Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 12
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR12 Skilafrestur er 20. apríl NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR PÁLMA JÓNSSONAR STOFNANDA HAGKAUPS Markmið sjóðsins er að auka almenna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið. Markmiði þessu verði náð með því að styrkja verkefni sem fást við sköpun og miðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Skilafrestur er 20. apríl. Heildarúthlutun á þessu ári nemur allt að 25 milljónum króna. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu sjóðsins: www.natturuverndarsjodur.is. Umsóknir sendist sjóðnum í Pósthólf 10, 550 Sauðárkróki. V i r ð i ng · Væg i · Ve rðmæt i BAKAR PÖNNUKÖKU Á HLAUPUM Ralph Godsall, sem er prestur í Westminster Abbey í London, hleypur þarna með pönnukökupönnu í Washington í árlegu pönnukökuhlaupi þar vestra. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað eins lítra rjóma- sprautu af gerðinni Excel- lent House- ware. Á vef fyrirtækisins segir að í ljós hafi komið að rjómaspraut- an geti verið hættuleg neyt- endum. Varan var til sölu í verslun- um Bónus frá því í mars í fyrra. „Viðskiptavinir Bónus sem eiga rjómasprautuna eru hvattir til að hætta notkun hennar nú þegar og skila við fyrsta tækifæri til versl- unarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Aðföngum. - óká Innkalla rjómasprautu: Sögð hættuleg neytendum RJÓMASPRAUTAN HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körl- um sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að við- takandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterk- lega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabba- meini í blöðruhálskirtli. Mæling- in gefur ekki nægilega áreiðanleg- ar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka.“ Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækn- ingum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameins- lækningum við HÍ, segir að nið- urstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruháls- krabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrika- legrar ofgreiningar og yfirmeð- höndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega.“ Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skil- greini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir.“ Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á ein- kennalausum körlum milli fimm- tugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heim- inum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, for- maður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við land- lækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrver- andi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing land- læknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Krabbameinslæknir segir að blöðruhálskrabbamein sé ofgreint hér á landi og erlendis. Mæling á PSA-mótefni í blóði á þar hlut að máli. Félagið Framför ráð- leggur fimmtugum körlum að fara í blóðprufu. Landlæknir varar við því. ■ Blóðprófið PSA mælir efni sem blöðruhálskirtillinn gefur frá sér. Blóð- prófið er næmt og getur gefið vísbendingu um sjúkdóminn en greinir hann þó ekki eitt sér. Hækkuð gildi geta líka komið fram af öðrum ástæðum, til dæmis við sýkingar í blöðruhálsi og góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli, en líkur á henni aukast með hækkandi aldri. ■ Ár hvert greinast hér um 220 karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli og um 50 látast af völdum sjúkdómsins. Tveir af hverjum þremur eru komnir yfir sjötugt þegar meinið greinist og sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur hjá karlmönnum undir fimmtugu. Heimild: Krabbameinsfélag Íslands Sjúkdómurinn og PSA-blóðpróf VESTURBYGGÐ Byggðaráð Vestur- byggðar hefur ákveðið „áherslu- breytingar“ í rekstri sveitar- félagsins fyrir árið 2012. Eru þær sagðar gerðar „í ljósi bættrar niðurstöðu í fjárhagsáætlun 2012 vegna niðurfellingar á láni í Landsbanka Íslands vegna stofn- fjárbréfakaupa og endurfjár- mögnunar á lánum sveitarfélags- ins“. Álögur á íbúana verða léttar með því annars vegar að draga til baka hækkun á leikskólagjöld- um sem varð um áramót og hins vegar með því að fella niður inn- ritunargjald í félagsstarf aldr- aðra. - gar Betri tíð í Vesturbyggð: Leikskólagjöld aftur lækkuð PATREKSFJÖRÐUR Niðurfelling á bankaláni skapar svigrúm. Frítt í sund fyrir hádegi Vinnumálastofnun á Suðurlandi vill samstarf við sveitarfélög um sundkort fyrir atvinnuleitendur. Bæjarstjórn Ölfuss hyggst veita atvinnuleitendum þar frían aðgang í sund í Þorlákshöfn fyrir hádegi á virkum dögum. Erindi frá Velferðarþjónustu Árnesþings um að hleypa atvinnuleitendum frítt í líkamsrækt í íþróttahúsinu var hins vegar hafnað. SUÐURLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.