Fréttablaðið - 09.02.2012, Side 62

Fréttablaðið - 09.02.2012, Side 62
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR50 MORGUNMATURINN „Ekki meiri meðvirkni – við verð- um að setja mörk þegar mannrétt- indi eru brotin, halda eigin sjálfs- virðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vik- unni. Páll Óskar hefur hvatt Pál Magnússon útvarpsstjóra til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú í maí, vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. Skiptar skoðanir eru á meðal keppenda um málið, þó enginn ætli að draga lag sitt úr keppni. Úrslitin í undankeppninni ráðast í Hörpu á laugardaginn. Ingólfur Þórarinsson, sem samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni, segir þá félaga ekki hafa rætt málið. „En eins og stað- an er í dag býst ég ekki við neinu öðru en að við myndum fara út og gera okkar besta,“ segir hann. „Það væri falleg hugsun að mót- mæla og fara ekki, en ég held að það myndi litlu breyta ef Ísland segist ekki ætla að mæta.“ María Björk, einn af höfundum lagsins Hjartað brennur, telur að það þurfi meira til en að Ísland dragi sig úr keppni. „Ég held hins vegar að það verði hræðilegt að standa á sviði úti vitandi um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað þarna,“ segir hún. „Best væri ef Norðurlöndin tækju sam- eiginlega ákvörðun varðandi þetta mál.“ Greta Salóme Stefánsdóttir, höf- undur laganna Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland eigi að hætta við þátttöku. „Það eru allir í sama pakka að einbeita sér að laugardeginum og taka svo stöðuna aftur eftir það,“ segir hún. „Þetta eru alveg hræði- legar fréttir. En það eru samt mannréttindabrot framin út um allt á hverjum einasta degi. Maður er alltaf að kaupa vörur og svona, það væri erfitt að sniðganga allt.“ Magnús Hávarðsson, höfund- ur lagsins Hey, segir mannrétt- indabrot af mörgum toga og að hann geri ekki greinarmun á þeim. „Okkar helstu átrúnaðar- goð Bandaríkjamenn komast upp með að pynta fólk og taka af lífi og míga á lík óvina sinna. Ég hef ekki séð tillögu um það að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við þá,“ segir hann. „Íslendingar eiga að læra að líta í eigin barm áður en þeir ráðast að öðrum þjóðum með gagnrýni og yfirlýsingum.“ Ekki náðist í Svein Rúnar Sig- urðsson, höfund laganna Hugarró og Stund með þér, við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON: BLÁFÁTÆKT FÓLK REKIÐ ÚT ÚR HREYSUM SÍNUM MEÐ VALDI Enginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr undankeppni Eurovision Í pistli sem Páll Óskar birti á Facebook fyrr í vikunni sagði hann borgaryfir- völd í Bakú reka bláfátækt fólk með valdi út úr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu til að koma fyrir Kristalshöll og öðrum glæsihýsum fyrir Eurovision-keppnina. „Lokað er fyrir rafmagn, gas og vatn í íbúðunum ef fólk drullar sér ekki þaðan út,“ skrifar Páll. „Hús þeirra eru ekki lengur til í opinberum skjölum. Bæturnar sem fólkinu er boðið eru helmingi lægri en markaðsvirði eigna í miðborginni, og nægja því aðeins fyrir lítilli íbúð fyrir utan borgina.“ PÁLL ÓSKAR VILL AÐ ÍSLAND TAKI EKKI ÞÁTT KEPPENDUR HALDA SÍNU STRIKI Enginn af höf- undum laganna sem keppa til úrslita í undankeppni Eurovision á laugardaginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson vill að Ísland taki ekki þátt vegna mann- réttndabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. „Það verður mjög spennandi að spila þarna,“ segir tónlistarkonan Jarþrúður Karlsdóttir, Jara, sem hefur verið boðið að spila í Pompidou, nýlistasafni Frakk- lands og einu virtasta listasafni heims. „Þetta er mikill heiður. Það er ekkert auð- velt að komast þarna inn.“ Henni var boðið að halda tónleikana í tilefni af frumsýningu heimildarmynd- arinnar Sweet Viking eftir marokkósku kvikmyndagerðarkonuna Sölmu Cheddadi sem fjallar um Jöru og var tekin á 16mm filmu á Íslandi síðasta sumar. Myndin er 30 mínútna löng og fylgir Jöru á ferðalagi um landið þar sem hún veitir áhorfandan- um innsýn í líf sitt og sögu eyjarinnar. Sweet Viking verður frumsýnd á laug- ardaginn á hátíðinni Hors Pistes 2012 sem Pompidou stendur fyrir og tónleikarnir verða strax að sýningu lokinni. Aðspurð segist Jara hafa hitt Sölmu Cheddadi í áramótapartíi í París. „Hún hafði sam- band nokkrum mánuðum seinna og vildi gera mynd um mig. Það var mjög óvænt,“ segir Jara, sem var strax klár í bátana. „Ég er alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og þetta hljómaði skemmti- lega.“ Jara, sem flýgur til Parísar í dag, er búin að sjá myndina og er ánægð með útkomuna. „Hún lítur rosalega vel út. Það er mjög skrítið að horfa á sjálfa sig í mynd en fyrir utan það er þetta bara skemmtilegt.“ - fb Spilar í Pompidou-listasafninu SPILAR Í POMPIDOU Jarþrúður Karlsdóttir í myndinni Sweet Vik- ing. Hún spilar í franska listasafninu Pompidou á laugardaginn. Opið laugard. kl. 10-14 2 fyrir 1 af lambasamlokum í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! Leikarinn Hilmar Guðjónsson fer á Kvikmyndahátíðina í Berlín um næstu helgi þar sem hann tekur þátt í verkefninu Shooting Stars á kvikmyndahátíðinni. Hilmar er einn af tíu upprenn- andi leikurum í Evrópu sem eru boðaðir á viðburðinn og var hann sérstaklega valinn vegna frammistöðu sinnar í bíómyndinni Á annan veg undir leikstjórn Hafsteins Sigurðssonar. Hilmar er einnig til- nefndur til Eddu-verð- launanna fyrir leik sinn í myndinni en Á annan veg er tilnefnd til ellefu verðlauna á hátíðinni í ár. Hljómsveitin Bítladrengirnir blíðu sem spilar Bítlalögin á barnum Obla-di-obla-da ætlar að heiðra Gunnar Þórðarson á morgun. Lítið hliðarherbergi er á staðnum sem kallað er hvíta herbergið, og þar verður silfurplatti með nafni Gunnars hengt upp. „Hann er hetjan okkar allra,“ segir Bítladrengurinn Tómas Tómas- son. Veggurinn þar sem plattinn verður festur er svokallaður „hall of fame“ veggur. Síðast komst Andrea Gylfadóttir þangað upp en hún hefur stigið á svið með Bítladrengj- unum undan- farin ár, rétt eins og Gunni Þórðar. - áp, - fb FÓLK Í FRÉTTUM Það er alltaf annað hvort AB- mjólk með múslí og banana- bitum eða hafragrauturinn góði. Síðan er kaffibolli ómissandi, oftast cappuccino úr dásamlega Zinzinio-heimakaffihúsinu mínu. Erla Björg Káradóttir óperusöngkona. „Ég elska Ísland. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað og þetta er mjög fallegt land,“ segir plötu- snúðurinn DJ Slim sem kom til Akureyrar í gær eftir sólarhringsferðalag frá Katar. „Ég gæti vel hugsað mér að taka upp næsta tónlistarmyndband mitt hérna.“ Slim hóf feril sinn sem rappari fyrir um tuttugu árum og spilaði m.a. á tónleikum með Coolio í París. Hann var á meðal fyrstu arabísku rapparanna til að koma fram á sjónarsviðið en sagði á endanum skilið við rappið. Nokkrum árum síðar ákvað hann að gerast plötu- snúður og hefur spilað house-tónlist af miklum krafti undanfarin þrjú ár. „Ég nota nýja tækni þar sem ég endurhljóðblanda og sem nýja tónlist á meðan ég er að spila,“ segir Slim sem notast við Midi-græjur í fagi sínu. Slim, sem er fæddur í Túnis, starfar við þrívídd- argerð á sjónvarpsstöð í Katar og hefur Fréttablað- ið heimildir fyrir því að hann ætli að taka upp efni fyrir stöðina um næturlífið á Íslandi. Hann vildi ekkert tala um dagvinnuna sína við blaðamann heldur miklu frekar um plötusnúðaferilinn. Hann spilar þrívegis hér á landi, eða á Akureyri í kvöld og annað kvöld og á 800 Bar á Selfossi á laugardags- kvöld. Með honum á Akureyri spilar plötusnúðurinn Birgir Rafn Ólason, sem flutti Slim til landsins. „Við erum búnir að vinna tónlist saman í gegnum netið. Ég hélt að þessi maður myndi aldrei samþykkja að koma til Íslands nema fyrir stórar fúlgur fjár en honum fannst það ekkert mál,“ segir Birgir og bætir við: „Hann er að gera hluti sem enginn annar plötu- snúður er að gera.“ - fb Arabískur plötusnúður á Selfossi KOMINN TIL ÍSLANDS DJ Slim spilar á þrennum tónleikum hérlendis á næstunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.