Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 2
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR 100% NEYTENDUR Olíufélögin hækkuðu öll verð á eldsneyti í gær. Skelj- ungur hækkaði verð á 95 oktana bensíni í 250,90 krónur. Félagið var fyrst til að hækka sitt verð en aðrir fylgdu á eftir og hækkuðu eldsneyti í tæpar 250 krónur. Algengt verð var tæpar 249 krónur hjá öðrum félögum. Dísillítrinn er sem fyrr tölu- vert dýrari en bensínið. Dýrastur var dropinn hjá Olís, Skeljungi og N1 eða 256,80 krónur. Annars var algengt verð tæpar 256 krónur hjá Orkunni, Atlantsolíu og ÓB. - shá Enn fellur verðmúr: Bensínlítrinn nú á 250 krónur Í HÆSTU HÆÐUM Skeljungur hækkaði verð á 95 oktana bensíni í 250,90 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GRÆNLAND Lögreglan á Grænlandi handtók í gær mann sem myrti þrjá og særði tvo illa í skotárás í smábænum Nutaarmiut. Flytja þurfti fjóra lögreglu- menn, lækni og hjúkrunarkonu með þyrlu frá Nuuk til Nutaar- miut, sem er tæplega 70 manna þorp á vesturströnd Grænlands. Lögreglan fékk tilkynningu um atburðinn rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun og var komin á staðinn klukkan hálfellefu. Byrja þurfti á að afvopna árásarmann- inn. Hinir særðu voru í lífshættu og strax fluttir burt frá bænum á sjúkrahús í Upernavik. Íbúar þorpsins voru sagðir í áfalli og reynt var að hlúa að fjölskyldum hinna myrtu og særðu eftir föng- um. „Þetta er mikið áfall og við erum öll í sorg,“ er haft eftir einum íbúa bæjarins á vefsíðu grænlenska dagblaðsins Sermitsiaq, sem flutti fréttir af atburðinum. Morð eru fátíð á Grænlandi, en þar var framið eitt morð á árinu 2011. - gb Íbúar lítils þorps á Grænlandi í áfalli eftir skotárás í fyrrinótt: Þrír myrtir og tveir illa særðir FRÁ NUUK Á GRÆNLANDI Þaðan var send þyrla með lögreglumönnum og hjúkrunarkonu til þorpsins Nutaarmiut. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Víkingur AK, skip HB Granda, er á leið til Akra- ness eftir vel heppnaða veiðiferð á loðnumiðin á Grímseyjarsundi. Þar fengust um 1300 tonn af góðri loðnu í fjórum köstum yfir daginn. Veður á miðunum fyrir austan land hefur verið sjómönnum erf- itt síðustu daga. Nú hefur verið landað 206 þúsund tonnum á vertíðinni eða 37,4% af útgefnum veiðiheim- ildum, samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu. Á vertíðinni er íslenskum skipum heimilt að veiða 550 þúsund tonn. Leyfileg- ur hámarksafli á loðnuvertíðinni er 765 þúsund tonn. - shá Loðnuveiðin fyrir austan: Yfir 200 þúsund tonn á land VÍKINGUR Í HÖFN Þessi gamli barkur nýtist vel sem fyrr. MYND/KARL SIGURJÓNSSON NOREGUR Sautján ára gömul stúlka hefur kært Helge Solum Larsen, varaformann stjórnmálaflokks- ins Venstre og bæjarstjórnar- mann í Stavangri, fyrir nauðgun. Brotið mun hafa átt sér stað á árs- fundi Rogalands-deildar Venstre um síðustu helgi. Solum Larsen, sem er 43ja ára, gengst við því að hafa haft sam- ræði við stúlkuna en neitar ásök- unum um nauðgun. Hann hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn og dvelur nú, að sögn norskra miðla, á geðdeild. Rannsókn er nýhafin, en allt að 10 ára fangelsi liggur við brotinu. - þj Varaformaður Venstre kærður: Sakaður um að nauðga stúlku ALÞINGI Kjartan Birgisson hjarta- þegi skorar á þingmenn að sam- þykkja þingsályktunartillögu Sivjar Friðleifsdóttur og 17 ann- arra þingmanna um samþykki til líffæragjafa. Kjartan afhenti þingmönnum bréf í gær þar sem Alþingi er hvatt til að taka málið á dagskrá sem allra fyrst svo ljúka megi afgreiðslu þess á þessu ári. Í tillögunni segir að lögum skuli breytt svo allir verði sjálf- krafa líffæragjafar við andlát. - sv Skorar á þingheim: Hjartaþegi vill breyta lögum STJÓRNSÝSLA Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfeng- istegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleif- ur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljóm- sveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead‘ slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotk- un vímuefna“. Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármála- ráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sann- arlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneyt- inu, sem skipti um skoð- un eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðs- leg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveit- inni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eigin- leikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarhátt- um, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljóm- sveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni,“ skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörð- unin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motör- head. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. VÍSUN Í AMFETAMÍNNEYSLU Shiraz-vínið þykir í raun lítið annað en auglýsing fyrir ólifnað Lemmy og félaga í Motörhead. Það vill ÁTVR ekki sjá. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað hefur bætt glæsi- legu skipi við fiskiskipaflotann með kaupum á fjölveiðiskipinu Torbas frá Noregi. Skipið ber nafnið Börkur NK. Skipið er smíðað í Noregi árið 2000. Það er vel útbúið til bæði troll- og nótaveiða og ber um 1.850 tonn. Skipið leysir gamla Börk NK-122 af hólmi sem mun klára yfirstandandi verkefni á loðnuvertíðinni, en þá undir nafninu Birtingur sem er rót- gróið í útgerð á Neskaupstað. Skipið var einnig smíðað í Noregi árið 1968, nánar tiltek- ið í Þrándheimi, var keypt til Íslands árið 1973 og er því 44 ára gamalt. Á vef LÍÚ er haft eftir Gunn- þóri Ingvasyni, framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar hf., að gamli Börkur hafi fært um 1,5 milljónir tonna að landi á þeim tíma sem skipið hefur verið í eigu félagsins. - shá Gamli Börkur hefur fært 1,5 milljónir tonna að landi á 38 árum: Nýr Börkur til Neskaupstaðar NÝI BÖRKUR NK Í gær var unnið að því að búa Börk NK á loðnuveiðar en stutt er á miðin frá heimahöfn þessa dagana. MYND/KRISTÍN SVANHVÍT HÁVARÐSDÓTTIR Guttormur, er þetta leikur einn? „Já, þetta er leikandi létt.“ Guttormur Þorfinnsson er mikill áhuga- maður um Lego-kubba sem hingað til hafa oftast verið taldir til barnaleikfanga. Hann og sonur hans eru nú að byggja heilt ævintýraland úr Lego-kubbum, sem verður opnað í Ráðhúsinu um næstu helgi. ÖRYGGISMÁL Björgunarfélag Hornafjarðar kom með tvo breska ferðamenn til byggða á sjöunda tímanum í gær en þeir höfðu verið í vandræðum á Vatna- jökli. Ekkert amaði að mönnun- um, sem voru þó hraktir og kald- ir enda tjald þeirra ónýtt. Mennirnir, sem eru vanir fjallamenn, hugðust ganga frá Kirkjubæjarklaustri, yfir Vatna- jökul og til Hafnar. Fimmtán björgunarsveitar- menn tóku þátt í aðgerðinni; farið var á þremur bílum og fjórum snjósleðum á jökulinn. Talið var mikilvægt að ná mönnunum til byggða fyrir kvöldið því vondu veðri spáði á jöklinum í nótt. - shá Björgunarfélag Hornafjarðar: Bjargaði tveim- ur af Vatnajökli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.