Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 8
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR
live.is
Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Kringlunni 7, 103 Reykjavík | Sími 580 4000 | skrifstofa@live.is
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
verður haldinn þriðjudaginn 27. mars
kl. 18 á Grand Hótel.
DAGSKRÁ FUNDARINS:
» Venjuleg ársfundarstörf
» Önnur mál
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á
ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 10. febrúar 2012
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ÍMY
N
D
U
N
A
R
A
F
L
/
LV
Ársfundur 2012
alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
STJÓRNSÝSLA Ekki er að merkja
ný gögn eða sannleik í nýjasta
bréfi stjórnar Fjármálaeftirlits-
ins (FME) til Gunnars Andersen,
forstjóra FME, að mati Skúla
Bjarnasonar, lögmanns Gunnars.
„Það er orðið margstaðfest,
þrátt fyrir fullyrðingar um hið
gagnstæða, að það er ekki um
nein ný gögn að ræða,“ sagði
Skúli í samtali við Vísi.is í gær.
Hann vísar þar til lögfræðiálita,
sem unnin hafa verið til að meta
hæfi Gunnars til að gegna starfi
forstjóra.
Gunnar hefur nú frest fram
á næstkomandi þriðjudag til að
skila andmælum við fyrirhugaða
uppsögn stjórnarinnar á ráðning-
arsamningi hans. Fyrri frestir
runnu út á mánudag og fimmtu-
dag í þessari viku.
Lára V. Júlíusdóttir, hæsta-
réttarlögmaður og sérfræðing-
ur í vinnurétti, segist velta fyrir
sér af hverju ekki hafi verið valin
„lögformlega réttari leið“ við að
segja Gunnari upp störfum. Eftir
því sem ráða megi af opinberri
umræðu um málið sé Gunnar
opinber starfsmaður og með kjör
eftir því sem gerist og gengur
um ríkisstarfsmenn. Því gildi um
hann lög um númer 70 frá 1996
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna.
Alla jafna segir Lára að fólki í
stöðu Gunnars sé ekki sagt upp
nema að undangenginni áminn-
ingu. „Fyrst er áminningarferli
þar sem fólki er tilkynnt um að
til standi að veita því áminningu,“
segir Lára, en viðkomandi er þá
gefið færi á að andmæla þeirri
fyrirætlan. Taki vinnuveitandinn
ekki tillit til þess er svo venjan að
það líði einhver tími þar sem við-
komandi fær tækifæri til að bæta
ráð sitt.
„Þetta er ferlið sem lögin gera
ráð fyrir nema eitthvert stórfellt
brot hafi verið framið. Þá er gert
ráð fyrir að viðkomandi sé vikið
frá tímabundið á meðan málið er
rannsakað.“
Lára segist ekki fyllilega átta
sig á lögfræðinni að baki upp-
sagnarferli forstjóra Fjármála-
eftirlitsins, því henni virðist sem
færð séu rök fyrir beinni upp-
sögn. „Hafi maðurinn ekki feng-
ið áminningu eða framið stórfellt
brot, þá sé ég ekki annað en hann
eigi að minnsta kosti rétt á bótum
ef þessi uppsögn fer fram,“ segir
Lára og útilokar ekki að stjórn
FME vilji fara slíka leið. „Annað-
hvort þá bætur sem um semjast
eða fást með dómi.“
olikr@frettabladid.is
GUNNAR Þ.
ANDERSEN
LÁRA V.
JÚLÍUSDÓTTIR
Uppsögn gæti
þurft að bæta
Stjórn FME kann að baka sér bótaskyldu með upp-
sögn forstjóra FME, að mati Láru V. Júlíusdóttur.
Forstjórinn vinnur að andmælum vegna málsins.
FME Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur ítrekað fengið framlengdan frest til að skila
andmælum vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans á meðan stjórn FME svarar spurn-
ingum sem hann hefur að henni beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NOREGUR Lítið leikhús í
Ósló hyggst setja á svið
umdeilt leikrit byggt á
stefnuskrá hryðjuverka-
mannsins Anders Behring
Breivik í haust.
Leikritið er eftir danska
leikstjórann Christian
Lollike, sem ætlar einnig
að leika Breivik. Leikritið
heitir Manifesto 2083 og
vísar í árið sem Breivik
heldur að hugmyndafræði
hans muni sigra. Verkið
verður einleikur.
Þótt ekki eigi að frum-
sýna leikritið fyrr en í
haust hefur það þegar
vakið sterk viðbrögð.
Samtök fórnarlamba og
aðstandenda þeirra eru
hneyksluð á leikritinu.
Aðstandendur þess segja
leikritið hins vegar vera
mikilvægt. Þeir muni taka
tillit til fórnarlambanna
en árás Breiviks hafi ekki
bara verið árás á þau, held-
ur samfélagið allt.
- þeb
Fyrirhuguð frumsýning vekur hörð viðbrögð í Noregi:
Umdeilt leikrit byggt á stefnuskrá
Anders Breivik sett á svið
ANDERS BEHRING
BREIVIK