Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 50
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is Nýju sýnishorni af myndinni The Amazing Spider-Man hefur verið lekið á netið en myndin verður frumsýnd í sumar. Um fjórðu Spiderman-myndina er að ræða en leikarinn ungi, Andrew Garfield, tekur við af Tobey Maguire sem köngulóarmaðurinn knái undir leikstjórn Marcs Webb. Emma Stone leikur á móti Garfield í myndinni en hennar hlut- verk var mjög eftirsóknarvert og þurfti hún að berjast um það við leikkonur á borð við Lindsay Lohan, Ashley Green, Emmu Roberts og Hilary Duff. Það er öllu tjaldað til í myndinni, sem þykir hraðari og með meiri tæknibrellum en fyrir- rennarar hennar. Hinn breski Rhys Ifans leikur óþokkann í myndinni, prófessorinn Curt Connors sem getur stökkbreyst í eðlu en Ifans leikur öll sín áhættuatriði sjálfur. Myndin The Amazing Spider-Man er líkleg til að hreppa hnossið sem sum- armynd ársins 2012. Jaden Smith, sonur leikaranna Wills Smith og Jada Pinkett- Smith, ætlar að leika í framhaldi The Karate Kid. Smith litli lék á móti Jackie Chan í fyrstu myndinni sem kom út 2010. Bíógestir flykktust á myndina og á endanum rakaði hún inn rúmum fjörutíu millj- örðum króna í aðsóknartekjur í heiminum öllum. Að sjálfsögðu vilja peningamennirnir í Holly- wood aðra mynd og núna stytt- ist í að hún verði tekin upp með Smith og Chan aftur í aðalhlut- verkum. The Karate Kid var ný útgáfa af upphaflegu myndinni sem kom út 1984 með Ralph Macchio í aðalhlutverki. Karate Kid 2 væntanleg Leikararnir Asa Butterfield og Chloë Grace Moretz fara með hlutverk Hugo og Ísabellu í myndinni en bæði fylla þau 15 ár á árinu. Þau eru ungar og efnilegar stjörnur í kvikmyndabransanum. Butterfield er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Boy in the Striped Pyjamas og Nanny McPhee. Moretz er bæði þekkt fyrir góðan leik sinn og framúrskarandi fatastíl en hún sló í gegn í myndinni Kick Ass sem var frumsýnd árið 2010. Með önnur hlutverk í Hugo fara Ben Kingsley, Sascha Baron Cohen, Emily Mortimer og Jude Law. NÝJAR STJÖRNUR Sex myndir verða frumsýndar í bíóhús- unum um helgina, fimm á morgun og ein á laugardag. Denzel Washington og Ryan Reynolds leika aðalhlutverkin undir leikstjórn Daniels Espinosa í bíómyndinni Safe House. Einn hættulegasti liðhlaupi CIA (Washington) er gómaður og komið fyrir í afdrep þar sem ungur CIA fulltrúi (Rey- nolds) er látinn sitja yfir honum. Þegar málaliðar ráðast á húsið neyðast þeir til að taka höndum saman og flýja. Myndin Shame, með Michael Fassben- der og Carey Mulligan í aðalhlutverk- um, fjallar um farsælan mann í New York sem glímir við kynlífsfíkn. Hann missir stjórn á tilveru sinni þegar syst- ir hans kemur í heimsókn til hans. Fjöl- skyldumyndin Skrímsli í París fjallar um skrímsli sem gengur lausum hala í París og veldur mikilli hræðslu. Í ljós kemur að aðeins sé um ofvaxna en meinlausa fló að ræða og taka nokkrir einstaklingar sig saman um að bjarga henni frá vægðar- lausum og metorðagjörnum lögreglu- stjóranum. Síðast en ekki síst verður Star Wars Episode I: The Phantom Menace frum- sýnd í 3D á morgun. Til stendur að sýna allar Star Wars myndirnar sex í þrívídd á næstu sex árum, í réttri röð. Á laugardaginn frumsýna Sambíóin svo óperuna Götterdämmerung í leik- stjórn Roberts Lepage. Um er að ræða lokin á Niflungahring Wagners með Ragnarökum. Ævintýri og spenna um helgina SPENNUMYNDIN SAFE HOUSE fjallar um flótta glæpamanns og CIA fulltrúa undan málaliðum. KLÁR Í SLAGINN Jaden Smith ætlar að endurtaka hlutverk sitt í The Karate Kid 2. Hinn frábæri köngulóarmaður > KLIPPTI ÚT DÓTTUR SÍNA Tónlistarkonan og nú leikstjórinn Madonna klippti dóttur sína, Lourdes, út úr mynd sinni W.E. Madonna fékk Lourdes, sem er 17 ára gömul, til að hoppa inn í lítið hlutverk í myndinni en klippti svo atriðið út á síðustu stundu. „Ég veit að það var ósann- gjarnt af mér að pína hana í að taka að sér hlutverkið og klippa hana svo út. Hún tók þessu samt öllu saman vel,“ segir Madonna í viðtali við MTV og útilokar ekki að setjast aftur í leikstjórastólinn. Dramatísku ævintýra- myndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dög- unum. Myndin verður frum- sýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Mynd- in er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrí- vídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhuga- verð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar.“ Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borg- arinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvar- innar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verk- efni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafn- aldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar við- tökur gagnrýnenda og hlaut flest- ar tilnefningar til Óskarsverð- launa eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut ein- mitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna. HRÍFANDI ÆVINTÝRI UM HUGO ANDREW GARFIELD EMMA STONE VÉLMENNIÐ OG HUGO Myndin um munaðarleysingjann Hugo er sú fyrsta sem Martin Scorsese gerir í þrívídd en myndin hefur hlotið mikið lof og ellefu tilnefningar til Óskarsverðlauna. ★★★★★ CHRONICLE Fínasta skemmtun en við sjóndeildar- hringinn sé ég flóðbylgju af ömur- legum framhaldsmyndum. ★★★★★ WAR HORSE Kvikmyndir fyrir börn eru af hinu góða en barnaleg kvikmyndagerð er það ekki. War Horse er snotur en alveg innantóm. ★★★★★ QAQQAT ALANNGUI Klúður frá A til Ö. Það góða er þó það að Grænlendingar munu ekki eiga í neinum vandræðum með að toppa þetta. ★★★★★ THE GREY Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi. - hva Hefst miðvikudaginn 15. febrúar Besti nýi gamanþáttur ársins FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Alla daga kl. 19.00 og 01.00 CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR PIERS MORGAN tonight KVIKMYNDARÝNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.