Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 82
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR46 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Elsku móðir okkar, Jakobína Jóhannesdóttir Akralandi 1, áður Jaðri, Saurbæ, lést á líknardeildinni í Kópavogi sunnudaginn 12. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug, sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahlynn- ingar LSH og líknardeildarinnar í Kópavogi. Gunnar Kristinsson Hanna Lóa Kristinsdóttir og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þorvaldar Guðmundssonar frá Bóndhól. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðfinna Þorvaldsdóttir Elías Pálsson Guðmundur Hafþór Þorvaldsson Helga Margrét Gígja Vilhjálmur Birgir Þorvaldsson Elínborg Ögmundsdóttir Sigríður Ragna Þorvaldsdóttir Ólafur Árnason Sumarliði Þorvaldsson Sigríður R. Helgadóttir Þorvaldur Hannes Þorvaldsson Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir Steinar Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Þakka auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, Hauks Arnars Bogasonar. Guðlaug Jónsdóttir Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þórdísar Tryggvadóttur myndlistarkonu sem lést föstudaginn 10. febrúar 2012. Sigríður Egilsdóttir Ólafur Jóhann Ólafsson Helga Egilsdóttir Björgúlfur Egilsson Lísa Pálsdóttir Tryggvi Egilsson Elín Magnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Þökkum af alhug auðsýnda samúð, kærleika og stuðning við andlát ástkærs mannsins míns, pabba okkar, tengda- pabba og afa, Sæmundar Þ. Sigurðssonar (Sæma) Heiðarbæ 1. Guð blessi ykkur öll. Snæfríður (Snæa) Stella og Svenni Marsibil og Silli Siggi og Hildur og afabörnin. Þorsteinn Eggertsson er svo unglegur í röddinni þegar hann svarar í símann að smástund kviknar efi um að þetta sé hið sjötuga afmælisbarn. Því er hann fyrst spurður hvort honum finnist ekki skrítið hvað aldurstölurnar hækka. „Jú, jú, en það er bara gaman,“ svarar hann léttur í bragði. „Ég stefni að því að bæta átta og níu við líka áður en yfir lýkur. En spegillinn sýnir að maður er orðinn svolítið grár.“ Þorsteinn er Suðurnesjamaður í húð og hár, fæddist í Keflavík, flutti þriggja ára með fjölskyldu sinni í Garðinn og eftir tólf ár þar aftur til Keflavíkur. Nú er hann hins vegar kominn til höfuðborgarinnar. Inntur eftir ástæðunni svarar hann: „Kefla- vík er fremur skjóllítill staður fyrir vindum og veðri. Ég sá alltaf borg- ina hinum megin við flóann í hill- ingum þegar ljósin kviknuðu þar á haustkvöldum. Þangað stefndi ég og þar ætlaði ég að gera góða hluti. Nú er ég sestur að í Skipholtinu. Ég hef reyndar búið úti um allar jarðir. Ég fór í myndlistarnám í Kaupmanna- höfn, síðan hef ég búið í Berlín, Dublin og hér og þar. Held að það sé ansi gott veganesti fyrir hvern sem er að vera einhvern smá tíma erlendis til að meta enn betur það sem okkur er boðið upp á hér.“ Afmælisveisla er á döfinni hjá Þorsteini. Hann segir konuna sína, Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur lektor vera á fullu að undirbúa hana. „Ég ætla að halda upp á afmælið hérna hinum megin við götuna, í færeyska sjó- mannaheimilinu. Færeyjar er einn af þeim skemmtilegu stöðum sem ég hef komið til. Færeyingar eru afslappað og yndislegt fólk. Það er ekki stressið þar eins og víða hér.“ Þorsteinn hefur fengist við ýmsa listsköpun um ævina. Hann hefur skrifað, teiknað, málað og sungið, kennt myndlist og samið og sett upp söngleiki. Einnig sinnt blaðamennsku. Þekktastur er hann þó líklega fyrir dægurlagatexta sína sem hafa verið gefnir út á plötum í hundraðavís. Hann átti nokkra texta í nýafstaðinni söngva- keppni sjónvarpsins og einn þeirra rat- aði í undanúrslit. Þegar textarnir eru pantaðir er yfirleitt búið að semja lögin að hans sögn. „Ég yrki mest um ham- ingjuna og leitina að henni,“ segir hann og upp í hugann koma textar eins og Ástarsæla, Ég elska alla og Lífsgleði. „Sá kveðskapur sem fellur algerlega inn í samtímann eldist oft verr en sá sem fjallar um sígilt efni,“ segir hann. „Textar um vídeó eru til dæmis orðn- ir þokkalega gamaldags,“ tekur hann sem dæmi. Hann kveðst engan eftir- lætistexta eiga eftir sjálfan sig. „Það fer bara eftir dögum og skapi,“ segir hann. „Þetta er allt komið í sama pott- inn.“ Þorsteinn kveðst afskaplega ánægð- ur með lífið. „Ég er kominn á besta stað í bænum, á yndislega konu og frá- bær börn og barnabörn,“ segir hann glaðlega og lætur það ekki angra sig þó sumt af yngra fólkinu sé í öðrum löndum. „Dóttir mín býr í Englandi, stjúpsonur minn í Kaupmannahöfn og stjúpdóttir í Póllandi en tvö eru heima. Meirihlutinn er semsagt erlendis en það gefur okkur hjónum tilefni til að ferðast. Svo er tæknin orðin þannig að auðvelt er að tala við fólkið sitt í gegn- um tölvuna og sjá framan í það. Maður setur bara Skype í samband.“ gun@frettabladid.is ÞORSTEINN EGGERTSSON RITHÖFUNDUR: ER SJÖTUGUR Í DAG Yrkir mest um hamingjuna og hina sígildu leit að henni ÞORSTEINN EGGERTSSON RITHÖFUNDUR Á engan eftirlætistexta eftir sjálfan sig. „Það fer bara eftir dögum og skapi. Þetta er allt komið í sama pottinn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ella er komin“ var fyrirsögn í Tímanum 26. febrúar árið 1966 og vísaði til þess að daginn áður steig stórsöngkonan Ella Fitzgerald í fyrsta sinn fæti sínum á Ísland. Það var um kvöld og í kulda á Reykjavíkurflugvelli norpuðu blaðaljós- myndarar og fréttamenn og biðu eftir að stjarnan birtist. Ella var frægasta djasssöngkona þessa tíma og neðst í landgangi flugvélarinnar stóð Guðjón B. Baldvinsson verkalýðsforingi og færði henni blóm. Það var sonur hans, Baldur Guðjónsson sem stóð fyrir komu djass- dívunnar til landsins en hann var þá við nám í Svíþjóð. Ella hélt ferna tónleika en þeir voru illa sóttir og salur Háskólabíós varla hálfsetinn sum kvöldin. Ástæðan trúlega hátt verð á aðgöngumiðunum sem kostuðu meira en vikulaun verkamanns. Enda var frúin ekki par ánægð þegar hún fór og kvaddi með þeim orðum að til Íslands kæmi hún aldrei aftur. Við það stóð hún. ÞETTA GERÐIST: 25. FEBRÚAR 1966 Ella Fitzgerald kom til Íslands TENNESSEE WILLIAMS leikskáld lést þennan dag árið 1983. „Við erum öll tilraunadýr á rannsóknarstofu guðs. Mannkynið er bara hluti af tilrauninni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.