Fréttablaðið - 08.02.2012, Side 35

Fréttablaðið - 08.02.2012, Side 35
5MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Arion banki hóf nýlega samstarf við trygginga- félagið Euler Hermes um að bjóða viðskiptamönn- um sínum greiðslufalls- tryggingar. E u l e r H e r m e s e r stærsta tryggingafélag- ið í Evrópu á þessu sviði, með um 34% markaðs- hlutdeild, að því er fram kemur í upplýsingum frá Arion banka, en viðskiptavinir þess eru um 52.000 talsins í ríflega 50 löndum. Ferlið er með þeim hætti að tryggingafélagið metur greið- andann og gefur út tryggingu sem endurspeglar mat þess á greiðslu- hæfi viðkomandi og hvort líklegt sé að hann lendi í greiðslufalli. Komi svo til þess að greiðandi lendi í vanskilum tekur trygg- ingafélagið að sér innheimtu kröf- unnar en íslenska fyrirtækið fær kröfuna greidda í gegnum Faktor- ingu Arion banka. Hrönn Greipsdóttir, forstöðu- maður Faktoring Arion banka, segir í samtali við Markaðinn að þetta sé talsverður áfangi og hafi mikla þýðingu fyrir bank- ann og viðskiptavini hans. „Þetta er sérstaklega mikilvæg þjónusta fyrir fyrirtæki í útflutningi þar sem oft getur reynst dýrt og erfitt að sækja kröfur á greiðendur erlendis. Með því að kaupa greiðslufallstryggingar er fyrirtækjum tryggð greiðsla og Euler Hermes mun sjá um að sækja fjármunina á greiðendur erlendis.“ Hrönn segir að eftirspurn eftir greiðslufallstryggingum hafi auk- ist í núverandi efnahagsástandi þar sem jafnvel traustustu fyrir- tæki hafa lent í erfiðleikum með greiðslur. „Eins eru þær mikið notaðar þegar um er að ræða nýja við- skiptamenn þar sem greiðslusaga viðkomandi er ekki vel þekkt.“ - þj Tryggingarisinn Euler Hermes og Arion banki: Hefja samstarf um greiðslufallstryggingar ARION BANKI Viðskiptavinum bankans býðst nú að kaupa greiðslufallstryggingar á vegum tryggingarisans Euler Hermes, sem er að meirihluta í eigu Allianz, og er með starfsemi í rúmlega 50 löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HRÖNN GREIPSDÓTTIR VIÐSKIPTI Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Facebook tilkynnti loks í síðustu viku að fyrirtækið hygðist skrá sig á hlutabréfamarkað á þessu ári. Búist hafði verið við tilkynn- ingunni um nokkra hríð og mikil eftirvænting skapast vegna þessa. Í skjölum sem Facebook hefur sent til verðbréfaeftirlits Banda- ríkjanna vegna fyrirætlananna kemur fram að fyrirtækið vonast eftir því að selja hluti fyrir 5 millj- arða Bandaríkjadala, jafngildi 614 milljarða íslenskra króna. Hluta- fjárútboðið verður því líklega hið stærsta sem internetfyrirtæki hefur lagst í. Sé sú verðlagning á Facebook í takt við væntingar á markaði verð- ur heildarvirði fyrirtækisins allt að 100 milljarðar dala, jafngildi 12.270 milljarða króna. Facebook yrði með öðrum orðum eitt verð- mætasta fyrirtæki heims. Hlutafjárútboðið gefur Face- book færi á að auka verulega fjár- hagslegan styrk sinn. Í tengslum við það þarf Facebook hins vegar að opinbera mun meira af upp- lýsingum um fyrirtækið en það hefur gert áður. Meðal upplýsinga sem þar koma fram opinberlega í fyrsta skipti eru tekjur fyrirtæk- isins, helstu hluthafar þess og mat fyrirtækisins á helstu áskorunum sínum og ógnum á næstu árum. Eins og búist hafði verið við kemur í ljós að hagnaður fyrirtæk- isins er mikill. Á síðasta ári hagn- aðist það um 668 milljónir Banda- ríkjadala og hafði tekjur upp á 3,7 milljarða. Hafa tekjur þess vaxið hratt síðustu misseri en til saman- burðar voru tekjurnar 777 milljón- ir árið 2009 og hagnaður 122 millj- ónir sama ár. Tekjur vegna auglýsinga eru langstærsti tekjuliður Facebook eða 85 prósent. Hin 15 prósentin eru vegna greiðslna sem Face book fær frá fyrirtækjum á borð við Zynga sem hannar tölvuleiki fyrir Facebook, þar á meðal tölvuleikinn vinsæla Farmville. Þótt tekjur fyrirtækisins kunni að hljóma gríðarlegar hafa sumir greinendur staldrað við litla tölu sem er að finna í gögnunum. Það eru tekjur fyrirtækisins á hvern notanda, sem eru einungis 4,39 Bandaríkjadalir á notanda á ári. Til samanburðar eru tekjur Google á skráðan notanda rúmlega 30 Bandaríkjadalir á ári og tekjur Yahoo og AOL á notanda 7 og 10 Bandaríkjadalir á ári. Facebook hefur fyrir löngu gert Mark Zuckerberg, stofnanda og framkvæmdastjóra Facebook, forríkan en bandaríska tímarit- ið Forbes mat auðævi hans á 17,5 milljarða Bandaríkjadala, jafngildi 2.150 milljarða króna, í nýjustu út- tekt sinni á ríkasta fólki Bandaríkj- anna. Hlutafjárútboðið mun að öllum líkindum gera hundruð annarra starfsmanna Facebook forríka. Fjölmargir starfsmenn fyrirtæk- isins hafa fengið hluti í því á mun lægra verði en búist er við að fáist í útboðinu og geta nú brátt selt hlut- ina. Í hönnun útboðsins fetar Zucker- berg í fótspor þeirra Larry Page og Sergej Brin, stofnenda Google. Er hlutum í fyrirtækinu skipt í tvo flokka sem gerir það að verk- um að Zuckerberg mun hafa loka- orðið um hvernig nærri 57 prósent hluta í fyrirtækinu kjósa á hluta- hafafundum. Hann mun því áfram hafa meirihlutavald yfir fyrirtæk- inu. Almennt virðast greinendur nokkuð bjartsýnir á gengi hluta- fjárútboðsins. Sumir greinendur telja sig þó sjá líkindi með vænting- um á markaði nú og þess þegar net- bólan blés út í lok tíunda áratugar- ins. Þá setja sumir spurningamerki við tækifæri Facebook til að auka tekjur sínar án þess að angra not- endur síðunnar þeim mun meira. Tilkynningin um hlutafjárútboð- ið hafði jákvæð áhrif á hlutabréfa- verð ýmissa annarra netfyrir- tækja, svo sem Zynga og hópkaupa- síðunnar Groupon. Í útboðsskjölunum er einnig fjallað um helstu ógnir Facebook. Minnst er á þá hættu að Google takist að nota gríðarleg umsvif sín á vefnum til að auka verulega vin- sældir eigin tengslavefjar, Google Plús. Þá minnist Facebook á þá hættu að persónuverndarlögum í Evrópu og Bandaríkjunum verði breytt á þá leið að erfiðara verði fyrir Facebook að hagnýta upplýs- ingar um notendur sína. Fjöldi Facebook-notenda var um síðustu áramót 845 milljón- ir og hafði aukist um 39 prósent á milli ári. Aukist fjöldi notenda á sama hraða næstu mánuðina verð- ur hann 1 milljarður einhvern tím- ann í sumar. Gríðarleg verðmæti fólgin í Facebook Facebook hefur loksins tilkynnt að fyrirtækið hyggist leggja í hlutafjárútboð. Búist er við því að fyrirtækið verði verðlagt á allt að 100 millj- arða Bandaríkjadala, jafngildi 12.270 milljarða króna. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið stjarnfræðilega hraður síðustu ár og misseri. MARK ZUCKERBERG Stofnandi Facebook er þegar kominn í hóp ríkustu manna Bandaríkjanna en væntanlegt hlutafjárútboð fyrirtækisins mun að öllum líkindum skapa hundruð annarra milljóna- og milljarðamæringa sem fengið hafa hluti í fyrirtækinu á síðustu árum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.