Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 31
Kynningarblað Sparnaður, lífeyrismál, endurfjármögnun, leyndarmálin að baki velgengni og góð ráð. FJÁRMÁL FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 HEIMILANNA Við hjá Sparnaði höfum lagt aðaláherslu á að koma með lausnir fyrir heimilin í landinu síðan við tókum til starfa í október 2007,“ segir framkvæmdastjórinn Gestur Breiðfjörð Gestsson en starfsfólk Sparnaðar vinnur að miklu leyti eftir hug- myndafræði stjórnarformannsins Ingólfs H. Ingólfssonar. Uppgreiðsluþjónusta Sparnaður reið á vaðið með að bjóða við- skiptavinum upp á að reikna út fyrir þá hvort ekki myndi borga sig að reyna að greiða upp lán með aukagreiðslum inn á höfuðstól og eins að finna út hvaða lán myndi borga sig að greiða inn á fyrst. „Í kjölfarið buðum við upp á að annast þessa þjónustu við mikla ánægju viðskiptavina. Þessi valkostur er enn í há- vegum hafður hjá Sparnaði og eru fjölmarg- ir sem nýta sér hann,“ segir Gestur. Mikilvægt framlag til upplýstrar umræðu Sparnaður kom fram með gengislánareikni þegar óvissan var sem mest varðandi lög- mæti gengistryggðu lánanna og gaf hann í gegnum heimasíðu sína. „Fjörutíu þúsund aðilar höluðu reikniverkinu niður og hafa margir verið mjög þakklátir fyrir þá vinnu okkar og framlag til upplýstrar umræðu á meðal almennings, þar á meðal Hagsmuna- samtök heimilanna. Auk þess virkaði þetta sem ákveðið aðhald á fjármálastofnanir varðandi undangengnar leiðréttingar.“ Lífeyrismálin vega þungt Sparnaður sérhæfir sig í lífeyrismálum og státar af mikilvægum samningi við þýska tryggingafélagið Bayern-Versicherung sem hefur tryggt hagsmuni margra kynslóða þar í landi. „Við bjóðum í samstarfi við þá tryggð eftirlaun með tryggðum lífeyri til æviloka og teljum samninginn afar mikilvægan fyrir ís- lenska neytendur. Við mælum eindregið með því að áhættunni sé dreift þegar kemur að líf- eyrissparnaði og leggjum áherslu á mikilvægi þess að réttindi séu tryggð.“ Sparnaður hefur hannað þarfagreining- arkerfi sem reiknar út raunverulega vátrygg- ingaþörf vegna andláts og meina með tilliti til ráðstöfunartekna heimilisins en að sögn Gests er mikið um það að aðilar séu annað hvort með of lága tryggingu eða of háa. „Við sýnum jafnframt við hverju má búast í tekjum til heimilisins við starfslok og er það mjög mikilvægt sérstaklega þar sem mikil óvissa ríkir um stöðu lífeyrissjóðanna. Það versta er að í flestum tilvikum hefur fólk ekki val um hvort það greiðir í vel eða illa rekinn lífeyrissjóð vegna ósanngjarnrar aðildar- skyldu sjóðanna,“ segir Gestur. Besti sparnaðurinn felst í að greiða niður lánin Eins og fyrr segir vinnur Sparnaður meðal annars eftir hugmyndafræði Ingólfs H. Ing- ólfssonar. Hann heldur námskeið fyrir vinnu- staði auk þess sem boðið er upp á einkaráð- gjöf og aðstoð við að semja við lánardrottna. „Við höfum fundið fyrir því síðastliðin ár að aukasparnaður (varasjóður) fólks er svo til horfinn og fólk er farið að hugsa meira um í hvað það setur krónurnar. Besti sparnað- urinn er að greiða niður lánin og við veitum aðstoð við það. Jafnframt er nauðsynlegt að leggja í viðbótarlífeyrissparnað í formi trygg- ingar með lífeyri til æviloka, bæði vegna mót- framlags launagreiðanda og þeirrar skatt- frestunar sem það býður upp á,“ segir Gestur. Fá vonlítil dæmi til að ganga upp Hann segir Sparnað ekki síst hafa innan sinna raða starfsfólk sem hefur hjartað á rétt- um stað og leggur sig fram um að aðstoða fólk eftir bestu getu við að leysa úr sínum málum. „Það hefur aldrei verið mikilvægara en ein- mitt nú að standa saman í að hjálpa hvert öðru í gegnum þann vanda sem steðjar að heimilum. Við höfum fjölmörg dæmi þess að fólk hefur talið sig í vonlausri stöðu en farið að sjá fram úr sínum málum eftir ítarlega ráðgjöf hjá okkur. Það veitir starfsfólki okkar mikla hvatningu og gefur starfinu gildi, segir Gestur og bendir á að fyrsta skrefið til sparn- aðar geti verið heimsókn til Sparnaðar.“ Lausnir fyrir heimilin í landinu Fyrsta skrefið í átt til sparnaðar getur verið heimsókn til Sparnaðar að Holtasmára 1 í Kópavogi eða að Kaupvangsstræti 1 á Akuureyri en þar er aðaláhersla á að bjóða lausnir fyrir heimilin í landinu. Þar er meðal annars boðið upp á uppgreiðsluþjónustu auk þess sem lífeyrismálin vega þungt Gestur segir starfsfólk sparnaðar hafa hjartað á réttum stað. Það leggur sig fram um að aðstoða fólk eftir bestu getu til að leysa úr sínum málum. MYND/GVA Holtasmári 1 201 Kópavogur Sími: 5772025 www.sparnadur.is Viltu vita hvaða lán er best að greiða upp fyrst? Með því að greiða inn á höfuðstól á réttu láni í réttri röð sparar þú gríðarlegar fjárhæðir í vexti og verðbætur. Þetta gerir það að verkum að lánstíminn styttist til muna. Pantaðu tíma á sparnadur.is og byrjaðu strax að spara! Með því að greiða 5.000 krónur inn á höfuðstól á verðtryggðu láni til 40 ára með 4% vöxtum í 4% verðbólgu út lánstímann þá sparar þú 22.840 krónur við þessa einu greiðslu í vexti og verðbætur! Holtasmári 1, Kópavogur Kaupvangsstræti 4, Akureyri Sími: 577-2025 Fax: 577-2032 sparnadur@sparnadur.is www.sparnadur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.