Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 22
22 9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN N ýja stjórnmálaaflið Samstaða, undir forystu Lilju Mósesdóttur alþingismanns, gefur sig út fyrir að vera „ekki vinstri, ekki hægri og ekki miðjumoð heldur ný hugsun í stjórnmálum“. Þetta virðist strax pínulítið vafasöm fullyrðing af því að leiðtogi flokks- ins stimplaði sig út úr Vinstri grænum meðal annars af því að þeir voru ekki nógu vinstrisinnaðir; vildu til dæmis ekki reka ríkissjóð með eins ríflegum halla og þingmaðurinn hefði kosið. Stefnuskrá nýja flokksins virðist heldur ekki rík af nýjum hug- myndum. Þar stendur vissulega margt fallegt og markmiðin eru göfug, en hugmyndirnar sjálfar virðast flestar notaðar – og klár- lega ættaðar af vinstri væng stjórnmálanna, eins og hefð- bundið er að skilgreina hann. Þannig vill Samstaða „öflugt norrænt velferðarkerfi sem tryggir almennan rétt til vel- ferðarþjónustu án tekjutenging- ar“. Lög og skattkerfi á að nota til að ná fram „jöfnuði, samstöðu og sameiginlegum velferðar- grunni“. Amazt er við því „tvöfalda heilbrigðiskerfi sem þróast hefur á Íslandi“ og sagt að „hagnaðardrifin einkaframkvæmd“ skuli ekki vera fyrsti kostur. Eitthvað er þetta nú kunnuglegt. Sama má segja um þau stefnumið að orkufyrirtækin eigi að vera í samfélagslegri eigu og setja skuli lög um lágmarkslaun. Á fjármálamarkaði vilja Lilja og félagar að sé „einn öflugur banki í eigu ríkisins“ en fólk hafi val um sparisjóði til hliðar við hann. Samstaða vill veita ríkinu forkaupsrétt á landi, að eigendur og notendur lands greiði gjöld af land- og auðlindanotkun til hins opinbera, vill greiða flutningsjöfnunarstyrki af almannafé og að „á fákeppnismörkuðum ber[i] samvinnufélögum og hinu opinbera að hafa leiðandi hlutverk“. Í sjávarútvegsmálum er flokkurinn fylgjandi fyrningarleiðinni; allur kvóti verði innkallaður og samningar gerðir um endurúthlutun. Í ríkisfjármálum vill Samstaða að ríkið grípi til þensluhvetj- andi aðgerða með útgjaldahækkunum og skattalækkunum, sem stækka þá væntanlega fjárlagagatið myndarlega. Einna athyglisverðustu hugmyndirnar eru settar fram í líf- eyrismálum; Samstaða vill að „hið opinbera tryggi öllum lífeyris- þegum viðunandi lífeyri án skerðingar“ og segir umbúðalaust að flokkurinn vilji gegnumstreymiskerfi, eins og það sem er að setja ríkissjóði margra Evrópulanda á hausinn, í stað sjóðssöfnunar- kerfisins sem Íslendingar hafa byggt upp og eru öfundaðir af. Nýi flokkurinn vill svo vera utan ESB og er alveg á móti „landakaupum erlendra auðhringa og spákaupmennsku þeirra.“ Hér er ekki ráðrúm til að ræða hversu vitlausar eða skynsam- legar þessar hugmyndir eru. Þetta eru vissulega hugmyndir sem margt fólk hefur haft lengi. En þegar þær eru kynntar sem „ný hugsun í stjórnmálum“ er siglt undir fölsku flaggi. Samstaða er gamaldags vinstriflokkur af þjóðernissinnuðu sortinni – svona svipaður og þessi sem flokksformaðurinn var í til skamms tíma. Nýtt framboð siglir undir fölsku flaggi: Samstaða um gamlar hugmyndir Hagstofa Íslands birti fyrir nokkrum dögum nákvæm gögn um afkomu sjávarútvegsins árið 2010. Fiskveiði- arðurinn varð það ár hvorki meira né minna en 44 milljarðar króna eða 20% af tekjunum. Fiskveiðiarðurinn er hagnaðurinn sem eftir stendur þegar búið er að draga frá tekjum í veiðum og vinnslu allan kostnað og 6% árgreiðslu- vexti sem kemur í stað afskrifta og fjár- magnskostnaðar. Að mati Hagstofunnar er þetta besti mælikvarðinn á afkomu greinarinnar og hafa opinberar stofnan- ir lengi gert svona upp. Arðinum var árið 2010 þannig skipt á milli þjóðarinnar, eigandans og hand- hafa kvótans að kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald. LÍÚ vann tog- streituna um skiptingu arðsins 44:2. Þó bætti ríkið hlut sinn frá fyrra árinu. Árið 2009 fóru leikar þannig að gjafa- gróði LÍÚ varð 45 milljarðar króna en ríkið fékk 1 milljarð króna, 45:1. Fiskveiðiarðurinn verður til vegna dugnaðar og útsjónarsemi sumra útgerð- armanna sem greiða öðrum útgerðar- mönnum háar fjárhæðir fyrir að fá að veiða fiskinn. Þessar greiðslur endur- spegla fiskveiðiarðinn. Þegar veiðarnar eru arðbærar þá er verðið hátt. Sem dæmi þá eru greiddar meira en 200 kr. fyrir veiðiréttinn á 1 kg af ýsu og 330 kr. fyrir 1 kg af þorski. Að teknu tilliti til mögulegra ívilnana í kerfinu má segja að um 60% af fiskverðinu miðað við fisk- markaðsverð fari til greiðslu á veiði- réttinum þegar um leigu er að ræða. Hlutfallið kann að vera lægra þegar rétt- urinn er keyptur til langs tíma, en það er samt ekki frábrugðið í grundvallar- atriðum. Íslenskir bankamenn hafa reiknað þetta verð út. Afkoma þeirra sem veiða sinn eigin kvóta er að sjálfsögðu gríðarlega góð. Samkeppni og jafnræði í sjávarútvegi er ráðið til þess að skipta arðinum á sann- gjarnan hátt. Landsmenn hafa til þessa borið byrðarnar af hruninu með hækk- andi sköttum og skuldum og hlíft LÍÚ. Kerfisbreyting og jafnræði í úthlutun kvóta er forsenda þess að nota megi fiskveiðiarðinn til þess að bæta stöðu almennings. Tími gjafagróðans er lið- inn. Það getur enginn lengur skorist úr leik. Arðurinn – 44:2 fyrir LÍÚ Sjávarút- vegsmál Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður Skilum handboltasilfrinu Þörf umræða á sér nú stað um það hvort Íslendingar eigi að hætta í Eurovision vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. Það er nánast undantekning frekar en regla að þegar einhver stórvið- burður fer fram í landi þar sem mannréttindum er ábótavant beita viðkomandi stjórnvöld óhreinum meðölum til að tjalda öllu til. Þetta á jafnt við um íþróttakappleiki, söngvakeppnir og alþjóðlegar ráðstefnur. Kínverjar eru stórtækir í mannréttindabrotum en samt veifum við silfrinu sem hand- boltalandsliðið vann í Peking. Kannski við ættum að skila því? Mjór er mikils vísir Með þessu er ekki verið að gera lítið úr því að Ísland mundi gefa skýr skilaboð með því að neita þátttöku í Bakú. Allt of oft hafa íslensk stjórnvöld neitað að taka afstöðu á þeim forsendum að við séum lítil þjóð sem litlu skipti. Mjór er hins vegar mikils vísir og hvort sem er í mannréttinda- eða friðarmálum skipta allir raddir máli. Þá gildir hins vegar að vera samkvæmur sjálfum sér, hvort sem um Aserbaídsjan, Kína eða Bandaríkin er að ræða. Eggjatökunámskeiðið Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarp umhverfisráðherra um nýtingu hlunninda. Líklega sendir Ásmundur Einar Daðason, en hann telur tillögu í frumvarpinu um veiðibann á fimm fuglategundir ættaða frá ESB. Verði frumvarpið að lögum mun þurfa veiðikort til eggjatöku, þó ekki sé gert ráð fyrir því að þeir sem hana stundi þurfi að sækja námskeið og taka próf. Ansans. Það hefði nefnilega verið virkilega áhugavert námskeið. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.