Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 2012 33 Sýning Margrétar Danadrottningar í lista- safninu Arken í Danmörku hefur fengið misjafnar móttökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi dagblaðsins Politiken ákveður að gefa enga stjörnu, hann bendir á að listamaður í svipuðum gæðaflokki og drottningin fengi aldrei boð um að halda yfirlitssýningu á einu helsta safni landsins í samtímalistum. Sýning hefur fengið góðar viðtökur og aðsókn, sem hefur ekkert að gera með listáhuga segir í umfjöllun Politiken sem segir engar líkur á því að mikil aðsókn að þessari sýningu skili aukinni aðsókn og áhuga á samtímalist, áhorfendur sem streyma á sýningu drottningar geri það fyrst og fremst af áhuga á henni. „Það er ekki áhugi á samtímalist sem hefur fengið áhorfendur til þess að mæta á safnið heldur áhuginn á drottningunni sem listrænni manneskju, sem málar, gerir klippimyndir, búninga, leikmyndir og svo framvegis.“ Í öðrum miðlum hefur sýningin hlotið miðlungsdóma, Jótlandspósturinn gefur drottningu þrjár stjörnur af sex en í Berl- ingske tidende fær hún fjórar stjörnur af sex og tekið fram að list hennar eigi það fyllilega skilið að vera gerð skil á yfirlits- sýningu. Sýningin í Arken spannar 35 ára feril Margrétar sem listmálara. Hún stendur til 1. júlí. Arken er í Ishøj, í um 25 mínútna lestarfjarlægð frá Kaupmannahöfn. Engar stjörnur fyrir list Danadrottningar LISTSKÖPUN DROTTNINGAR Til hægri má sjá eitt af nýrri verkum Danadrottningar sem sjá má á Arken. Strætóskýli nefnist sýning Sig- urðar Guðmundssonar sem opnar í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag klukkan 14. Í fréttatilkynningu frá Ljós- myndasafni Reykjavíkur segir að þótt hlutverk strætóskýla virðist einfalt sé útlit þeirra ekki eins- leitt. Það hafi breyst mikið frá því þau voru fyrst sett upp fyrir meira en 50 árum, til að veita notendum almenningssamgangna skjól meðan beðið er eftir fari. Þá séu þau líka kennileiti sem endur- spegli íslenskt samfélag, þró- unina frá nýtishyggju til mark- aðsvæðingar. Þetta er fimmta sýning Sig- urðar, sem fæddur er 1978 og er búsettur í Reykjavík. Strætóskýli eru samfélagsspegill STRÆTÓSKÝLI Sigurður Gunnarsson sýnir ljósmyndir sínar af strætóskýlum í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. MYND/SIGURÐUR GUNNARSSON Tilurð, staða og framtíðaráform minningarsjóðs Vilhjálms Vil- hjálmssonar verða kynnt á fundi í salarkynnum Söngskólans í Reykjavík að Snorrabraut 54 í dag klukkan 12. Sjóðurinn var stofnaður í fram- haldi af minningartónleikum um Vilhjálm Vilhjálmsson sem haldnir voru í Laugardalshöllinni 10. og 11. október 2008. Hlutverk hans er að styrkja árlega til náms söngvara sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Stofnendur sjóðsins eru Þóra Guðmunds- dóttir, ekkja Vil- hjálms, og fjöl- skylda, Jón Ólafs- son athafna- maður, Magnús Kjart- ansson og Sena. Auk þess sem sjóðurinn verð- ur kynntur fyrir öllum áhugasömum á fundinum í dag, mun Söngskólinn í Reykjavík bjóða upp á söngatriði. - hhs Funda um sjóð Vilhjálms í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.