Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 48
tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 2. febrúar- 8. febrúar 2012 LAGALISTINN Vikuna 2. febrúar - 8. febrúar 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men ..................................Lakehouse 2 The Black Keys ............................................... Lonely Boy 3 Retro Stefson ..........................................................Qween 4 Lana Del Ray ..................................................Born To Die 5 Gotye / Kimbra ................Somebody I Used To Know 6 Lana Del Ray ...............................................Video Games 7 Hjálmar ......................................................... Borð fyrir tvo 8 Foster The People .................... Call It What You Want 9 Ed Sheeran .....................................................Lego House 10 Of Monsters And Men .................King And Lionheart Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ...................................................................Haglél 2 Valgeir Guðjónsson ...................Spilaðu lag fyrir mig 3 Of Monsters And Men ..........My Head Is An Animal 4 Kiri Te Kanawa ............................................Very Best Of 5 Adele................................................................................. 21 6 Friðrik Karlsson & María Ellingsen ...................... Jóga 7 Sólstafir ..................................................... Svartir sandar 8 Helgi Björnsson ....... Íslenskar dægurperlur í Hörpu 9 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorl. ........ Ásamt Sinfó 10 Úr Leikriti .......................................... Dýrin í Hálsaskógi > Í SPILARANUM Blágresi – Hvað ef himinninn brotnar? Steve Sampling - Distance Grimes – Visions Air – Le voyage dans la lune > PLATA VIKUNNAR Náttfari - Töf ★★★★ „Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf.“ - TJ Hljómsveitirnar Sigur Rós og The xx spila á tónlistarhátíðinni Bestival á eyjunni Isle of Wight í Englandi í september. Þetta staðfesti skipuleggjandinn Rob da Bank. Justice, The Horrors og Hot Chip hafa einnig verið bók- aðar. Þetta verða fyrstu tónleikar Sigur Rósar í Bretlandi síðan 2008. Þá spilaði sveitin í Alexandra Palace í London og voru tónleik- arnir gefnir út á plötunni Inni sem kom út í fyrra. Þetta verða einnig einu tónleikar Sigur Rósar í Bretlandi á þessu ári en hljómsveitin gefur í vor út sína sjöttu hljóðversplötu eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu. Þess má geta að Björk spilaði á sömu hátíð í fyrra. The xx er þessa dagana að undirbúa sína aðra plötu sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu. Sigur Rós á Bestival Á BESTIVAL Sigur Rós spilar á Bestival í september. Fyrir nokkrum dögum kom út platan Chimes of Freedom sem hefur að geyma útgáfur ýmissa listamanna af lögum eftir Bob Dylan. Platan, sem er fjórföld, er gefin út til styrktar mannréttindasamtökunum Amnesty International í tilefni af 50 ára afmæli þeirra. Plötur til styrktar góðum málefnum eru algengar, en þetta safn slær sennilega öll fyrri met hvað umfang og fjölbreytni varðar. Það eru hvorki meira né minna en 76 lög í pottinum og næstum allt nýjar hljóðritanir. Dylan flytur sjálfur titillag plötunnar, en það kom fyrst út á plötunni Another Side of Bob Dylan árið 1964. Á meðal flytjenda eru bæði gamlir og ungir listamenn. Yngsti flytj- andinn er Miley Cyrus (19 ára) sem tekur You‘re Gonna Make Me Lonesome When You Go, en sá elsti, Pete Seeger (92 ára), tekur Forever Young (nema hvað!) með barnakór. Þarna eru margir listamenn sem oft hafa tekið Dylan lög, t.d. Bryan Ferry, Patti Smith og Kris Kristoff- erson, ráðsettir tónlistarmenn (Carly Simon, Sting, Jackson Browne, Joan Baez, Marianne Faithfull), ungliðar (Kesha, Adele), rokkarar (Queens of the Stone Age, Bad Religion), rapparar (K‘naan), heimstón- listarmenn (Angelique Kidjo, Zee Avi) og þannig mætti lengi halda áfram að telja upp, en listinn yrði of langur fyrir svo stuttan pistil. Yfirskrift auglýsingaherferðarinnar fyrir Chimes of Freedom hljóm- ar eitthvað á þá leið að þetta sé „Plata sem bjargar mannslífum“ og engin ástæða til að draga það í efa. Amnesty International hefur gegnt mikilvægu hlutverki í heiminum undanfarna áratugi og bjargað ótal mannslífum. Því miður er ekkert sem bendir til þess að þörfin fyrir samtökin muni minnka á næstunni. Málefnið er semsagt þarft og ekki svíkur tónlistin! Dylan og Amnesty CHIMES OF FREEDOM. Plata sem bjargar mannslífum. Fyrsta plata skosku söng- konunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell. Emeli Sandé gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu, Our Version of Events. Þessi 24 ára söngkona er rísandi stjarna í Bretlandi og bíða margir spenntir eftir því hvernig ferill hennar fer af stað. Adele Emeli Sandé fædd- ist í Aberdeen í Skotlandi og var snemma hvött af sambískum föður sínum til að læra á hljóð- færi. Hún spilaði á klarinett og píanó og samdi einnig sín eigin lög og flutti. Hún lærði læknis- fræði við háskólann í Glasgow en hætti á fjórða ári og ákvað að ein- beita sér að tónlistarferlinum. Hún gerði samning sem lagahöfundur við stórfyrirtækið EMI og eftir að hafa hitt upptökustjórann Naughty Boy byrjuðu þau að vinna saman að nokkrum lögum. Eitt þeirra var Diamond Rings með enska rapp- aranum Chipmunk, þar sem Sandé var gestasöngvari. Lagið komst á topp tíu á breska vinsældarlist- anum og vegur Sandé fór vaxandi. Hún hélt áfram að semja fyrir aðra tónlistarmenn, þar á meðal Cheryl Cole, Susan Boyle, Leona Lewis og Professor Green. Á síðasta ári gerði Sandé svo annan samning við EMI og í þetta sinn var stefnan sett á hennar fyrstu sólóplötu, sem núna er að líta dagsins ljós. Sandé, sem ákvað að losa sig við Adele-nafnið eftir að Adele sló í gegn, er góð söng- kona en þrátt fyrir það bjóst hún ekki við því að fá tækifæri til að syngja sitt eigið efni. Hún óttað- ist að festast í hlutverki lagahöf- undar en miðað við smáskífulögin sem hún hefur sent frá sér, þar á meðal Heaven, er ljóst að þarna er á ferðinni áhugaverð söngkona með sérstakan stíl þar sem blandað er saman R&B, djassi og sálartónlist. Helstu áhrifavaldar hennar eru Ekki bara snjall lagasmiður Hin bandaríska Nina Simone er einn helsti áhrifa- valdur Emeli Sandé. Simone var söngkona, píanisti og lagahöfundur sem var þekktust fyrir djassstandarda sína. Auk þess barðist hún fyrir mannréttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Meðal þekktustu laga sem hún flutti á ferli sínum voru Don´t Let Me Be Misunderstood, Feeling Good, My Baby Just Cares For Me, I Put a Spell on You, Ne Me Quitte Pas og Wild is the Wind. Simone lést árið 2003, sjötug að aldri. ÁHRIFAVALDURINN NINA SIMONE NINA SIMONE Nina Simone og Aretha Franklin, auk þess sem Massive Attack og Joni Mitchell hafa verið nefnd til sögunnar. Í lok síðasta árs var tilkynnt um að Sandé hefði hlotið hin virtu gagnrýnendaverðlaun Brit-verð- launanna en hátíðin sjálf verður haldin síðar í þessum mánuði. Hún hefur einnig verið tilnefnd sem besti nýi flytjandinn og keppir þar við Anna Calvi, Ed Sheeran, Jessie J og bresk-íslensku rokkarana í The Vaccines. freyr@frettabladid.is NORDICPHOTOS/GETTY 9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR36 Hefst þriðjudaginn 28. febrúar FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Ashton Kutcher mætir til leiks FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.