Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 2012 41 Söngkonan M.I.A. gæti þurft að borga sekt eftir að hún sýndi sjónvarpsáhorfendum löngu- töng í hálfleik Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum. Fari svo að NFL-deildin verði sektuð vegna athæfisins verður það M.I.A. sem þarf að borga brúsann, sam- kvæmt samningi sem hún undir- ritaði. NBC hefur þegar beðist afsökunar á hegðun M.I.A., sem steig á svið ásamt Madonnu og Nicki Minaj. Árið 2004 var sjónvarpsstöð- in NBC skikkuð til að borga hátt í sjötíu milljón króna sekt eftir að annað brjóst Janet Jackson afhjúpaðist á tónleikum hennar og Justins Timberlake í hálfleik Ofurskálarinnar. Sektuð fyrir löngutöng M.I.A. Svo gæti farið að M.I.A. þurfti að borga sekt vegna hegðunar sinnar. Leikarinn ungi Joseph Gordon- Levitt stefnir nú að gerð myndar þar sem hann leikur aðalhlutverk- ið, leikstýrir og skrifar handritið. Myndin hefur enn ekki hlotið nafn en Gordon-Levitt segir hana koma til með að vera gamanmynd um mann sem er eins konar Don Juan nútímans. Scarlett Johansson leikur á móti honum, en áætlað er að hefja tökur í apríl. Þetta er frumraun Gordon- Levitts í að leikstýra stórmynd, en hann hefur verið iðinn við að leik- stýra stuttmyndum á síðustu árum og segir hann það eiga stóran þátt í því hversu öruggur hann er að tak- ast á við þetta verkefni. Don Juan nútímans FJÖLHÆFUR Joseph Gordon-Levitt mun skrifa handritið, leikstýra og leika aðal- hlutverkið í nýrri mynd. Bandaríski djasspíanistinn Chick Corea, sem er sextánfaldur Grammy-verðlaunahafi, spilar í Eldborgarsal Hörpunnar 24. apríl. Með honum á sviðinu verður víbra- fónmeistarinn Gary Burton, sem er einnig margfaldur Grammy- verðlaunahafi og hafa þeir félagar hlotið fern Grammy í sameiningu. Corea, sem er sjötugur, hefur 51 sinni verið tilnefndur til Grammy- verðlauna á farsælum ferli sínum. Hann spilaði með kvintett Miles Davis á sjöunda áratugnum og þykir einn af áhrifamestu djass- píanóleikurum seinni ára. Miðasala á tónleikana hefst 21. febrúar kl. 12. Chick Corea í Hörpu TIL ÍSLANDS Bandaríski djasspíanistinn Chick Corea er á leiðinni til Íslands. Exton Elias Downey heitir glæ- nýr sonur Roberts Downey Jr. og konu hans, Susan Downey. Drengurinn er við hestaheilsu og litla fjölskyldan er sögð í skýj- unum yfir þessari nýju viðbót sem kom í heiminn síðastliðinn þriðjudag. Litli Exton Elias er fyrsta sam- eiginlega barn þeirra hjóna, sem hafa verið gift í 7 ár. Fyrir á Robert þó soninn Indio, 18 ára, með fyrrum eiginkonu sinni Deborah Falconer. Drengur fæddur ROBERT DOWNEY JR. OG SUSAN DOWNEY EIGNUÐUST SON Á ÞRIÐJUDAG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.