Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 34
Fjármál heimilanna4
SKATTLEGGÐU FJÖLSKYLDUNA: Komdu upp innheimtukerfi og
sektum fyrir brot á heimilisreglum til að safna fyrir salti í grautinn. Til
dæmis mætti sekta 100 krónur fyrir hvert blótsyrði sem meðlimir fjöl-
skyldunnar missa út úr sér, 200 krónur fyrir að svíkjast um að vaska upp,
500 krónur fyrir að hengja ekki upp útifötin og svo framvegis.
Til að auka skattheimtuna gæti verið sniðugt að búa til fleiri verkefni
og leggja frekari skyldur á hvern og einn í fjölskyldunni. Þannig aukast
líkurnar á að eitthvað gleymist og hægt verði að innheimta skattinn.
Varaðu þig þó að ganga ekki of langt, það gæti skapað þér óvinsældir.
SPARIBAUKUR HEIM
ILISINS: Settu fallega
krukku á mitt eldhúsborðið
eða í eldhúsgluggann og
vendu þig á að setja alla
smápeninga sem þú finnur
á lausu í krukkuna. Laumaðu
líka seðlum í krukkuna öðru
hverju. Notaðu krukkuaur-
ana síðan í matarinnkaup.
FALINN FJÁRSJÓÐUR:
Smápeningar leynast víða á
heimilum ef vel er að gáð.
Veltu sófapullunum fram
og þreifaðu milli púða.
Farðu gegnum vasana
á öllum yfirhöfnum og
jökkum í skápum, sér-
staklega þær flíkur sem
þú hefur ekki notað lengi.
Gleymdir seðlar leynast þar
merkilega oft. Athugaðu
vel brjóstvasa innan á
frökkum.
SLEPPTU SJOPP
UNNI: Taktu með þér
heimasmurt í vinnuna.
Helltu líka upp á kaffið
heima og taktu það
með á brúsa.
SKYNSAMLEG KAUP:
Kauptu föt á útsölum
eða kauptu efni og
saumaðu fötin á fjöl-
skylduna. Ef saumaskap-
urinn leikur í höndunum
á þér gætirðu einnig
drýgt tekjurnar með því
að sauma á aðra.
MARKAÐUR: Seldu óþarfa dót úr geymslunni á netinu og leggðu vel á.
Þú gætir líka dreift lítilli auglýsingu í öll hús í hverfinu og haldið bílskúrs-
sölu einhvern laugardagseftirmiðdag. Fylgstu bara með veðurspánni,
menn eru kaupglaðari þegar veðrið er gott.
Ráð til
sparnaðar
Landsbankinn landsbankinn.is 410 4040
Sjóðurinn árfestir í dreifðu
safni skuldabréfa, hlutabréfa
og hlutdeildarskírteina.
Grunnárfesting sjóðsins er í
verðbréfum með ábyrgð ríkisins.
Þannig verður áhættan meiri en í
hreinum ríkisskuldabréfasjóðum og
vænt ávöxtun til lengri tíma hærri.
Reglubundinn sparnaður
Með reglubundnum sparnaði
í sjóðum getur þú byggt upp
eignasafn með áskri frá 5.000 kr.
á mánuði. Enginn munur er á kaup-
og sölugengi í áskri. Sparnað í
sjóðum má alltaf innleysa.
Eignabréf – Eignasamsetning 01.01.2012
Eignasamsetning ræðst af árfestingarstefnu og markaðsaðstæðum hverju sinni.
Fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu á landsbankinn.is.
Fyrirvari: Eignabréf er árfestingarsjóður samkvæmt
lögum nr. 128/2011 og lýtur eirliti Fjármálaeirlitsins.
Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn
hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt árfestingu
í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og
lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um
framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má
finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki.is
eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér
útboðslýsinguna áður en árfest er í sjóðnum, en þar er
meðal annars ítarleg umöllun um árfestingarstefnu
sjóðsins og áhættu sem felst í árfestingu í honum.
Eignabréf er nýr blandaður árfestingarsjóður
sem hentar vel fyrir reglubundinn sparnað.
Sjóðurinn hentar vel í langtímasparnað fyrir
ein staklinga sem vilja ávaxta hluta af sparnaði
sínum í öðrum verðbréfum en ríkisskuldabréfum.
Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst
á armalaradgjof@landsbankinn.is.
Nýr kostur
í sparnaði
Skuldabréf, víxlar
og aðrar kröfur með
ríkisábyrgð
83%
Hlutabréf9%
Reiðufé7%
Innlán hjá
ármálafyrirtækjum
1%