Fréttablaðið - 09.02.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 09.02.2012, Síða 58
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR46 Ég er með skemmti- legt mál í myndinni sem kom upp í desember. Það mál fer vonandi að skýr- ast fljótlega. KÁRI KRISTJÁN KRISTJÁNSSON LEIKMAÐUR WETZLAR HANDBOLTI Þýska stórliðið Kiel staðfesti í gær að Guðjón Valur Sigurðsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann gengur formlega til liðs við það í sumar þegar samn- ingur hans við AG Kaupmannahöfn rennur út. „Ég hafði alltaf óskað mér þess að spila einn daginn með Kiel,“ sagði Guðjón Valur á heima- síðu félagsins í gær. „Loksins gekk það eftir. Ég hlakka mikið til að koma til Kiel, spila í Spar- kassen-Arena og fyrir stuðningsmennina.“ Klaus Elwardt er framkvæmdastjóri Kiel og sagði þetta góðar fréttir fyrir félagið. „Guðjón Valur er góður drengur og leikmaður í heims- klassa. Hann passar vel inn í okkar lið og leik- skipulag þess. Hann var efstur á óskalista okkar og við vorum efstir á óskalista hans. Þetta passar því vel saman.“ Guðjón Valur varð á dögunum bikarmeistari með AGK en liðið er sem stendur í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hóf atvinnumannaferil sinn árið 2001 er hann gekk til liðs við Essen í Þýskalandi. Þaðan fór hann til Gummersbach þar sem hann lék til að mynda undir stjórn Alfreðs Gísla- sonar, núverandi þjálfara Kiel. Guðjón Valur fór árið 2008 til Rhein-Neckar Löwen og þaðan í sumar til Danmerkur. Aron Pálmarsson leikur með Kiel sem trónir á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga. Guðjóni Val er ætlað að fylla í skarð Hen- riks Lundström sem fer frá liðinu í sumar. - esá Guðjón Valur Sigurðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Kiel: Guðjón Valur og Alfreð sameinast á ný GUÐJÓN VALUR Hér í íslenska landsliðsbúningnum á EM í Serbíu í síðasta mánuði. MYND/VILHELM VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Eimskipsbikar kvenna: Valur-Stjarnan 35-28 Valur Mörk (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/2 (8/2), Þorgerður Anna Atladóttir 8 (12), Anna Guðmundsdóttir 5 (6), Dagný Skúladóttir 3 (3), Ágústa Björnsdóttir 3 (4), Karólína Bærhenz Lárudóttir 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6/1), Nataly Valencia 1 (1), Aðalheiður Hreinsdóttir 1 (2), Ragnhildur Guðmundsdóttir 1/1 (3/1) Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 20/1 (41/2, 49%), Sunneva Einarsdóttir 4/1 (11/4, 36%), Stjarnan Mörk (skot): Rut Steinsen 7 (15), Esther Viktoría Ragnarsdóttir 4 (7), Sandra Sif Sigurjóns- dóttir 3 (3), Þórhildur Gunnarsdóttir 3/1 (6/1), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/1 (7/2), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 3/1 (9/1), Sólveig Lára Kjærnested 2 (3), Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir 2/1 (6/2), Arna Dýrfjörð 1 (2 Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 5 (14/2, 36%), Kristín Ósk Sævarsdóttir 5/1 (31/2, 16%), ÍBV-FH 24-13 (12-7) Mörk ÍBV: Grigore Ggorgata 6, Ivana Mladenovic 3, Rakel Hlynsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Mariana Trbojevic 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Aníta Elíasdóttir 2. Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 4, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 2, Stein- unn Guðjónsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Steinun Snorradóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1. Það verða því Valur og ÍBV sem leika til úrslita í bikarkeppninni. IE-deild kvenna: Valur-Njarðvík 100-81 Valur: Melissa Leichlitner 23, Lacey Katrice Simpson 19, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 16, Guð- björg Sverrisdóttir 13, Kristrún Sigurjónsdóttir 12, María Ben Erlingsdóttir 11, Þórunn Bjarnadóttir 2. Njarðvík: Lele Hardy 26, Shanae Baker-Brice 22, Ólöf Helga Pálsdóttir 12, Salbjörg Sævarsdóttir 8, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 3. Fjölnir-Snæfell 88-90 Fjölnir: Brittney Jones 38, Katina Mandylaris 28, Erla Sif Kristinsdóttir 13, Bergdís Ragnarsdóttir 4, Birna Eiríksdóttir 3, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2. Snæfell: Kieraah Marlow 32, Alda Leif Jóns- dóttir 20, Jordan Lee Murphree 16, Hildur Björg Kjartansdóttir 8, Ellen Alfa Högnadóttir 6. Haukar-Hamar 72-66 Haukar: Hope Elam 17, Jence Ann Rhoads 15, Íris Sverrisdóttir 13, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 10. Hamar: Katherine Virginia Graham 22, Samantha Murphy 17, Marín Laufey Davíðsdóttir 10, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 4. Keflavík-KR 70-56 Keflavík: Jaleesa Butler 21, Pálína Gunnlaugsdóttir 18, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12, Sara Rún Hinriksdóttir 10, Shanika Chantel Butler 5. KR: Margrét Kara Sturludóttir 18 Hafrún Hálf- dánardóttir 12, Erica Prosser 10, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6, Bryndís Guðmundsdóttir 5. Enski bikarinn: Middlesbrough-Sunderland 1-1 ÚRSLIT HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janú- ar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi,“ sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljót- lega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi,“ sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í mynd- inni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast,“ sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember „Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var að ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Brans- inn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.“ Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlut- verk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því.“ Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, And- rej Klimovets. Tengist það eitt- hvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tíma- bilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvern- ig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít- Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil.“ henry@frettabladid.is Bíð ekki í vöggunni eftir snuddunni Framtíð línumannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar er óráðin. Kári hefur leikið mjög vel fyrir félag sitt, Wetzlar, í vetur og félagið vill halda honum. Samningar hafa þó ekki tekist milli Wetzlar og Kára en nú- verandi samningur rennur út í sumar. Línumaðurinn er í viðræðum við annað þýskt úrvalsdeildarlið. STENDUR Í STRÖNGU Kári Kristján er óviss um hvað framtíðin beri í skauti sér. Hann er hér í miklum átökum gegn Spánverjum á EM en Kári átti margar fínar innkomur á mótinu í Serbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Fabio Capello sagði í gær af sér sem landsliðsþjálfari Eng- lands. Ítalinn hætti eftir átaka- fund með forkólfum enska knatt- spyrnusambandsins. Sambandið fór fram á að fyrir- liðabandið yrði tekið af John Terry. Capello var því mótfallinn og gaf sig greinilega ekki á fund- inum því hann er hættur. Harry Redknapp, stjóri Spurs, er sterklega orðaður við starfið en England fer á EM í sumar. - hbg England þjálfaralaust: Capello hættur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.