Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 24
24 9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera með- vitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekk- ert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og mál- þroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndis- lestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp dag- legan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skól- anum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mín- útur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kenn- ari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dags- ins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmennt- ir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barn- ið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bók- anna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjár- sjóðum. Hlustið saman á hljóð- bækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukku- tími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst? Til of mikils mælst? Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í mennta- málum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar mennta- stofnunum. Nýr og skapandi meiri- hluti. Í aðdraganda málsins og í ferl- inu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vökt- um máls á margvíslegum vanda- málum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætl- anirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bár- ust jafnframt alvarlegar athuga- semdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um fagleg- an ávinning fyrir nemendur borg- arinnar og fjárhagslegi ávinning- urinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvar- lega galla á sameiningarhugmynd- unum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla marg- ar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta samein- ingarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafar- vogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skóla- starf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir allt- of marga án þess að nokkur fjár- hagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokk- uð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja við- skiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniform- úla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldr- ar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því. Heggur sá er hlífa skyldi Á Íslandi er skilnaðartíðni há en lagaumhverfið hefur ekki tekið mið af því á Íslandi í sama mæli og gert er annars staðar á Norðurlönd- unum – í þeim tilgangi að vernda hagsmuni barna og tryggja jafn- ræði milli foreldra þegar að nýju og gjörbreyttu lífi kemur eftir skilnað. Hér erum við að tala um hagsmuni 25-30% allra barna í landinu sem innlendar og erlendar rannsóknir hafa undantekningarlítið sýnt að er margfalt hættara við að lenda afvega í lífinu en öðrum börnum. Þetta málefni hefur verið nánast hunsað í tvo áratugi, breytingar gerðar seint og illa. Í hvert skipti sem endurskoða á þessi mál fer af stað umræða sem oftar en ekki er tengd kvenréttindahópum eða jafn- réttisbaráttu af einhverju tagi og berst gegn öllum breytingum. Litið er á aukin réttindi barna og þess foreldris sem barnið býr ekki fast hjá sem óskiljanlega ógn við stöðu kvenna. Á sama tíma berjast jafn- réttishreyfingar á Norðurlöndum fyrir breytingum á lögum í þá átt að jafna út aðstöðumun foreldra eftir skilnað – telja það grunnatriði til að auðvelda einstæðum mæðrum lífsbaráttuna, að auka ábyrgð og möguleika feðra til að taka aukinn þátt, fyrir utan auðvitað hagsmuni barnanna sjálfra. Hjá öðrum norrænum ríkjum hafa þessi mál verið í stígandi og stöðugri endurskoðun en breyting- ar sjaldnast eða aldrei komið til Íslands fyrr en öll önnur lönd hafa tekið upp viðkomandi breytingu. Þannig fengu íslenskir feður síðast- ir feðra umgengnisrétt við börnin sín, sameiginlega forsjáin kom síð- ust til Íslands og er innihaldsrýrust hér. Sameiginleg forsjá var síðust lögtekin sem meginregla á Íslandi, meðlagsgreiðslukerfið íslenska er eina kerfið sem ekki hefur tekið breytingum í grundvallaratriðum, kerfi um raunverulega búsetu barna á tveimur heimilum er ekki til á Íslandi og svo má áfram telja. Enn á eftir að taka upp um 10 sjálfs- sögð réttindamál á Íslandi sem öll eru lögtekin annars staðar á Norð- urlöndum. Það var loksins árið 2007 sem eitthvað fór að gerast í kjölfar mik- illar umræðu. Jóhanna Sigurðar- dóttir skipaði 12 manna hóp sem undirritaður sat í til að koma með tillögur um breytingar á barnalög- um eftir skoðun á aðstöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Hópurinn skilaði skýrum tillögum. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra skipaði þriggja manna nefnd til að koma með frumvarp um end- urskoðun á barnalögum. Ragna Árnadóttir tók við boltanum og voru frumvörpin kláruð í góðu samstarfi við umhverfi málaflokksins. Byggt var á tillögum 12 manna hópsins sem Jóhanna skipaði og tekið mið af lagaþróun hjá öðrum norrænum ríkjum. En Ögmundur, þá kemur þú í ráðuneytið – með Höllu Gunnars- dóttur. Refurinn komst í hænsnabú- ið og át allar hænurnar. Þú leggur fram frumvarp án dómaraheimild- ar til að dæma sameiginlega forsjá sem var hrygglengjan í áður til- búnu frumvarpi ásamt fleiri atrið- um. Slík dómaraheimild er grund- vallaratriði og nú í lögum allra annarra vestrænna ríkja. Annars getur annað foreldrið í mörgum til- fellum ákveðið eitt og sjálft hvort barn verði í sameiginlegri forsjá eða ekki. Einnig getur foreldrið sem barnið býr fast hjá í raun og veru haft það í hendi sér hvort það vill slíta sameiginlegri forsjá eða ekki – hafi hún komist á. Tal um sátta- ferli án dómaraheimildar er hjóm eitt, enda er óvissa í réttarsal lykil- hvati til sátta. Ögmundur, þú mættir á ráð- stefnu nýlega og náðir á 5 mínútum að opinbera vanþekkingu þína á málaflokknum. Nefndir þrjú atriði í ræðu sem dæmi um það að ómögu- legt væri að dæma fólk til sam- eiginlegrar forsjár því fólk þyrfti að koma sér saman um þessi þrjú atriði. Þau voru öll röng og heyra undir ákvörðunarvald þess foreldr- is sem barnið býr fast hjá en ekki undir sameiginlega forsjá. Fallein- kunn. Þegar þú lagðir frumvarpið fram á Alþingi árið 2011 hló þing- heimur í tvígang því allir sáu að þú hafðir lágmarksþekkingu á því sem þú varst að segja og kom það fram í umræðunum. Rökin sem þú barst á borð fyrir þinni eyðileggingu á góðu frumvarpi Rögnu Árnadóttur, voru allt að því hjákátleg. Greinar- gerðin sjálf með frumvarpinu kaf- færði þín rök, öll með dómaraheim- ild. Með öðrum orðum Ögmundur, ef þú yrðir nú skyndilega það vin- sæll að þú yrðir ráðherra einhvers Norðurlandanna, Frakklands – nú eða Bandaríkjanna eða Ástralíu, þá myndir þú fella út dómaraheimild- ina og svona 10-20 réttindaatriði í málefnum skilnaðarbarna og for- eldra þeirra. Þú veist betur en sam- anlögð þjóðþing vestrænna ríkja. Veist betur en sérfræðingar Norð- urlanda, svo að ekki sé minnst á 12 manna hópinn sem Jóhanna skip- aði, nefndina sem skrifaði frum- varpið, forsjárnefndin sem skilaði lokaskýrslu fyrir nokkrum árum – já, veist bara betur og trúlega best. Eða hvað! Halla Gunnarsdótt- ir er fyrrverandi talsmaður Fem- ínistafélags Íslands. Það annars ágæta félag lagði sig niður við það að senda inn umsögn árið 2006 og mælti á móti því að sameiginleg forsjá yrði meginregla á Íslandi – einu allra ríkja! Annað hefur verið eftir því í málflutningi þess ágæta félags. Ögmundur, færðu þig nú í bílstjórasætið í þessu máli. Félag um Foreldrajafnrétti held- ur ráðstefnu í Háskóla Reykjavík- ur þann 10. febrúar kl 13.30 undir nafninu „af hverju bara á Íslandi?“ Þar verður lagaprófessor frá Noregi sem var formaður ráðherraskipaðr- ar nefndar um endurskoðun barna- laga árið 2008. Þar verður einnig danskur skilnaðarlögfræðingur sem sat í sams konar nefnd í Dan- mörku árið 2006 og er fyrrverandi formaður samtaka lögfræðinga sem sérhæfa sig í fjölskyldurétti í Dan- mörku. Síðan verða þrír íslenskir sérfræðingar með erindi. Þarna verða allir þingmenn sem láta sig fjölskyldumál einhverju varða. Því miður Ögmundur getur þú ekki komið á þessa ráðstefnu þar sem þú ert upptekinn á annarri á Akur- eyri, bókaður þar áður en þessi ráð- stefna var endanlega ákveðin. Þér er fyrirgefið að mæta ekki. Opið bréf til Ögmundar Jónassonar Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatns- mýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erf- iðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögu- mönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnis- tök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og ára- tugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjór- num og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsögu- erindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmála- stjóra, Þorgeirs Pálssonar prófess- ors, fyrrverandi forstjóra Flug- stoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlands- flugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð inn- anlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sig- þórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlands- flugs, er ljóst að í því ritverki verð- ur ekki reiknað með flugvallarval- kosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinn- arnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggð- ar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir sam- gönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flug- völl, allir aðrir staðir á höfuðborg- arsvæðinu væru of hátt yfir sjáv- armáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athug- un á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfir- valda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfanga- skýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veður- fræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrir- liggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósent- una undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgöngu- ráðherra og borgarstjóra frá febrú- ar 2005. Vanefndir þessara athug- ana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónas- sonar. Lendandi á Hólmsheiði í 96-98% tilvika – 95% er nóg Menning Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur Menntamál Líf Magneudóttir fulltrúi VG í skóla- og frístundaráði Þessari ógæfuför hefði meirihlut- inn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgar- búa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. Reykjavíkur- flugvöllur Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur Örn Sigurðsson arkitekt Samfélagsmál Lúðvík Börkur Jónsson stjórnarmaður í Félagi um foreldrajafnrétti Þegar þú lagðir frumvarpið fram á Alþingi árið 2011 hló þing- heimur í tvígang því allir sáu að þú hafðir lágmarks- þekkingu á því sem þú varst að segja og kom það fram í umræðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.