Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGFjármál heimilanna FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 20122
HEIMILISBÓKHALD BORGAR SIG
Skynsamlegt er að færa
heimilisbókhald.
Þannig má betur
sjá greiðslugetu
sína og hægt að
gera áætlanir um
framtíðina. Með
heimilisbókhaldi fær
fólk betri yfirsýn yfir
fjármálin, hægt er að
sjá í hvað peningarnir
eru að fara og hvort
mögulega megi spara
í einhverjum liðum. Þetta
er auðvitað smá vinna en borgar sig margfalt. Flestir bankar bjóða upp
á heimilisbókhald í heimabönkum sínum. Einnig er hægt að fara á vef
Umboðsmanns skuldara og hlaða niður Excel-skjali sem auðvelt er að
prófa sig áfram með. www.ums.is/reiknivelar/heimilisbokhald.
LOSNAÐ VIÐ SEÐILGJALDIÐ
Algengt er að fyrirtæki leggi aukagjald á kröfur sínar sem greiðanda er
ætlað að inna af hendi. Algengt heiti þessa gjalds er seðilgjald en það
ber einnig ýmis önnur heiti svo sem tilkynningagjald, innheimtugjald,
útskriftagjald og jafnvel „annar kostnaður“. Til að lækka eða losna við
seðilgjöldin kjósa sífellt fleiri rafræna greiðsluseðla,
en sú leið er einnig umhverfisvænni
en að fá pappírsreikninga inn um
lúguna. Langflestir innheimtu-
aðilar eru farnir að bjóða
upp á þessa leið og
sums staðar er
jafnvel gert
ráð fyrir því
að fólk fái aðeins rafræna
greiðsluseðla nema beðið sé um annað.
Gallinn við rafræna greiðsluseðla er sá að þegar
greiðsluseðlarnir og reikningarnir hætta að berast inn um lúguna og
eru greiddir sjálfkrafa í greiðsluþjónustu eða af kreditkortareikningi er
hætt við að fólk skoði ekki reikningana reglulega. Því er það góð regla
um mánaðamót að renna yfir reikningana sína í heimabankanum til að
ganga úr skugga um að allt sé þar rétt því mistökin gerast enn.
Það er alltaf skynsamlegt að spara, hvort sem horft er til styttri eða lengri tíma. Að
eiga varasjóð veitir öryggistilfinn-
ingu því þá er betur hægt að mæta
óvæntum útgjöldum og eiga fyrir
því sem hugurinn girnist, eins og
langþráðu sumarfríi, veisluhöldum,
bíl eða útborgun í íbúð,“ segir Agnes
Hlöðversdóttir sérfræðingur á Eign-
astýringarsviði Landsbankans.
Þegar Agnes hóf störf í banka sá
hún fram á fermingu dóttur sinn-
ar sjö árum síðar. Því ákvað hún
að stofna til mánaðarlegs sparnað-
ar svo hún gæti betur mætt ýmsum
kostnaði fermingarinnar.
„Upphæðin sem ég lagði fyrir
samsvaraði tveimur bíómiðum en sá
sparnaður greiddi á endanum fyrir
hundrað manna fermingarveislu og
fleira til, sem var óneitanlega mjög
þægilegt.“
Lækkun viðbótarlífeyrissparnaðar
úr fjögur í tvö prósent
Um síðustu áramót voru gerðar
breytingar á skattlagningu viðbót-
arlífeyrissparnaðar og þá lækkaði
hámarks frádráttur frá tekjuskatti
vegna viðbótarlífeyrissparnaðar
úr fjögur í tvö prósent. Agnes segir
lækkunina hafa áhrif á fjölmarga
sem leggja nú fyrir aðeins helming
af því sem þeir áður lögðu í slíkan
sparnað.
„Hins vegar er óhagstætt að
leggja fyrir meira en 2 prósent af
launum því þá verður iðgjaldið tví-
skattlagt,“ útskýrir Agnes, en til að
mæta lækkun á viðbótarlífeyris-
sparnaði segir hún bestu leiðina að
hefja reglubundinn sparnað.
„Hægt er að byggja upp eigna-
safn í verðbréfum með áskrift að
sjóðum frá 5000 krónum á mánuði,
eða með því að spara reglubundið á
innlánsreikninga. Tilgangur verð-
bréfasjóða er að dreifa áhættu og
draga úr sveiflum í ávöxtun með því
að fjárfesta á mörgum stöðum í senn
svo eigandinn verði síður háður
verðbreytingum á einu fyrirtæki eða
ákveðnum flokki verðbréfa.“
Agnes segir helstu kosti við reglu-
bundin kaup í verðbréfasjóðum vera
að viðskiptaþóknun sem annars
greiðist við stök kaup falli niður, og
að inneign í sjóðunum sé alltaf laus
til útborgunar.
„Ef ætlunin er að spara fyrir öllu
í senn; sumarfríi, bíl og lífeyri, er
hentugast að finna rétt form fyrir
hvert markmið. Í netbanka Lands-
bankans má fylgjast með ávöxt-
un sparnaðar og hægt er að fá sent
yfirlit hvenær sem er.“
Nýr kostur í sparnaði
Eignabréf er nýr blandaður fjár-
festingarsjóður sem Agnes segir
henta einkar vel fyrir reglubund-
inn sparnað.
„Sjóðurinn er með virka eigna-
stýringu en gefur fjárfestum færi
á að kaupa í sjóði með dreifðu og
blönduðu safni verðbréfa. Grunn-
fjárfestingin er þó í ríkistryggð-
um verðbréfum. Þannig verður
áhættan meiri en í hreinum ríkis-
skuldabréfasjóðum, en á móti
kemur að líkur eru á hærri ávöxt-
un til lengri tíma,“ útskýrir Agnes
og ítrekar að Landsbankinn bjóði
fjölmarga aðra verðbréfasjóði sem
fjárfesti eingöngu í ríkistryggðum
verðbréfum.
Allar nánari upplýsingar um
samsetningu sparnaðar og sparn-
aðarform veita ráðgjafar í Verð-
bréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410
4040 eða úr netfanginu fjarmala-
radgjof@landsbankinn.is.
Alltaf rétti tíminn
til að byrja að spara
Það er góð tilfinning að eiga sparifé á bók, geta leyft sér lífsins lystisemdir og greitt
óvænt útgjöld án afborgana eftir á. Agnes Hlöðversdóttir reyndi kosti reglubundins
sparnaðar þegar hún safnaði fyrir 100 manna fermingarveislu og meiru til á aðeins sjö
árum fyrir andvirði tveggja bíómiða.
Agnes Hlöðversdóttir er sérfræðingur á Eignastýringarsviði Landsbankans þar sem
bjóðast margir góðir kostir fyrir þá sem nú huga að reglubundnum sparnaði. MYND/GVA
Englendingurinn Richard Branson, stofnandi og stjórnar-
formaður Virgin Group, byrjaði ferilinn aldeilis ekki með fulla
vasa fjár. Hann hófst með útgáfu tímaritsins Student seint á sjöunda ára-
tugnum. Í kjölfarið sneri Branson sér að sölu á plötum – og byrjaði á því að
bjóða vegfarendum þær úr skottinu á bílnum sínum! Fyrstu verslunina
opnaði hann með aðeins fimm daga fyrirvara í London og ekki leið á löngu
þar til búðunum fjölgaði. Nú rekur hann meðal annars flugfélag og far-
símafélag undir merkjum Virgin og átti um tíma útgáfu. Hann á líka eyju í
Karíbahafinu. Branson hefur margsinnis verið spurður út í leyndarmálin að
baki velgengninni og svarið er ávallt á einn veg: „Fylgdu innsæinu. Rekstur á
alltaf að snúast um innsæi, áhuga og þátttöku.“
Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, annar stofnandi, stjórnarformaður og fyrrum
framkvæmdastjóri Microsoft, hefur verið í hópi ríkustu manna heims síðustu
ár. Líkt og Richard Branson er hann þeirrar skoðunar að áhugi og ástríða leiki
lykilhlutverk í velgengni hvers og eins. Þannig hefur Gates látið hafa eftir
sér að peningar séu alls staðar fyrir hendi og þeirra sé hægt að afla
með ýmsum hætti. Ástríða sé hins vegar eitt mikilvægasta hreyfi-
aflið í átt að farsæld. Þá skoðun hefur Gates enda haft að leiðar-
ljósi alla tíð en hann og félagi hans Paul Allen byggðu veldu sitt
Microsoft á sínum helstu áhugamálum: Tölvum og forritun.
Bandaríska spjallþáttadrottningin, leikkonan og kvikmynda-
framleiðandinn Oprah Winfrey hefur margsinnis lent á lista
tímaritsins Forbes yfir auðugustu og valdamestu konur heims. Að
mati Winfrey er mikilvægt að setja sér skýr og háleit markmið til
að ná langt. „Ég trúi ekki á mistök. Hins vegar má draga mikinn lær-
dóm af röngum ákvörðunum,“ hefur hún líka látið hafa eftir sér. Win-
frey fæddist sannarlega ekki með silfurskeið í munninum heldur ólst upp
í sárri fátækt í Mississippi og sætti þar harðræði. Hún vann sig smám saman
upp í heimi fjölmiðla með fyrrnefnd gildi til hliðsjónar og heldur nú úti eigin
tímariti og sjónvarpsstöð sem njóta mikilla vinsælda.
Vísdómur um velgengni
Farsæld í fjármálum er langt í frá sjálfgefin eins og margir af
helstu milljarðamæringum heims þekkja af eigin raun.