Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 10
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Flöskuskeyti inni í vegg er alveg eftir þeim. FRIÐRIK BERGSVEINSSON SONUR BERGSVEINS GUÐMUNDSSONAR Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Um er að ræða annars vegar einstaklingskosningu til sjö sæta í stjórn og þriggja til vara og hins vegar listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Skrifleg meðmæli 15 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar. Til að listi sem borinn er fram gegn lista Uppstillingar- nefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 16. febrúar 2012. Framboðum og framboðslistum skal skila á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á heimasíðu VR, www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð bæði til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. 2. febrúar 2012 Kjörstjórn VR Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? Ný lög um mannvirki tóku gildi 1. janúar 2011 og í framhaldi af því fór fram umfangsmikil vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar, sem nú hefur verið undirrituð. Umhverfisráðuneytið og Mannvirkjastofnun standa því fyrir sjö kynningarfundum um nýja byggingarreglugerð, sem hér segir: Föstudag 10. febrúar kl. 9.00 – 12.00 á Grand Hóteli í Reykjavík Fimmtudag 16. febrúar kl. 9.00 – 12.00 á Hótel KEA, Akureyri Mánudag 20. febrúar kl. 9.00 – 12.00 á Hótel Hamri, Borgarnesi Þriðjudag 21. febrúar kl. 9.00 – 12.00 í Íþróttaakademíunni, Reykjanesbæ Þriðjudag 28. febrúar kl. 9.00 – 12.00 í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli Mánudag 5. mars kl. 9.00 – 12.00 á Hótel Héraði, Egilsstöðum Miðvikudag 7. mars kl. 10.00 – 13.00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði Nánari upplýsingar um fundina verða birtar á heimasíðu Mannvirkjastofnunar, mvs.is. Nýja reglugerðin og ýmis skýringarrit eru aðgengileg á heimasíðunni og frá og með 10. febrúar verður streymi frá fyrsta fundinum gert aðgengilegt þar. Aðgangur að fundunum er ókeypis. Umhverfisráðuneytið og Mannvirkjastofnun Kynningarfundir um nýja byggingarreglugerð FÓLK „Þetta kom mér ekki á óvart. Þeir bræðurnir voru mjög þenkj- andi og spáðu mikið í framtíðina. Flöskuskeyti inni í vegg er alveg eftir þeim,“ segir Friðrik Berg- sveinsson, sonur Bergsveins Guð- mundssonar, smiðs frá Ísafirði. „Ég var rosalega hrifinn þegar ég frétti af þessu.“ Faðir Friðriks, Bergsveinn Guð- mundsson, og Kristján bróðir hans skildu eftir bréf í glerflösku milli þilja í húsi á Ísafirði árið 1927 þegar þeir voru að gera upp íbúð fyrir móður sína og bróður. Krist- ján lést árið 1952 og Bergsveinn árið 1988. Friðrik segir bræðurna hafa verið mikla spekinga. Þeir hafi sennilega viljað skilja eitthvað eftir sig þegar þeir stóðu í fram- kvæmdum við húsið. „Ég þekki þessar hugmyndir pabba vel,“ segir hann. „Hann var svo mikið fyrir að segja frá hvern- ig fjölskyldan komst af á þessum tímum.“ Bréfið fannst vel varðveitt í glerflösku á dögunum þegar vegg- ur á efri hæð hússins, sem stendur við Silfurgötu 5 og gengur undir heitinu Norska bakaríið, var rif- inn niður vegna endurbóta. Það kom þá í ljós ásamt öðrum munum sem bræðurnir skildu eftir. Greint var frá fundinum á vef Bæjarins besta. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Héraðsskjalasafninu á Ísafirði, segir fundi sem þessa gerast ein- staka sinnum. „Ég man eftir svipuðu máli á Flateyri og í öðru húsi á Ísafirði,“ segir hún. „Svona löguðu fylgja mikil menningarsöguleg verð- mæti. Þetta er dálítið eins og að spjalla við einhvern úr fortíðinni.“ Guðfinna segir bréfið hafa verið ritað við upphaf mjög erfiðra tíma. Atvinnu- og aflaleysi átti fyrst eftir að skella á landinu fyrir alvöru nokkrum árum síðar. sunna@frettabladid.is Spáðu mikið í framtíðina Bræðurnir Bergsveinn og Kristján Guðmundssynir skildu eftir bréf milli þilja í húsi á Ísafirði árið 1927. Bréfið kom syni Bergsveins ekki á mikið óvart. „Íbúð þessi er gerð af okkur bræðrum, Bergsveini Guðmundssyni trjesmið og Kristjáni Guðmundssyni verksmiðjustj. á tímabilinu febr. – apríl árið 1927. Eigendur þessa húss eru nú: Helgi Guðmundsson bakari bróðir okkar og Árni J. Árnason. Keyptu þeir húsið af h/f Hinar sameinuðu ísl. verslanir sumarið 1926. Þar áður átti eignina Á. Ásgeirsson verslun um langt skeið. Fjekk hún hana af norskum manni, Soli, er ljet byggja húsið og stofnaði bakaríið. Efri hæðin af þessari álmu hússins er þó byggð síðar, nokkru fyrir aldamót af Jóakim Jóakimssyni trjesm. Hefur það rúm verið notað fyrir geymslu þar til nú. Þessi íbúð er ætluð móður okkar, Kristínu Friðriksdóttur, og okkur. Það er allra ætlan, að aldrei áður hafi atvinnu- leysi og fjárskortur þrengt svo kosti íbúa þessa bæjar sem nú. Við óskum og vonum að þegar þetta blað kemur næst fyrir mannaaugu verið ástandið betra og horfurnar glæsilegri. Við sendum yður kærar kveðjur, þjer óþektu smiðir sem að rífið þetta hús, og gagnið þannig lögmáli þróunarinnar: Að bylta og byggja betur á ný. Vinsamlegast Ísafirði 3. apríl 1927 Bergsv. Guðmundss. Kr. Guðmundsson.“ Birt á vef Bæjarins besta þann 7. febrúar 2012 „kærar kveðjur, þjer óþektu smiðir“ SILFURGATA 5 Nú stendur til að opna gistihús í Norska bakaríinu á Ísafirði og komu munirnir í ljós þegar veggir á efri hæð hússins voru brotnir niður. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON ÞESSIR MUNUR FUNDUST Bræðurnir skildu ýmsa muni eftir ásamt bréfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.