Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 26
26 9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Flestar skólabyggingar á Íslandi í dag eru með þeim hætti að fatlaðir eiga auðvelt með að komast inn og af því erum við nokkuð stolt. Aðgengismál í nýjum skólum eru þannig að verulega fatlaðir einstak- lingar eiga til þess að gera auðvelt með að komast inn og út um skóla- dyrnar. Ekkert er sjálfsagðara í hugum okkar. En þegar inn er komið vandast málin. Þá bregður svo við að um það bil 15 til 20% nemenda lenda í vandræðum vegna fötlunar sem skólakerfið er ekki enn tilbúið að takast á við. Ef svo vill til að einstaklingur, sem bundinn er við hjólastól, býr einnig við lesblindu (dyslexíu) þá má segja að hann sé strand þegar hann er kominn inn í skólann. Hin sýnilega fötlun hefur fengið aðstoð en námsefnið er honum sama hindr- unin og tröppurnar vegna þess að hann býr við fötlun sem enn hefur ekki fengið þau úrræði sem duga. Hvernig má það vera? Þó lesblinda hafi verið undangengnum kynslóð- um erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, betri greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútíma þjóð- félagi ætti nefnilega mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þessa fötlun. Það höfum við hjá Félagi lesblindra bent á en félagið fagnar 10 ára afmæli sínu á næsta ári. Tíðni lesblindu En áður en lengra er haldið er rétt að útskýra aðeins hvað við er að eiga, hver er tíðni lesblindu? Fræði- menn nefna tölur allt frá 4% til 20% nemenda í hverjum grunnskóla. Það fer eftir því hvaða viðmið eru notuð og enn er deilt um hvað fell- ur undir hugtakið dyslexia. Til að sýna við hvað er að eiga má nefna að þekktar eru 70 mismunandi teg- undir lesblindu. Breskar rannsóknir, sem framkvæmdar voru árin 2000 og 2001, leiddu í ljós að 4% grunn- skólanemenda í Bretlandi voru með alvarlega lesblindu á meðan önnur 6% voru með vægari einkenni les- blindu. Fimm ára gömul könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Félag lesblindra sýndi að 14,6% nemenda á aldrinum 16 til 24 ára taldi sig glíma við lesblindu eða áþekka annmarka. Því má grunnskólakennari, með 20 nemendur í bekk, eiga von á því að tveir nemendur í bekknum séu les- blindir og aðrir tveir eigi við lestr- arörðugleika að etja. Margir lesblindir hafa gengið í gegnum 10 ára nám í grunnskóla með þá tilfinningu að vera alveg vonlausir nemendur. Þeir hafa upp- lifað pirring og jafnvel niðurlæg- ingu kennara þegar þeir standa sig ekki í náminu. Baklandið er mismunandi heima fyrir og fyrir marga nemendur verður skólavist- in að hreinni og klárri kvöl og eftir á finnst þeim að menntakerfið hafi brugðist þeim. Þegar út í lífið er komið fær þjóðfélagið ekki þá þegna sem það gæti fengið og viðkomandi einstaklingar fá ekki þau tækifæri sem ella hefðu beðið þeirra. Svona þarf ekki að fara. Meðal lesblindra einstaklinga eru mikl- ir hæfileikar og geta sem ætti að verða mikilvæg viðbót við samfé- lagið. Þar eru einstaklingar sem sjá hlutina öðrum augum og koma með aðrar lausnir. Önnur bresk rann- sókn leiddi í ljós lesblindu meðal 40% af 300 manna úrtaki sem tekið var meðal þekktra breskra athafna- manna. Í þessum hópi eru menn eins og Sir Richard Branson og sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver. Einnig má geta þess að sjálfur Win- ston Churchill bjó við mikla lestr- arerfiðleika sem líklega má rekja til lesblindu. Hugsanlega hefði mátt skrifa handritið að Ræðu Konungs (The King‘s Speech) með öðrum hætti sé þetta haft í huga. Sem betur fer ná margir einstaklingar að upp- vinna fötlun sína og sigrast á lífsins erfiðleikum. Að brjóta venjurnar Við hjá Félagi lesblindra reynum að líta svo á að lesblinda sé ekki sjúk- dómur þó vissulega sé hún erfið fötlun. Þó hún sé í flestum tilvik- um ólæknanleg eru margar leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Með þekkingu á lesblindu, árangursríkum náms- og kennslu- aðferðum og jákvæðum viðhorfum geta lesblindir náð tökum á tækni og aðferðum sem stuðla að árangri í námi og starfi. Nú í upphafi 21. ald- arinnar hefur því skólakerfið allar forsendur til að standa við bakið á þessum nemendum sem í gegnum tíðina hafa ekki fengið þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Það er nauð- synlegt að tryggja. Nýlega er komin út skýrsla rannsóknarnefndar um líf- eyrissjóði. Mikið hefur verið rætt um hana í fjölmiðlum og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Tap sjóðanna er sagt vera hundruð milljarða króna. Margir telja rétt að stjórnendur og stjórnarmenn verði látnir sæta ábyrgð vegna þess. Jafnvel er farið fram á að gerð sé önnur rannsókn á lífeyrissjóð- unum. Þar sem ég hef greitt í nokkra lífeyris- sjóði á ævi minni ákvað ég að skoða þau fram- tíðarréttindi sem ég á hjá þessum sjóðum. Af fréttum að dæma virt- ist tap mitt mikið. Ég skoðaði þrjá líf- eyrissjóði, tvo sem ég greiddi í annars vegar frá árinu 1979 og til ársins 1984 og hins vegar frá árinu 1984 og til 1990. Þann þriðja greiddi ég í frá 1994 til 2010. Lífeyrissjóðirnir gefa upp þau réttindi sem ég á við 67 ára aldur. Til að kanna hvernig rétt- indi mín væru ákvað ég að bera þau saman við þær greiðslur sem hafa verið lagðar inn í lífeyrissjóð- ina vegna mín. Ég framreiknaði þessar greiðslur miðað við verð- bólgu og 3% ársvexti. Réttindi mín í fyrsta sjóðnum miðað við framangreindan upp- reikning eru mjög slæm. Ef miðað er við að lífslíkur séu 80 ár þá er ég einungis að fá 25% af því sem ég fengi ef upphæðin hefði verið ávöxtuð með 3% vöxtum og upp- færð miðað við verðbólgu. Þetta eru greiðslur sem lagðar voru í sjóðinn 1979-1984. Réttindi mín í sjóð númer tvö eru töluvert betri. Þar er ég þó að fá 50% af því sem ég fengi ef upp- hæðin hefði verið ávöxtuð með 3% vöxtum og uppfærð miðað við verðbólgu. Ég er þó enn í tapi og það töluvert miklu. Sjóður númer þrjú hlýtur því að vera mjög slæmur hugsaði ég þar sem hann er rekinn af þessum stjórnend- um sem krafa er um að reka vegna þessa gífur- lega taps sem rætt er um. Raunin reyndist allt önnur. Miðað við sömu reikniformúlu og notuð er hér að framan þá eru réttindi mín 100%. Tap mitt í þeim sjóði er þess vegna ekkert. Þetta kom mér að sjálfsögðu töluvert á óvart miðað við þær umræður sem hafa verið í þjóðfélaginu. Niður- staða mín er þess vegna að ef reka þyrfti ein- hverja þá eru það stjórnendur líf- eyrissjóða á níunda áratug síðustu aldar en líklega er það erfitt. Einn- ig má segja að þetta tap sé jafnvel ekki þeim alfarið að kenna heldur einnig efnahagsstjórnun landsins á þessum tíma. Svo ef rannsaka þyrfti eitthvað þá er það efnahags- stjórnun Íslands á níunda áratug síðustu aldar. Ég held við ættum samt að sleppa því. Margir lesblindir hafa gengið í gegnum 10 ára nám i grunnskóla með þá tilfinn- ingu að vera alveg vonlausir nemendur. Þetta kom mér að sjálf- sögðu töluvert á óvart miðað við þær umræður sem hafa verið í þjóðfélaginu. Ég var agndofa í lok vinnu-dags í byrjun árs. Ég á ættir að rekja bæði til Íslands og Danmerkur, flutti hingað frá Danmörku fyrir nákvæmlega 23 árum, full eld- móðs, glöð, ung, með góðan mann mér við hlið og fallegt lítið barn okkar. Mér fannst spennandi að flytja til heima- lands mannsins míns – og móður, sem sjálf hafði flutt til ókunnugs lands 30 árum áður. Árin liðu og ég og mín fjöl- skylda komum okkur vel fyrir, við bættist annað fallegt barn og undum við hag okkar vel hér á Íslandi. Við tókum þátt í þessari venjulegu íslensku lífsbaráttu við að koma okkur upp heimili og hlúa sem best að fjölskyldunni ásamt því að byggja upp lítið en öflugt einkarekið fyrirtæki. Eins og öllum er kunnugt fór eitthvað mikið úrskeiðis hér á Íslandi. Hjólin fóru að snúast allt of hratt. Við, hinir venju- legu borgarar, köstuðumst út í fjárhagshvirfilbyl sem færði allt upp, upp, upp til þess eins að falla að lokum til jarðar með svo miklu brauki og bramli við hrun efnahags landsins haust- ið 2008 að við vissum ekki hvað sneri upp og hvað niður. Síðan eru liðin rúm þrjú ár. Landinn er enn að reyna að átta sig og sætta sig við orðinn hlut, margir slig- ast undan skuldum og áhyggjum, flestum óverðskulduðum. Fyrirtæki, sem við „venju- lega“ fólkið höfum af seiglu ein- beitt okkur að byggja upp síð- ustu áratugi hafa mörg orðið að engu. Hinn óbreytti Íslend- ingur þarf að berjast gegn ofur- afli nýja hvirfilbylsins, sem eru vextirnir, skattarnir, stöðnun og margt, margt fleira. Nú hef ég miklar áhyggjur af hinni fallegu og skemmtilega lifandi íslensku sál sem ég heillaðist af þegar ég kom hingað fyrst sem barn og unglingur – já, landinu og þjóð- inni sem ég á fullorðinsárum kaus að deila kjörum með. Starfs míns vegna hjá Vinnu- málastofnun hef ég að mörgu leyti getað fylgst náið með afleiðingum hrunsins haustið 2008, horft á landa mína, háa og lága, smáa og stóra, missa lífsviðurværið, missa andlitið, missa tökin. Margir hafa litið á raunir sínar sem óhjákvæmi- legan hlut, stoppað stutt við, risið upp aftur og haldið áfram á nýjum vettvangi, aðrir hafa þurft að horfast í augu við að atvinnuleysi er orðin staðreynd í lífi þeirra og íslensku þjóðfélagi – og að það muni taka langan tíma að rétta sig við og losna úr þeim viðjum. Ég nefndi í inngangi mínum að ég hefði orðið agndofa. Og ég spyr, hvað hefur komið fyrir litla Ísland? Ég segi „litla“ – við erum lítil þjóð, þar sem „allir þekkja alla“, vön að hugsa vel um og til náungans, vön að stökkva til ef eitthvað bjátar á. Við sem vinnum með afleiðingar hruns- ins á einn eða annan hátt erum orðin vön að hjálpa til eftir bestu getu. En hvert stefnir þegar þessi venjulegi landi okkar – nú á fjórða ári eftir hrun – er svo fullur örvæntingar að hann í heift og vonleysi hreytir út úr sér ókvæðisorðum, skellir hurð- um og lemur í veggi andspæn- is óbreyttum starfsmanni opin- berrar stofnunar sem í þessu tilfelli situr „hinumegin við borðið“ og reynir eftir bestu getu að aðstoða og benda á ráð úr ógöngum samkvæmt lögum og reglum sem settar hafa verið? Ég hef áhyggjur af þessari hörku sem kraumar undir, kröft- um sem áður voru jákvæðir en víða hafa breyst í ólgandi nei- kvæða strauma sem hvergi fá útrás. Íslendingar eru lítil þjóð sem verður að beita þrautseigjunni sem hefur einkennt hana í gegn- um aldirnar. Okkur mega ekki fallast hendur og freistast til að kenna „öðrum um“. En til þess að það gangi upp þurfum við að tendra aftur glóðina í þjóð- arsálinni, virða náungann og umhverfið okkar. Það eru fleiri í basli, líka þeir sem geta talist svo heppnir að hafa fasta stöðu hjá ríki eða sveitarfélögum. Eitt á hrunið að kenna okkur – að hægja á, finna rætur okkar, læra hvað við eigum fallega og góða fjölskyldu – kannski hjálp- ar það okkur smám saman að líta í eigin barm og gæta þess að gleyma ekki sjálfsvirðingunni, heldur ekki gagnvart náungan- um. Látum nýtt ár byrja með jákvæðum straumum. Reynum að búa til svigrúm fyrir nýjar hugmyndir. Landið Ísland býr yfir svo mörgum möguleikum, hér er uppspretta orku af ýmsu tagi, gjöful náttúra og tekju- lindir fyrir íbúana. Við höfum orðið ýmiss konar landkynn- ingar aðnjótandi undanfarin ár. Nýtum okkur hana. Fólkið í land- inu er frjótt. Sameinum krafta okkar. Landið og fólkið verða að rísa upp úr hinum djúpa öldudal. Reynum – án þess þó að leika of mikið „Pollýönnu“ – að hressa andann og taka gleði okkar á ný. Hvað hefur komið fyrir litla Ísland? Breytt framtíðarsýn lesblindra Ávöxtun (tap) lífeyrissjóða Við eigum sameiginlegt áhuga-mál sem eru íslenskir grunn- skólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á upp- eldi og menntun barna. Með þess- ari yfirlýsingu er ég ekki að ráð- ast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissu- lega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskól- ans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brott- fall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtím- ann að þekking á málefnum upp- eldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðing- ar og gamlir stjórnmálamenn þeys- ist fram á völlinn með illa ígrund- aðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskól- anum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finn- bogasonar eða Rúnars Sigþórsson- ar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerl- ingabækur um menntun og upp- eldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunn- skólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikil- vægum þáttum uppeldis og mennt- unar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað ung- lingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissu- lega er það ekki að lepja upp gagn- rýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppn- uð þöggunin var í fyrirhrunssam- félaginu megi rekja til afleits upp- eldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofn- anavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútíma- horf. Það er þó ekki auðvelt verk- efni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfs- hætti fyrir óróa umhverfisins. Sæll Sighvatur Björgvinsson Menntun Guðmundur S. Johnsen formaður félags lesblindra Fjármál Bergur Hauksson lögmaður og viðskiptafræðingur Samfélagsmál Jórunn Rothenborg fulltrúi hjá Vinnumálastofnun Menntamál Jakobína Ingunn Ólafsdóttir doktorsnemi í menntunarfræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.