Fréttablaðið - 09.02.2012, Page 46

Fréttablaðið - 09.02.2012, Page 46
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR34 Færeyska listakonan Mikkalína Norðberg býr til litskrúðug glerverk sem vekja gleði. Hún er á leið til Íslands um næstu helgi á Vetrarhátíð í höfuðborginni. „Í draumum mínum hef ég skapað litaglöð glerverk frá því ég var unglingur en í veruleikanum eru það bara fjögur ár, fjögur yndisleg og ævintýraleg ár. Glerið mitt hefur fengið góðar viðtökur frá fyrsta degi og það hefur gefið mér möguleika á að gera listsköpunina að fullu starfi og þróa bæði tækni og hugmyndir,“ segir hin færeyska Mikkalína Norðberg glerlistakona, sem er fædd og búsett í höfuðstað eyjanna, Þórshöfn. Hugmyndirnar kveðst Mikka- lína fá úr hinni færeysku náttúru, veðrinu, fuglunum og glerinu sjálfu. „Allt sem gerist í kringum mig hefur áhrif og svo bæti ég húmor og litum við. Oftast fæ ég hugmynd að næsta verki áður en ég hef lokið því sem ég er með.“ Mikkalína hefur sýnt verk sína á Art Copenhagen í samvinnu við Listagluggann í Þórs- höfn, á árlegri Ólafsvökusýningu í Listaskálanum í Þórshöfn og í Gallerí Uggerby í Lönstrup í Danmörku. „Ég tilheyri hópi fimm kjarnorkukvenna sem kalla sig Fimm feitar flugur og heldur árlega sölusýningu. Stór verk sel ég í verkstæðinu mínu í Þórshöfn og Gallerí Uggerby í Lönstrup, auk þess að taka við pöntunum gegnum heimasíðuna http://mikkalina.com/glasfigurar en smærri hlutir fást í Norræna húsinu í Þórshöfn og flugstöðinni í Vogi.“ Mikkalína kemur í fyrsta sinn til Íslands nú um helgina í skemmtiferð með vinum sínum. „Faðir minn var sjómaður við Ísland og hrósaði landi og þjóð í hástert. Ég veit líka að mikið er að gerast á Íslandi í hönnun og listum og það eykur áhuga minn á að heim- sækja landið, aka og ganga, kíkja, þefa, smakka, hreyfa við – og vonandi smitast af kraftinum sem þar er að finna. Við höfum lokkað með okkur nokkra vini frá Kaupmannahöfn. Í stað þess að heimsækja hvert annað þá höfum við öll sett stefnuna á Ísland. Það skal verða gaman, hvernig sem veðrið verður. Ég elska allar árs- tíðir og Ísland er örugglega spennandi að vetri til fyrir manneskju eins og mig.“ gun@frettabladid.is Færeysk náttúra, veðrið, fuglarnir og húmorinn MIKKALÍNA NORÐBERG DANSANDI LUNDAR Á SYLLU „Allt sem gerist í kringum mig hefur áhrif og svo bæti ég húmor og litum við.“ segir Mikkalína Norðberg brosandi. Bækur ★★★ ★★ Við tilheyrum sama myrkrinu Kristín Ómarsdóttir Stella Snerting úr annarri vídd Kristín Ómarsdóttir er einstök í röðum íslenskra rithöfunda. Hugarheim- ur hennar er ferskur og skemmtilega öðruvísi og hún kemur á óvart með hverri nýrri bók. Við til- heyrum sama myrkrinu samanstendur af sex smá- sögum um vináttu þokka- dísanna Marilyn Monroe og Gretu Garbo auk eins ljóðs um amerísku móður- ina sem lagt er í munn, eða öllu heldur penna, Marilyn. Inn í sögurnar af sam- skiptum þeirra vinkvenn- anna er fléttað sögum sem þær segja hvor annarri og úr verður heillandi heim- ur hugarflugs og sterkra mynda. Kristín málar nefnilega myndverk með orðunum. Litir, birta og hreyfing skipa stóran sess í textanum og sögurnar minna á köflum á slædsmyndasýningu. Sögurnar sex eru reyndar töluvert misjafnar að gæðum og sú síð- asta til muna slökust, sem er synd þar sem fyrstu sögurnar tvær og ljóðið langa hafa byggt upp í huga lesandans væntingar til glæsilegs lokahnykks. Varla þarf að taka það fram að lýsingarnar á samskiptum þeirra stallsystra eru skáldskapur frá upphafi til enda. Engu að síður spretta þær ljóslifandi upp af síðunum; þunglynda, lesbíska ísdrottningin og kynlífskettlingurinn bókhneigði og gjafmildi. Þær eiga fegurðina og aðdáun heimsins sameiginlega en fátt annað. Vinátta þeirra er bandalag kvenna sem standa utan við hinn raunverulega heim þar sem ímyndin er allt og enginn kærir sig um að kynnast þeim í raun og veru. Þær eru dæmdar til eilífrar veru í Valhöll heimsfrægðarinnar og sú vera getur verið ansi köld og einmanaleg. Stíll Kristínar er jafn sérstakur og hugmyndirnar. Langir flæð- andi kaflar eru brotnir upp með stakkató myndbrotum í knöppum stíl og með allt öðru innihaldi og áhrifin verða eins og að vera vakin með löðrungi. Bókina prýðir fjöldi teikninga eftir höfundinn sjálfan sem sýna þær Monroe og Garbo í þeim hlutverkum sem heimurinn hefur skikkað þær í og stangast skemmtilega á við þá mynd af þeim sem birtist í textanum. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Myndrænar og óvenjulegar sögur af vináttu sem aldrei átti sér stað, fullar af hugmyndaauðgi og óvæntum hlykkjum. STEINI/PÉSI &GAUR Á TROMMU Miðasala á gamlabio.is og midi.is. Sími 563 4000. Opið mán.-mið. 14:00-18:00 og fim.-sun. 14:00-20:00. Föstudagur 10.02.2012 22:30 Laugardagur 11.02.2012 22:30 Ö

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.