Fréttablaðið - 09.02.2012, Page 23

Fréttablaðið - 09.02.2012, Page 23
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 2012 23 Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent Það er undur stutt síðan málið sýndist afgreitt. Þetta með markaðina og ríkið. Markaðir vissu og gátu en ríkið þvæld- ist fyrir. Þetta mál málanna í stjórnmálum var raunar hvergi afgreitt utan Vesturlanda. Síst í Asíu þar sem menn hafa náð heimssögulegum árangri í efna- hagsmálum á síðustu árum. Sá árangur hefur gefið nokkrum ríkjum kennivald sem mikinn hroka þarf til að hafna. Lýðræði Þessi ríki hafa þó lítið að kenna Vesturlöndum um mannrétt- indi eða lýðræði og oft minna en menn halda um fíngerðari hluti mannlífsins. Hagstjórn í þeim ríkjum sem best hafa staðið sig hefur hins vegar í veigamestu atriðum lítið með einræði eða lýðræði að gera. Flest eru þau líka að þróast í átt til aukins lýðræðis sem mun efla þau enn frekar. Þrenn mistök Singapúrbúinn og diplómatinn Mahbubani, einn af gleggri dálkahöfundum Asíu, skrif- aði nýlega á þá leið að Vestur- lönd hefðu lent í kreppu vegna þrennra mistaka. Ein voru að taka hugmyndafræðilega frekar en praktíska afstöðu til mark- aða. Önnur voru gleymska á þau sannindi að kapítalisminn lifir ekki nema flestir þjóðfélags- hópar hafi hag af honum. Þau þriðju voru að lofa sköpunarmátt kapítalismans en gleyma því að öll sköpun byggir á eyðileggingu þess sem fyrir er. Sjálfstæði ríkisvaldsins Asískir menntamenn hafa lengi undrast þá hugmyndafræðilegu trú sem vestrænir menn hafa á mörkuðum. Þótt mörg lönd Asíu séu opin markaðskerfi er hvergi þar í álfu að finna þá einlægu trú á mörkuðum sem er ríkjandi í Bandaríkjunum og var ráð- andi hérlendis og víðar í Evrópu um nokkurn tíma. Í Asíu snúast umræður um markaði oftast um praktískar leiðir til nota þá og um það hvernig efla megi styrk og sjálfstæði ríkisvaldsins svo það geti veitt mörkuðum virkt aðhald. Gleymska Menn vissu við lok stríðsins að kapítalisminn myndi ekki lifa af í Evrópu nema tvennt kæmi til. Annað, að menn gætu hamið verstu sveiflur kapítalismans og komið í veg fyrir kreppur sem leiddu til skelfinga hjá launafólki. Hitt, að til yrðu velferðarkerfi sem tryggðu almenna menntun, aðgengi allra að heilsugæslu og sæmilegan jöfnuð í lífskjörum. Þetta tókst og það svo vel að til urðu í Evrópu einhver upplýst- ustu, jöfnustu og heilbrigðustu samfélög í sögu heimsins. En svo gleymdist þetta aftur. Skapandi eyðilegging Menn vissu líka að heimsvæðing- in myndi eyða störfum á Vestur- löndum og auka ójöfnuð. Þetta er af einföldum ástæðum. Heims- væðingin snýst um að gera allan heiminn að einum vinnumark- aði og ná þannig sem mestri skilvirkni. Vestræn ríki með dýrt vinnuafl geta ekki keppt við ódýrara vinnuafl í risasam- félögum Asíu nema með því að hækka sífellt tæknistig og auka menntun vinnuaflsins. Ef ekki, þá fellur kaupmáttur og atvinnu- leysi eykst. Með heimsvæðing- unni vaxa hins vegar tækifæri þeirra sem mest kunna fyrir sér og ójöfnuður eykst. Þetta eiga menn að vita en ríki Vesturlanda hafa ekki brugðist rétt við. Lömun ríkisvalds Ástæðurnar fyrir fátæklegum viðbrögðum eru þrjár. Ríkisvald á Vesturlöndum hefur verið að veikjast af pólitískum ástæðum. Hugmyndafræðileg tíska hefur líka meinað mönnum að beita þeim björgum sem ríkin búa þó yfir. Ábyrgðarlaus skuldsetning ríkja á síðustu áratugum hefur að auki dregið stórlega úr getu þeirra til að bregðast við með aukinni fjárfestingu í mennta- kerfum, rannsóknum, stoðkerf- um og atvinnusköpun. Ríkisstjórnir í vanda Svo kom kreppa og kröfur manna urðu meiri en ríkisstjórnir fá ráðið við. Þær hafa misst vald bæði til alþjóðlegra markaða og innlendra. Valdið hefur líka færst frá kjósendum til neyt- enda, sem er að vísu sami hópur- inn en með ólíka sýn og hags- muni þó. Menn hrópuðu fyrir skemmstu sem neytendur en nú hrópa þeir sem kjósendur. Kjós- endur skiptast að auki meira en fyrr eftir ólíkum hagsmunum kynslóða, sem pólitíska kerfið ræður illa við. Þeir skuldsettu á miðjum aldri hafa allt aðra hagsmuni en þeir eldri sem vilja öruggan lífeyri og sem minnsta skatta. Mörg módel Kapítalisminn er ekki á útleið. Af honum eru líka til hin ólík- ustu afbrigði. Sum bera þess merki að hagsmunir einstakra atvinnugreina hafa ráðið miklu í stjórnmálum. Víða í Evrópu var reynslan af afskiptum ríkisins af atvinnulífi lengi mjög slæm og markaðslausnir sýndust því heillandi. Afreglun átti að leiða menn frá klíkuskap, pólitískri spillingu, óskilvirkni og sérhags- munum. Hún leiddi inn í annað öngstræti. Þau módel af kapít- alismanum sem nú eru við lýði, ein fjögur eða fimm í Evrópu og önnur fjögur eða fimm í Asíu, bjóða fram ólíka kosti. Innan þeirra takast á hagsmunir, trú og skynsemi. Trúin er víða að veikjast. Skynsemi Málið snýst öðru fremur um að finna módel þar sem sértækir hagsmunir ráða sem minnstu. Hverjir sem þeir eru. Og þar sem skynsemi fær að ráða oftar en kreddur. Ríki hafa stærra hlut- verk við uppbyggingu atvinnulífs en að forða verðbólgu með tísku- kenningum hvers tíma í peninga- stjórn. Hagkerfið er undirstaða alls þjóðlífsins og ekki fyrir fikt eða fúsk. Skynsemi er stundum snjallari en markaðir og alltaf betri en kreddur. Frá trú til skynsemi AF NETINUVelviljaður verkleysingi Ögmundur Jónasson ráðherra sagði í Kastljósi í gær, að lífeyrissjóðir byggðu á braski. Hefði verið leyft með lögum árið 1997. Hann hefði sjálfur verið andvígur breytingunni. Samt settist hann í stjórn lífeyrissjóðs og varð þar formaður fram undir hrun. Hafði ekki þrek til að fylgja þar eftir skoðunum sínum. Sjóðurinn hans tapaði hundrað milljörðum, mest allra lífeyrissjóða. Ögmundur virðist vilja vera metinn eftir góðum vilja sínum, en ekki eftir verkum sínum eða verkleysi. Sam- kvæmt eigin lýsingu er hann góðviljaður auli, sem ráfar með mótmælaspjaldið um gylltar hallir. Skrítin mannlýsing það. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Kreppan búin Við getum ekki búist við því, þremur árum eftir hrun, að allt sé fallið í sömu skorður og áður. Hrunið hafði skaða í för með sér, tap sem ekki endurheimtist svo glatt, og aldrei að fullu. Þetta tap bera bæði einstaklingar og fyrirtæki, samfélagið allt. En batinn er hafinn og það er bjartara framundan núna, þremur árum eftir þess atburði. http://blogg.smugan.is Ólína Þorvarðardóttir Það er ljótt að skilja útundan herra borgarstjóri Ég skora á borgarstjórann í Reykjavík að draga til baka ákvörðun varðandi niðurfellingu neysluhlés leikskólakennara borg- arinnar. Ég er leikskólasérkennari og hef starfað hjá Leikskólum Reykjavíkur í 11 ár samtals. Ég hef látið margt yfir mig ganga en nú er komið nóg. ■ Kreppan skellur á og hvergi er eins mikið dregið úr útgjöldum eins og í leikskólum borgarinnar. Leikskólakennarar leggja mikið á sig til að halda úti faglegu starfi og starfsánægju við þessar miklu og erfiðu þrengingar. ■ Reykjavíkurborg hættir að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Við þurfum greinilega ekki klapp á bakið fyrir vel unnin störf. ■ Undirmönnun í leikskólanum er mjög algeng og mjög sjaldan sem börn eru send heim vegna mann- eklu líkt og gerist í grunnskólan- um. Starfsmenn leikskólans taka á sig verulega mikið aukaálag sem er slítandi til lengri tíma litið. ■ Leikskólakennarar missa/sleppa undirbúningstíma vegna mann- eklu til að láta starfið ganga. Undirbúningstímar eru bundnir í kjarasamningum og skulu greidd- ir ef leikskólakennari fær ekki sinn undirbúning, en það er yfir- vinnubann hjá Reykjavíkurborg. ■ Starfsmenn leikskóla hafa ekki lengur forgang á inngöngu barna sinna í leikskólann. Sem þýðir að við getum komið aftur til starfa eftir tvö ár. Hver borgar svo langt fæðingarorlof? Ekki Ísland. ■ Leikskólakennarar stóðu í kjara- baráttu og borgin lofaði að standa vörð um neysluhléið. Við náðum fínum samningum en þá kemur hnífsstungan. Taka á neysluhléið af leikskólakennurum í borginni en ekki öðrum starfsmönnum leik- skólans. Sem sagt Reykjavíkur- borg ætlar að éta upp þann ávinn- ing sem leikskólakennarar fengu við nýja samninga. Hver segir að það sé ekki gott að vinna hjá Reykjavíkurborg? Þar er greinilegt að jafnrétti og virðing eru í hávegum höfð! Það á að vera hagur Reykja- víkurborgar að hafa fagmennt- að fólk í leikskólum borgarinnar. Mikil óánægja er meðal starfandi leikskólakennara í borginni. Mér finnst vanta mikið upp á metnað borgarinnar þegar einungis 30% starfsmanna leikskólanna eru leikskólakennarar og ekki borg- inni til framdráttar. Með aðgerð- um sem þessum fer þessi tala lækkandi svo einfalt er það. En hvað getum við leikskóla- kennarar gert til að mótmæla þessari framkomu? ■ Við getum sagt upp og farið til vinnu í öðru sveitarfélagi. ■ Við getum sent börnin heim þegar mikil mannekla er. ■ Við getum sent börnin heim og tekið okkar undirbúningstíma þegar mikil mannekla er. ■ Við getum sleppt því að eignast börn. Nei, takk! ■ Við getum farið út af leikskól- anum í matartíma. En hver á þá að vera með börnunum? Ég skora á leikskólakennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta EKKI yfir sig ganga. Með von um ítarlega endurskoð- un, jafnrétti og heiðarlega fram- komu herra borgarstjóri. Menntamál Soffía Ámundadóttir leikskólakennari í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.