Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 8
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Náttúrulegar vítamínblöndur unnar úr heilum ávöxtum fyrir börn Fjölbreytt bætiefnalína 20% afsláttur 2.-12.febrúar við hlustum! SÝRLAND, AP Evrópusambandið hyggst herða refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Rússar reyna hins vegar að koma á sáttaviðræðum milli varaforseta landsins og uppreisn- armanna. Harðar loftárásir stjórnarhers- ins á borgina Homs héldu áfram í gær og kostuðu tugi manns lífið, að sögn uppreisnarmanna sem hafa komið sér upp hersveitum, að hluta skipuðum liðhlaupum úr stjórnarhernum. „Í beggja röðum eru menn sem stefna að vopnuðum átökum, ekki samræðum,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem hitti Bashar al-Assad Sýrlandsfor- seta í Damaskus á þriðjudag. Lavrov sagði bæði stjórnvöld og uppreisnarmenn eiga sök á átök- unum, sem samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna hafa kostað hátt á sjötta þúsund manns lífið undanfarna mánuði. Lavrov var kominn aftur til Moskvu í gær og sagði þar að Farouk al-Sharra, varaforseti Sýrlands, hafi fengið það hlutverk að ræða við fulltrúa uppreisnar- manna, ef rússneskum stjórnvöld- um tekst að koma á slíkum við- ræðum. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt ákvörð- un Rússa og Kínverja um að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna fyrr í vikunni, þegar þar var til afgreiðslu álykt- un sem beint var gegn Assad for- seta og stjórn hans. Vladimír Pútín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að utanaðkomandi öfl eigi að láta Sýrlendinga um að leysa ágreininginn sín á milli, án afskipta annarra. „Við eigum ekki að haga okkur eins og naut í postulínsbúð,“ sagði Pútín. Embættismenn Evrópusam- bandsins segja hins vegar að nýju refsiaðgerðirnar eigi að veikja stöðu Sýrlandsstjórnar. Til greina komi að banna flug milli Sýrlands og Evrópuríkja og banna viðskipti við Seðlabanka Sýrlands. Navi Pillay, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims til að grípa strax til aðgerða til að stöðva blóð- baðið í Sýrlandi. Ástandið er langverst í Homs, sem er þriðja stærsta borg lands- ins. Þar hafa uppreisnarmenn verið einna öflugastir allt frá því mótmælin gegn Assad og stjórn hans hófust snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is Í beggja röðum eru menn sem stefna að vopnuðum átökum, ekki samræðum. SERGEI LAVROV UTANRÍKISRÁÐHERRA RÚSSLANDS Klaki fræstur af götunum Nýjar aðferðir voru á þriðjudag not- aðar til að losa mikinn klaka af götum á Ólafsfirði. Að því er segir á síðunni 625.is reyndist vel að fræsa upp klakann áður en honum var ýtt burt með veghefli. ÓLAFSFJÖRÐUR AKUREYRI Bæjarstjórn Akureyrar vill að framkvæmdir við Vaðla- heiðargöng hefjist hið fyrsta. Bókun þess efnis var samþykkt samhljóða á þriðjudag. Í bókuninni segir að göng- in auki umferðaröryggi og efli atvinnulíf. Bæjarstjórnin vill koma að aukningu hlutafjár í samstarfi við aðra hluthafa og skorar á Alþingi að ljúka málinu sem fyrst svo hægt verði að hefj- ast handa við framkvæmdina. - sv Samhljóða bókun um göng: Bæjarstjórn vill göng sem fyrst ESB undirbýr refsiaðgerðir gegn Sýrlandi Rússar vilja reyna að koma á viðræðum milli stjórnar og uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nýjar refsiaðgerðir gegn Sýrlandsstjórn eru í smíðum. ÚTFÖR Í IDLIB Á hverjum degi eru borin til grafar karlar, konur og börn sem látist hafa af völdum árása stjórnarhersins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AKUREYRI Mikil andstaða virðist vera meðal Akureyringa við deili- skipulag sem nú liggur fyrir um Drottningarbrautarreitinn svo- kallaða. Akureyrarbæ voru í gær afhentar um 2.000 undirskriftir þar sem skipulaginu er mótmælt. Í tillögu Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar, þjónustu og stofnana. Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir að nýjar íbúðir verði meðfram Drottningarbraut og við Hafnar- stræti, en einnig sé gert ráð fyrir hótelbyggingu syðst á reitnum og nýrri aðkomugötu, húsagötu, sam- síða Drottningarbraut. Drottningarbrautarreiturinn afmarkast af Drottningarbraut í austri, Kaupvangsstræti í norðri, lóð Akureyrarkirkju og Eyrar- landsvegi í vestri og lóðarmörkum Hafnarstrætis 65 og Austurbrú í suðri. Í tilkynningu frá mótmælenda- hópnum segir að skipulagið hafi það í för með sér að mörg elstu og sögufrægustu hús bæjarins sem hafa átt sinn sess í bæjarmyndinni um árabil hverfi á bak við nýbygg- ingar. „Bæjarráð Akureyrar virðist ætla að fórna þessari fallegu bæj- armynd fyrir skammtímahags- muni og án þess að vega og meta hin sögulegu verðmæti sem eru í húfi til fulls, en þessar skipulags- hugmyndir eru algjörlega úr takti við vilja bæjarbúa.“ - sv Um 2.000 undirskriftir afhentar þar sem nýju deiliskipulagi er mótmælt: Akureyringar ósáttir við tillögu Þessar skipulagshug- myndir eru algjörlega úr takti við vilja bæjarbúa. ÚR YFIRLÝSINGU MÓTMÆLENDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.