Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 6
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR6 IÐNAÐUR „Þetta getur orðið gíf- urleg innspýting í kerfið,“ segir Einar Valur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins Gunnvarar sem hefur kynnt áform um sjö þúsund tonna sjókvíaeldi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi. Áætlanir Gunnvarar ná til þriggja sveitarfélaga: Ísafjarð- arbæjar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar. Almennt virð- ist viðhorfið jákvætt til málsins þótt því hafi engu að síður verið vísað í umhverfismat. Gunnvör hefur hingað til verið á þremur stöðum í Djúpinu, mest í Súðavíkurhreppi: Í Álftafirði, Seyðisfirði og Skötufirði. Einar segir að þótt fyrirtækið hafi nú þegar leyfi til eldis á tvö þúsund tonnum af þorski hafi eins árs framleiðsla mest náð eitt þúsund tonnum. Með því að fá heimild til að framleiða allt að sjö þúsund tonnum á útvíkkuðu starfssvæði má segja að stefnt sé að því að sjöfalda framleiðsluna. Að sögn Einars hefur þróun- in í tilraunaeldi á þorski sem staðið hafi í tíu ár gengið hægar en menn væntu. Því vilji menn styrkja eldisþátt fyrirtækisins með eldi á laxi og regnbogasil- ungi sem sé einfaldari fram- leiðsla. „Það er allt þekkt í því varðandi sjúkdóma og varnir en það er svolítið í land með þorsk- inn,“ segir hann. Að sögn Einars hafa hátt í þrjá- tíu manns þegar lífsviðurværi sitt af þorskeldinu. Fyrirtækið hafi allar forsendur til að færa út kvíarnar. „Við erum með eldis- búnaðinn, fólkið, skipin og slátur- hús þannig að við erum með alla grunngerðina,“ segir hann. Jón Gísli Jónsson, oddviti í Strandabyggð, segir að sér lítist mjög vel á fyrirætlanir Gunn- varar. Í Strandabyggð er ætlun- in að vera með kvíar við Naut- eyri, innst í Ísafjarðardjúpi. Í bókun Strandamanna er vísað til umfangs málsins og hugsanlegra áhrifa á laxveiðiár á svæðinu. Því þyki rétt að gert sé umhverfismat. „Veiðimenn óttast að fiskur sleppi og fari upp í árnar,“ segir Jón. Einar Valur segir hins vegar að í áætlunum Gunnvarar sé að öllu leyti farið eftir lögum og reglum. „Allar fjarlægðir og slíkt er innan allra marka,“ segir fram- kvæmdastjóri Gunnvarar. gar@frettabladid.is Veiðimenn óttast að fiskur sleppi og fari upp í árnar. JÓN GÍSLI JÓNSSON ODDVITI Í STRANDABYGGÐ Vilja sjöfalda fiskeldi sitt í Ísafjarðardjúpi Hraðfrystihúsið Gunnvör hyggst koma á fót samtals sjö þúsund tonna fiskeldi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi. Hingað til hefur Gunnvör mest náð að fram- leiða eitt þúsund tonn af þorski á ári. Bæta á við laxi og regnbogasilungi. SLÁTURTÍÐ HJÁ GUNNVÖRU Þorskeldi hefur verið stundað í nokkrum innfjörðum Ísafjarðardjúps í tíu ár. Nú vilja menn víkka út með eldi á regnbogasilungi og laxi. MYND/VALDIMAR INGI GUNNARSSON Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. 20% afslátturGildir einungis í verslunum Lyfja & heilsu KEMUR HEILSUNNI Í LAG 20% AFSLÁTTUR 1.FEB-29. FEB EFNAHAGSMÁL Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 196,4 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok árs 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrir- tækja hafa safnað saman. Til sam- anburðar höfðu lán verið færð niður um 172,6 milljarða í lok september. Í þessum tölum eru tekin saman öll fjármálafyrirtæki á lánamark- aði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyris- sjóðanna en taka ber fram að tölur frá lífeyrissjóðunum miðast við lok september. Í tölunum kemur fram að alls bárust 16.475 umsóknir um hina svokölluðu 110% leið stjórnvalda. Vinna við afgreiðslu þeirra er langt komin en um áramótin höfðu 15.589 umsóknir verið afgreiddar. Niðurfærsla vegna 110% leiðar- innar nam um áramótin samtals 43,6 milljörðum króna frá árs- byrjun 2009. Þá bárust 1.329 umsóknir um sértæka skuldaaðlögun og var búið að afgreiða 903 þeirra um áramótin. Samþykktar umsóknir voru 824 og heildarniðurfærsla hefur numið 6,2 milljörðum króna. Meirihluti heildarniðurfærslu lána er hins vegar vegna endur- útreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólög- mæt. Höfðu fjármálafyrirtækin lokið endurútreikningi rúmlega 70 þúsund gengistryggðra lána um áramót, þar af 13 þúsund fast- eignalána og 57 þúsund bílalána. Heildarniðurfærsla vegna þessara lána er 146,5 milljarðar króna en enn á eftir að endurreikna um 340 lán, þar af 208 vegna fasteigna. - mþl Samtök fjármálafyrirtækja birta uppfærðar tölur um niðurfærslu á lánum til heimila: Lán heimila verið færð niður um 196,4 milljarða HEIMILI Lán til heimila voru færð niður um 23,8 milljarða króna í október, nóvember og desember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EVRÓPUMÁL Utanríkismálanefnd Evrópuþingsins leggur áherslu á að Icesave-deilan hafi ekki nei- kvæð áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB. Þá fagnar nefnd- in viðleitni íslenskra stjórnvalda til lausnar deilunni. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem verður lögð fyrir allsherjarfund þingsins um miðj- an mars vegna stöðuskýrslu umsóknarferlis Íslands að ESB fyrir árið 2011. Í tillögunni, sem var samþykkt í nefndinni fyrr í vikunni, er drepið á helstu álitamál, meðal annars að ekki sé eining um aðild- arferlið innan ríkisstjórnar, þings og flokka og lýst er yfir ánægju með að vilji meirihluta Íslendinga sé að halda áfram aðildarviðræð- unum. Íslendingar eru einnig hvatt- ir til að efla undirbúning að því að geta tekið upp lagabálk ESB þegar til aðildar kemur og hvatt er til uppbyggilegra viðræðna um sjávarútvegsmál, þar á meðal makrílveiðar og hvalveiðar. Nefndin tekur einnig fram að aðild Íslands muni efla verulega stöðu ESB í málefnum sem tengj- ast norðurslóðum. Tillagan verður rædd á alls- herjarfundi þingsins í næsta mán- uði, eins og áður sagði, en við þá meðferð gæti ályktunin tekið frekari breytingum. - þj Utanríkismálanefnd Evrópuþingsins um stöðuskýrslu aðildarviðræðna Íslands: Icesave spilli ekki viðræðunum ICESAVE SKAÐI EKKI Utanríkismálanefnd Evrópuþingsins hefur lagt fram tillögu að ályktun um stöðu aðildarviðræðnanna við Ísland. Telur þú að ný stjórnmálaöfl muni njóta mikils fylgis í næstu alþingiskosningum? JÁ 49% NEI 51% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Ísland að draga sig úr Euro- vision-keppninni í Aserbaíd- sjan? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.