Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 72
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 20126 „Þetta tókst svo vel í fyrra að við ákváðum að endur- taka leikinn,“ segir Helena Dejak hjá Nonni Travel á Akureyri en ferðaskrifstofan býður upp á beint flug til Ljú- bljana í Slóveníu frá Akureyri þann 26. júní næstkomandi. „Flugvélin kemur hingað með 180 ferðamenn frá Sló- veníu sem munu dvelja hér í sjö daga. Fólki á Norðurlandi býðst þá sá frábæri kostur að fljúga beint frá Akureyri til Slóveníu sama dag og dvelja þar í landi til 3. júlí. Helena segir Íslendingana sem fóru til Slóveníu í fyrra hafa verið ákaflega ánægða. „Þeir voru afar sáttir bæði við hótelin, undirbúninginn, veðráttuna og allt það sem landið hefur upp á að bjóða,“ segir Helena en hægt er að velja um nokkrar mismunandi leiðir þegar komið er til Slóveníu. „Fólk getur valið um að fara í gönguferðir eða hjólaferðir í Júlíönsku Ölpunum, það getur kosið að spila golf við Bled-vatn eða ákveðið að dvelja í góðu yfirlæti á Portorož ströndinni við Adríahafið sem margir Íslendingar hafa heimsótt. Þar er margt hægt að gera sér til afþreyingar, til dæmis að fara í skoðunarferð til Feneyja í báti. Þeir sem vilja geta einnig leigt sér bíl og farið á eigin vegum um landið,“ segir Helena en flestar ferðirnar enda þó með dvöl í Ljúbljana, höfuðborg Slóveníu. Helena hefur unnið ötullega að því að kynna Norður- land fyrir umheiminum. Hún segir það mikla vinnu en það mjakist þó. „Við verðum öll að vinna að þessu verkefni saman,“ segir hún og hvetur Norðlendinga og raunar alla landsmenn til þess að nýta þau tækifæri sem þó gefast til að fljúga beint frá Akureyrarflugvelli. „Margir hafa óskað eftir því að meira sé flogið frá Akur- eyri en þá verður fólk líka að grípa tækifærin þegar þau gefast,“ segir Helena með áherslu. Hún segir allt eins líklegt að framhald verði á Slóveníuferðum næstu árin ef vel tekst til í ár. Býður beint flug til Slóveníu Ferðavefsíðan Travel + Leisure á travelandleisure.com gerði nýlega könnun á því á netinu hvaða borg í Bandaríkjunum þykir sú rudda- legasta. Í könnuninni, sem er gerð árlega, fá lesendur að raða 35 borg- um eftir ýmsum flokkum, til dæmis hvar besta pítsan fæst, hvar er að finna bestu göturnar fyrir gangandi fólk, já og hvar ruddalegustu íbúarnir eru. Keppnin var hörð en á endanum stóð uppi sem „sigurvegari“ sem ruddalegasta borgin, stórborgin New York. Aðrar borgir sem þóttu með þeim ruddalegri voru Los Angeles, Boston og Washington DC. Þegar litið var á efstu tuttugu borgirnar kemur í ljós ákveðið mynst- ur. Eftir því sem borgin er stærri, því líklegra er að hún sé talin vera ruddaleg enda á fólk í stórborgum það til að vera mjög beinskeytt. Hraðinn í minni borgum er hins vegar minni sem gæti útskýrt af hverju suðlægu borgirnar New Orleans, Savannah og Charleston voru meðal fimm efstu borga á lista yfir vinalegustu borgir Bandaríkjanna. New York þykir ruddalegasta borgin Hraðinn í stórborginni New York er mikill og íbúar þar þykja beinskeyttir og jafnvel ókurteisir. Þar sem margt er að sjá og skoða í Rómarborg er gott að undirbúa dagana vel. Ákveða fyrirfram hvað eigi að skoða og í hvaða röð. Eftir göngu- ferðir um borgina fyrstu dagana er nauðsynlegt að bregða sér á aðra staði. Á f lestum hótelum í Róm liggja bæklingar í hillum um rútu- ferðir til spennandi staða. Hægt er að velja um dagsferð, tveggja eða þriggja daga ferð. Farþegar eru sóttir á hótelið brottfaradag og skilað þangað aftur að ferðinni lokinni. Vel er hægt að ákveða slíkt ferðalag þegar á staðinn er komið. Miklu betra er að vera skipulagð- ur og ákveða rútuferðina fyrirfram. Hægt er að kynna sér slíkar ferðir á netinu og panta séu menn ákveðn- ir að ferðast. Enskumælandi leið- sögumaður er með í ferðinni. Ógleymanlegt ævintýri Dæmi um ferð er tveggja daga ferð til Napólí, Pompei, Sorrento og eyjunnar undurfögru Capri sem er ógleymanleg. Ekið er frá Róm snemma morguns til Napólí þar sem ferðamönnum gefst kost- ur á að skoða borgina. Þaðan ligg- ur leiðin til hinnar sögufrægu Pompei sem eyðilagðist og grófst undir ösku þegar eldgos varð í fjallinu Vesúvíusi árið 79. Borg- in er á heimsminjaskrá UNESCO. Árið 1748 var byrjað að grafa borg- ina upp og hefur hún varðveist ótrúlega vel. Frá Pompei er ekið til Sorrento, þorpsins sem hangir í klettunum við Napólíflóann. Sorrento stendur á afar fallegum stað og gríðarlega fallegt útsýni er þaðan. Sítrónutré vaxa vel í Sorrento og boðið er upp á Limoncello-sítrónulíkjör á hverju götuhorni. Hin fræga Capri Morguninn eftir er siglt til hinnar undurfögru Capri. Þar er boðið upp á bátsferð í Blue Grotto sem eyjan er fræg fyrir. Siglt er á litlum báti inn um agnarsmátt hellisop en þar fyrir innan blasir við stór hellir og fagur- blár sjórinn. Á þeirri stundu syngur ræðarinn óperuaríu svo undir tekur í hellinum. Að þeirri ferð lokinni er farið í gönguferð um eyjuna og tími gefst til að setjast á útikaffi- hús þar sem frægar kvikmyndir hafa verið teknar, m.a. með Sophiu Loren og Clark Gable. Fræga fólk- ið sækir til Capri og þar er hægt að rekast á heimsfrægar kvikmynda- stjörnur. Eftir dagsferð um Capri er haldið aftur til Sorrento og þaðan til Rómar. Svona ferð kostar rúmar fjörutíu þúsund krónur og er hverr- ar krónu virði. Þeir sem ákveða sumarfríið snemma geta gert góð kaup á flugi til London og þaðan til Rómar með hinum ýmsu lággjalda- flugfélögum. Í rútu um sögu fræga staði frá Róm Þeir sem hyggjast ferðast til Rómar í sumarfríinu ættu að nýta ferðina og taka tveggja eða þriggja daga rútuferð á sögufræga staði í leiðinni. Gott er að skipuleggja Rómarferð vel áður en lagt er af stað. Hin undurfagra Capri er ógleymanleg öllum þeim sem þangað koma.Hið fræga kaffihúsatorg, Piazzetta, á Capri. Sími: 461 1841 - www.nonnitravel.is Beint flug frá Akureyri til Ljubljana 26.6 - 3.7 Ferðir í boði: Portoroz - Slóvenía & Króatía - Gönguferð - Hjólreiðaferð NAFLI ALHEIMSINS? 7 nætur / 8 dagar - íslensk fararstjórn Verð frá kr. 158.500 (skattar innifaldir) Sumar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.