vilhjálmsdóttur svo einhver séu nefnd. Skáldagluggar eru samstarfsverkefni Bókmenntaborgarinnar og Gunnars Gunnarssonar. Þeir munu lifa alla Vetrarhátíðina frá fimmtudagskvöldinu 9. febrúar til mánudagsmorguns þann þrettánda. Sigfús Daðason skáld á Mokka. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í Reykjavík Góða skemmtun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.