Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 38
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR38 É g er Þingeyingur í aðra ættina og Borg- firðingur í hina með tengingu í gegnum bæði Skagafjörð og Eyjafjörð, en fæddur og uppalinn í Reykjavík,“ segir Eggert Jóhannsson feldskeri spurður hverra manna hann sé. „Móðir mín heitir Anna Gunn- laug Eggertsdóttir og faðir minn hét Jóhann Friðriksson, kenndur við Efri-Hóla í Norður-Þingeyjar- sýslu. Þetta var fólk með mikla framtakssemi og stóð á gömlum menningarmerg en flutti á möl- ina, eins og algengt var á þeim tíma, því þar var auðveldara að sjá fyrir sér.“ Eggert ólst upp á Laugarásveg- inum. Hann og segir umhverf- ið þar hafa verið algjört ævin- týraland fyrir stráka. „Þarna var ekki búið að malbika neinar götur og við strákarnir gátum teikað strætó og gert ýmislegt sem nútímabörnum leyfist ekki. Ég fór svo sex ára í sveit norður í Skagafjörð. Þar kynntist ég hest- um, öðrum dýrum og náttúrunni, sem hefur verið eitt mitt helsta áhugamál allar götur síðan. Seinna var ég í sveit á Vogi við Raufarhöfn, en fjórtán ára gam- all var ég kominn á sjóinn. Ég var ekki mikill lestrarhestur, væri eflaust búið að greina mig með einhvern fjandann ef ég væri barn í dag. Ég fann mig ekki í skólanum. Þar var ýmislegt sem lá vel fyrir mér, annað ekki, en sérstaklega átti ég erfitt með að beygja mig undir vald annarra, þannig að frekari skólaganga freistaði mín lítið á þeim tíma.“ Eggert líkaði vel á sjónum en átti sér þó draum sem hann flík- aði lítið. „Ég hafði lengi haft áhuga á því að verða klæðskeri eða eitthvað slíkt, – fá að sýsla eitthvað með fatnað, en vissi ekki alveg hvaða leið væri best að fara í því. Sjómennskan var svona millibilsástand á meðan ég var að gera það upp við mig. En fata- áhuginn var alltaf fyrir hendi og við Pétur Pétursson, vinur minn, veltum því til dæmis mikið fyrir okkur hvað væri hægt að gera úr skinnum og enduðum á að sauma vesti úr gærum keyptum hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þetta var á þeim tíma sem hinir frægu Led Zeppelin-tónleikar voru og við fengum tilboð í vestið fyrir utan tónleikana frá einhverjum Ameríkana sem þótti þetta flott og mjög íslenskt. Þannig byrjaði nú ferill minn í í fatagerðinni.“ Feldskurðurinn verður að veruleika Hvörf urðu í lífi Eggerts þegar hann sextán ára gamall fór í siglingu með Þormóði goða til Bremer haven. „Yfirleitt voru stoppin í erlendum höfnum mjög stutt og maður sá lítið af viðkom- andi borg, en í þetta sinn hafði eitt- hvað komið upp á með vélarnar og við þurftum að vera þrjá daga í landi. Á labbi um bæinn með strák- unum sá ég í fyrsta skipti loðfelda- verslun og varð alveg hugfanginn. Strax þegar ég kom heim talaði ég um þetta við pabba og það æxlað- ist þannig að stuttu seinna var ég kominn í læri hjá einum fínasta feldskera í Bond Street í London. Það varð mér til happs að lenda hjá þeim harða meistara sem kenndi mér þá lexíu að það sem ekki væri 100% væri einskis virði.“ Eggert var í námi í London í tvö ár en fékk ekki atvinnuleyfi í Bret- landi og hélt til Svíþjóðar til frek- ara náms í iðninni. „Svíþjóð varð fyrir valinu einfaldlega vegna þess að þar var auðveldast að kom- ast í skóla. Ég hefði farið til Ítalíu eða Þýskalands ef það hefði verið hægt, en ég sé ekkert eftir því að hafa dvalið í Svíþjóð í fimm ár. Þar kynntist ég fyrri konu minni. Hún flutti með mér hingað heim og við stofnuðum fyrirtækið Egg- ert feldskera. Nafnið kom þannig til að ég var að viðra hugmyndir mínar um nafn við Ólaf Stephen- sen vin minn, hvort ég ætti að láta það heita Feldskurðarverkstæði Reykjavíkur eða eitthvað í þá átt- ina. Nei, nei, segir Ólafur, það er ómögulegt. Hafðu þetta einfalt, Eggert feldskeri bara. Af hverju? spurði ég. Nú, það segir nákvæm- lega hver þú ert og hvað þú ert að gera. Já, þú meinar. Svona eins og Jack the Ripper, sagði ég, og nafn- ið var komið. Þremur vikum eftir að við byrjuðum formlega með fyr- irtækið vorum við farin að flytja út mokkafatnað. Það gekk vel og fyrstu fjögur árin fóru ekki nema um tíu prósent af framleiðslunni á innanlandsmarkað. Í dag hins vegar skiptist það nokkurn veginn til helminga. Þannig að í öll þessi 35 ár hefur fyrirtækið verið gjald- eyrisskapandi.“ Cornelis, Spottar og hestar Eggert fann ástina í Svíþjóð en þar kynntist hann líka tónlist og textum Cornelis Vreeswijk sem átt hafa stóran stað í hjarta hans síðan. „Þegar ég var að vinna í Malmö vildi þannig til að dótt- irin á heimilinu var góð vinkona Cornelisar. Ég hitti hann reyndar bara einu sinni og sá fundur varð hvorugum okkar minnisstæður, en ég kynntist plötunum hans og hreifst mjög af þeim, eink- um textunum. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af málinu og mögu- leikum þess. Mér fannst alveg brilljant hvernig þessi maður gat ort á sænsku og hvað hann notaði sænskuna miklu betur en aðrir sem voru að yrkja á þeim tíma í vísna- og dægurtónlist. Lögin hans eru líka frábær, mikil gleði, mikill húmor og mikil þjóðfélags- ádeila. Ég átti alltaf gítar og hafði gaman af að gutla og fór auðvi- tað að spila og syngja lögin hans fyrir sjálfan mig. Eftir að ég kom heim og fór að vasast í fyrirtækis- rekstri lagði ég gítarinn á hilluna á tímabili. En svo kom þar sögu að ég hitti samferðakonu mína, Margréti Stefánsdóttur, og fór að reyna að tæla hana til lags við mig með því að spila fyrir hana. Það virkaði og hún hvatti mig til þess að gera meira af því spila, keypti meira að segja gítar handa mér, svo ég á henni mikið að þakka í því efni.“ Svo var stofnuð heil hljómsveit utan um flutning á lögum Cor- nelisar, ekki satt? „Já, við höfum verið að spila saman nokkrir í fáein ár, köllum okkur Spottana og áherslan hefur verið á lög Cor- nelisar, þótt við spil- um reyndar ýmis- legt fleira. Þeir eru með mér Magnús R. Einarsson, Ragn- ar Sigurjónsson og Einar Sigurðsson og við höfum spilað opinberlega nokkr- um sinnum. Fórum meðal annars á tón- listarhátíð í Stokk- hólmi, sem helguð er tónlist Cornelisar, fyrir tveimur árum og spiluðum þar á Mosebacken sem ég held að sé elsta svið í Skandinavíu. Það hefur verið notað síðan á tímum Bell- mans. Þetta þótti okkur mikil upphefð og óskaplega gaman en það var ekki frá því að maður væri pínulítið nervös, svo vægt sé til orða tekið.“ Annað áhugamál Eggerts er hestamennskan. Hann segist hafa smitast af henni norð- ur í Skagafirði í æsku og það sé baktería sem engin leið sé að losna við. „Þetta er eins og hver annar sjúkdómur. Ég er alveg ómögulegur maður ef ég kemst ekki á bak reglulega. Svo hef ég verið svo heppinn að fá að fara nokkrar hestaferðir með Ólafi Flosasyni sem aðstoðarkokkur og leiðsögumaður og þar hef ég lært að stúdera sósíallíf hestanna, sem er mikil og skemmtileg stúdía. Við vorum kannski með kílómetra langt stóð eða meira og maður sá hvernig hóparnir börðust inn- byrðis, hvernig þeir unnu saman, hvernig einstaklingar innan hóp- anna tóku upp vinskap og svo framvegis. Algjörlega heillandi samfélag.“ Umhverfisverndarsinni í ham Öll áhugamál Eggerts blikna hins vegar í samanburði við áhuga hans á umhverfismálum. Um leið og hann byrjar að tala um þau kemur glampi í augun, hann baðar út höndum og sannfæring- arkrafturinn stig- magnast eftir því sem hann talar lengur. „Sóunin er stærsta vanda- málið fyrir utan notkun á plasti og öðrum gerviefn- um. Mengunin sem af því hlýst er svo óskapleg. Eins og málin standa núna geta tæplega 30% af hvölum, selum og ísbjörnum í Norðurhöfum ekki eignast afkvæmi vegna mengunar. Öll þessi mengum fer upp í Norður- höfin og stopp- ar þar, hún gufar ekkert upp. Eftir einhverja tugi ára verður það ekkert spurning hvort við eigum að veiða eða ekki, – vegna þess að þessi dýr verða ekki til. Og afurðir okkar Íslendinga eins og fiskur- inn verða óætar og hvaða mögu- leika höfum við þá á því að búa hérna? Eigum við öll að fara að búa til ál? Ég get ekki gúdderað að þetta sé í lagi. Í samræmi við þessar hugmyndir mínar hef ég eingöngu unnið úr náttúrulegum efnum síðustu tuttugu árin til að leggja áherslu á það að okkur ber að vinna með náttúrunni en ekki á móti henni, nota það sem til fellur í hinni eðlilegu hring- rás í stað þess að horfa fram hjá því og búa endalaust til gerviefni. Mér finnst algjörlega fáránlegt að fjölmiðlar skuli slá því upp á forsíðu að frægar fyrirsætur neiti að ganga í loðfeldum. Hverj- um kemur það við? Fyrir nú utan það að þessar stelpur fá greidd- ar háar upphæðir fyrir þessar yfirlýsingar en fjölmiðlum dett- ur ekki í hug að skoða það mál. Annað mál er það að ef við erum að rækta dýr í búrum fyrir svona framleiðslu verðum við auðvi- tað að fara eins vel með þau og kostur er. Ég er dýraverndun- arsinni, sem margir setja ekki í samhengi við starf mitt, en þetta fólk áttar sig bara engan veginn á því hvernig náttúran fúnker- ar. Við hreykjum okkur af því að bjóða ferðamönnum upp á ómeng- aða og hreina náttúru, en gerum svo allt sem við getum til að spilla henni. Ég fór í Landmannalaug- ar fyrir nokkrum árum og mér var illa brugðið að sjá hvernig farið er með þessa perlu. Þarna var allt fullt af gömlum strætó- um frá hernum sem höfðu verið málaðir í alls kyns litum og gerð- ir að sjoppum. Þetta var eins og maður getur hugsað sér Klondike á sínum tíma, nema þeir voru víst ekki með gamla strætóa. Allir vilja fá að vera með í uppgripun- um en það verður einhvern veg- inn að sporna við þessu. Við þurf- um að átta okkur á því að okkar gull er náttúran og okkur ber skylda til að skila henni í sama, eða betra ástandi og við feng- um hana. Ef kapítalisminn hefur það markmið að hagvöxtur sé hálft prósent á ári hlýtur að vera hægt að heimfæra sama lögmál upp á náttúruna þannig að hún verði alltaf hálfu prósenti betri á hverju ári. Okkur ber skylda til að umgangast náttúruna af þeirri virðingu sem hún á skilið og skila henni í sem bestu ástandi til barnanna okkar. Það er okkar eina ábyrgð.“ Eggert er algjörlega óstöðv- andi þegar kemur að þessu hjart- ans máli og verður hálf hvumsa þegar skotið er inn spurningu um það hvort hann sé ekki mik- ill flakkari, en svarar þó skil- merkilega. „Nei, það er ég alls ekki. Ég þarf að flakka töluvert í sambandi við vinnuna en þar fyrir utan vil ég helst bara vera hérna. Hér er allt sem ég þarf og það dugir mér ágætlega.“ Nánast eins og Jack the Ripper Eggert feldskeri er nafn sem allir kannast við. Færri þekkja Eggert Jóhannsson, manninn á bak við nafnið. Hvaðan kom hann? Hver er hann? Hvert er hann að fara? Friðrika Benónýsdóttir tók hús á Eggert og rakti úr honum garnirnar. EGGERT JÓHANNSSON FELDSKERI tældi samferðakonu sína til lags við sig með því að spila á gítar og syngja fyrir hana. Hans sérstaka uppáhald eru lög og textar Cornelis Vreeswijk sem hann syngur með hljómsveitinni Spottum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mér finnst algjör- lega fáránlegt að fjölmiðlar skuli slá því upp á for- síðu að frægar fyrirsætur neiti að ganga í loð- feldum. Hverjum kemur það við?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.