Fréttablaðið - 09.02.2012, Page 53

Fréttablaðið - 09.02.2012, Page 53
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 2012 41 Söngkonan M.I.A. gæti þurft að borga sekt eftir að hún sýndi sjónvarpsáhorfendum löngu- töng í hálfleik Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum. Fari svo að NFL-deildin verði sektuð vegna athæfisins verður það M.I.A. sem þarf að borga brúsann, sam- kvæmt samningi sem hún undir- ritaði. NBC hefur þegar beðist afsökunar á hegðun M.I.A., sem steig á svið ásamt Madonnu og Nicki Minaj. Árið 2004 var sjónvarpsstöð- in NBC skikkuð til að borga hátt í sjötíu milljón króna sekt eftir að annað brjóst Janet Jackson afhjúpaðist á tónleikum hennar og Justins Timberlake í hálfleik Ofurskálarinnar. Sektuð fyrir löngutöng M.I.A. Svo gæti farið að M.I.A. þurfti að borga sekt vegna hegðunar sinnar. Leikarinn ungi Joseph Gordon- Levitt stefnir nú að gerð myndar þar sem hann leikur aðalhlutverk- ið, leikstýrir og skrifar handritið. Myndin hefur enn ekki hlotið nafn en Gordon-Levitt segir hana koma til með að vera gamanmynd um mann sem er eins konar Don Juan nútímans. Scarlett Johansson leikur á móti honum, en áætlað er að hefja tökur í apríl. Þetta er frumraun Gordon- Levitts í að leikstýra stórmynd, en hann hefur verið iðinn við að leik- stýra stuttmyndum á síðustu árum og segir hann það eiga stóran þátt í því hversu öruggur hann er að tak- ast á við þetta verkefni. Don Juan nútímans FJÖLHÆFUR Joseph Gordon-Levitt mun skrifa handritið, leikstýra og leika aðal- hlutverkið í nýrri mynd. Bandaríski djasspíanistinn Chick Corea, sem er sextánfaldur Grammy-verðlaunahafi, spilar í Eldborgarsal Hörpunnar 24. apríl. Með honum á sviðinu verður víbra- fónmeistarinn Gary Burton, sem er einnig margfaldur Grammy- verðlaunahafi og hafa þeir félagar hlotið fern Grammy í sameiningu. Corea, sem er sjötugur, hefur 51 sinni verið tilnefndur til Grammy- verðlauna á farsælum ferli sínum. Hann spilaði með kvintett Miles Davis á sjöunda áratugnum og þykir einn af áhrifamestu djass- píanóleikurum seinni ára. Miðasala á tónleikana hefst 21. febrúar kl. 12. Chick Corea í Hörpu TIL ÍSLANDS Bandaríski djasspíanistinn Chick Corea er á leiðinni til Íslands. Exton Elias Downey heitir glæ- nýr sonur Roberts Downey Jr. og konu hans, Susan Downey. Drengurinn er við hestaheilsu og litla fjölskyldan er sögð í skýj- unum yfir þessari nýju viðbót sem kom í heiminn síðastliðinn þriðjudag. Litli Exton Elias er fyrsta sam- eiginlega barn þeirra hjóna, sem hafa verið gift í 7 ár. Fyrir á Robert þó soninn Indio, 18 ára, með fyrrum eiginkonu sinni Deborah Falconer. Drengur fæddur ROBERT DOWNEY JR. OG SUSAN DOWNEY EIGNUÐUST SON Á ÞRIÐJUDAG.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.