Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 46
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR26
folk@frettabladid.is
2 fyrir 1
af lambasamlokum
í febrúar.
Nýbýlavegi 32 www.supersub.is
Rokksveitin Sólstafir heldur
útgáfutónleika í Gamla bíói á á
morgun þar sem platan Svartir
sandar verður leikin í heild sinni
með aðstoð reynslubolta úr rokk-
senunni.
„Við ætlum að leika þessa plötu
í þetta fyrsta og eina skipti,“ segir
söngvarinn Aðalbjörn Tryggva-
son. „Við höfum bara leikið þrjú
lög af plötunni á tónleikum áður
og eitthvað af þessum lögum verða
ekki leikin aftur.“
Aðspurður segist hann mjög
ánægður með viðbrögðin sem
Svartir sandar hefur fengið. „Plat-
an hefur gengið mjög vel hérlend-
is, í Þýskalandi, Finnlandi og Eng-
landi,“ segir Aðalbjörn.
Grein um hljómsveitina var birt
í þýska dagblaðinu Der Spiegel og
platan náði inn á vinsældalista í
Finnlandi. Þangað fer hljómsveit-
in einmitt í viku tónleikaferð í vor.
Tónleikaferð sveitarinnar um Evr-
ópu hefst annars um miðjan mars
og stendur hún yfir í tvo mánuði.
Í sumar verður svo spilað á hinum
ýmsu tónlistarhátíðum í Evrópu.
Hópur fólks mun aðstoða Sól-
stafi á tónleikunum á morgun,
þar á meðal Steinar Sigurðar-
son, Heiða í Hellvar, Hallgrímur
Jón Hallgrímsson og Halldór Á
Björnsson sem aðstoðuðu sveit-
ina við upptökur á plötunni. Hall-
ur Ingólfsson og Birgir Jónsson úr
XIII spila einnig ásamt Jóni Birni
Ríkharðssyni úr Brain Police og
bakraddasöngvurunum Agnari
Eldberg og Kristófer Jenssyni.
Gunnar Ben úr Skálmöld stjórnar
kór sem syngur einnig á tónleik-
unum. - fb
Sólstafir spila Svarta
sanda í heild sinni
LOFAR STEMNINGU Aðalbjörg Tryggva-
son úr Sólstöfum lofar mikilli stemningu
í Gamla bíói á fimmtudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tónlist ★★★★ ★
Töf
Náttfari
Vel heppnuð endurkoma
Hljómsveitin Náttfari var
stofnuð árið 2000 og vakti
þá athygli fyrir tónleika-
hald. Meðlimir hennar
sneru sér svo að öðrum
verkefnum, en hljóm-
sveitin er skipuð þeim Nóa
Steini Einarssyni og Andra
Ásgrímssyni sem báðir eru
meðlimir í Leaves, Haraldi
Þorsteinssyni, bassaleikara
Feldberg, og Ólafi Josephs-
syni sem hefur starfað
undir listamannsnafninu
Stafrænn Hákon undanfarin
ár. Náttfari var endurvakinn
árið 2010 og spilaði þá á
Iceland Airwaves við mikla
hrifningu. Í fyrra tók sveitin
svo upp plötuna Töf og gaf út síðla árs.
Tónlist Náttfara flokkast undir síðrokk. Þegar hljómsveitin var stofnuð
var það ennþá frekar heit tónlistarstefna, en í dag er síðrokkið eitt af
þeim fjölmörgu afbrigðum rokksins sem þróast samhliða. Tónlistin á Töf
er að langmestu leyti án söngs. Hún er stemningsfull og dýnamísk, lögin
stigmagnast og hníga og útsetningarnar sjá til þess að það er alltaf eitthvað
að gerast, þó að enginn sé söngurinn.
Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu
og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og
auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í
góðum fíling, í stofunni hjá þér. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf.
Vefsíður eru jafn misjafn-
ar og þær eru margar. Ein
þeirra heldur því fram að
Madonna hafi verið að til-
biðja djöfulinn í hálfleiks-
atriði sínu í Ofurbikarn-
um.
Vefsíðan Hollywoodilluminati.
com heldur því fram í fullri
alvöru að tónlistaratriði Mad-
onnu í hálfleik Ofurbikarsins í
bandaríska fótboltanum hafi verið
eitt stórt ákall til djöfulsins.
Vefsíðan vill meina að samtök-
in The Illuminati, sem Dan Brown
fjallaði um í bókinni Da Vinci Code,
hafi staðið á bak við atriðið. Á síð-
unni kemur fram að til að hægt sé
að tilbiðja djöfulinn þurfi athöfnin
að vera haldin á milli nýs tungls og
fulls tungls og sú var einmitt raun-
in á sunnudagskvöld þegar aðeins
tveir dagar voru í fullt tungl. Sem
sagt, fullkomin tímasetning.
Þrátt fyrir að þema atriðisins
hjá Madonnu hafi verið rómverskt
voru hornin á hjálmi hennar aug-
ljós tilvísun til djöfulsins að mati
síðunnar, því engin slík horn voru
á hjálmum Rómverja fyrr á öldum.
Hásætið sem hún tyllti sér í teng-
ir vefsíðan einnig við hásæti djöf-
ulsins.
Vefsíðan bætir við að í fyrsta
laginu, Vogue, hafi náungi dans-
að í kringum Madonnu með
englavængi og hörpu. Lúsífer
var einmitt engill tónlistar-
innar í himnaríki áður en hann
féll þaðan. Til að færa enn
frekari rök fyrir tengingunni
við djöfulinn er minnst á annað
lag sem Madonna söng, Like a
Prayer, sem fjallar um Lúsífer.
Litanotkun Madonnu í hálfleiks-
atriðinu er einnig tínd til, eða rauði
liturinn, sá svarti og sá gulllitaði
sem eru einmitt allir tengdir við
djöfulinn og tilbeiðslu við hann.
Orðið heimsfriður var svo sýnt
með stórum stöfum í lok atrið-
isins og það mun einungis vera
skilgreining The Illuminati á
heimsfriði, samkvæmt Hollywood-
illuminati.com.
Madonna sögð tilbiðja
djöfulinn í hálfleiksatriði
MEÐ DJÖFLAHORN Madonna með
„djöflahornin“ í hálfleik Ofurbikarins.
NORDICPHOTOS/GETTY
DJÖFULLINN Var Madonna að tilbiðja
djöfulinn í atriðinu?
FULL TUNGL Tónlistaratriðið var haldið
skömmu fyrir fullt tungl
MEÐ ENGLAVÆNGI „Lúsífer“ dansar í
kringum Madonnu með vængi og hörpu.
HÁSÆTI DJÖFULSINS? Madonna situr í hásæti sínu í hálfleiksatriðinu.
2 AL PACINO ætlar að leika illmenni í teiknimyndinni Despicable Me 2. Þetta verður í fyrsta sinn á ferlinum sem Pacino talar inn á teiknimynd.