Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 90
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR54 54 menning@frettabladid.is Myndir Höskuldar Harra Gylfasonar sem hann sýnir á Mokka eru nefndar eftir götuheitum sem eru ekki til í raunveruleikanum. „Ég hef alls engar fyrirfram mót- aðar hugmyndir þegar ég byrja á myndunum, heldur byggja þær alfarið á spuna. Ég gríp blaðið og byrja, stundum heppnast það og stundum ekki, en þá reyni ég að bjarga mér fyrir horn og fer í aðrar áttir á nýjar slóðir. Þetta er eins og að fara inn í frumskóg,“ segir myndlistarmaðurinn Hösk- uldur Harri Gylfason sem opnað hefur sýninguna Götur bæjarins á kaffihúsinu Mokka við Skólavörðu- stíg. Myndir Höskuldar Harra eru unnar með blandaðri tækni og notar hann meðal annars túss, kaffi og tréliti við gerð þeirra. Þetta er sjötta einkasýning Höskuldar Harra, en hann útskrif- aðist úr Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1987. Myndirn- ar tólf á sölusýningunni á Mokka heita allar eftir götum sem hljóma eins og þær séu til en eru það ekki. „Hingað til hafa myndirnar mínar verið án titils, því sjálfum finnst mér fremur tilgerðarlegt og eyði- leggjandi að skrifa inn á myndirn- ar og nefna þær. En fyrir suma er það mikilvægt og því fór ég inn á Já.is, gúgglaði götuheiti eins og Torfhólar 176, Starland 64, Rauð- hólabraut 83 og fleiri, og ef þau voru ekki til þá notaði ég þau.“ Listamaðurinn hefur ekki áður haldið sýningu á kaffihúsi en segir verk sín smellpassa inn í hið sögu- fræga Mokka. „Ég hef lengi verið dapur yfir þróuninni hjá gallerí- unum, þar sem vel er mætt á opn- anir en svo koma sárafáir á sýn- ingar næstu vikurnar á eftir. Þetta hefur breyst mjög mikið til hins verra á síðustu árum, jafnvel hjá vel þekktum listamönnum. Mér finnst frábært að sýna á Mokka. Sumir listamenn vilja ekki sýna á kaffihúsum, en það er bara ein- hver bömmer í þeim,“ segir Hösk- uldur Harri og bætir við að jafnt og þétt rennerí af fólki á öllum aldri á Mokka sé jákvætt, þar sem margir meti og melti verkin og hafi á þeim álit. Höskuldur Harri starfar sem grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu, hannar listaverkabækur í hjáverkum og kennir af og til við Listaháskóla Íslands, en honum bregður einnig reglulega fyrir í sjónvarpsauglýsingum á skjáum landsmanna. Hann hefur meðal annars leikið í eftirminnilegum auglýsingum fyrir SP-fjármögnun og SS-pylsur. „Maður lætur plata sig út í ýmislegt, en það er gaman að þessu,“ segir Höskuldur Harri. Sýning hans á Mokka stendur yfir til 16. mars. kjartan@frettabladid.is Rauðhólabraut og Starland GÖTUR BÆJARINS Höskuldur Harri segist kunna betur við að sýna verk sín á Mokka en í listagalleríum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópr- ansöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja aríur og ljóð eftir Rossini, Grieg, Liszt, Wagner, Strauss, Puccini og Verdi á tónleikum í Salnum í dag, laugardag, klukkan fimm. Tónleikagestum er boðið í ferðalag tóna og söngs þar sem dramatísk sópranrödd Bylgju Dísar og píanóleikur Helgu Bryn- dísar bera þá á vit ævintýra er jafnan eiga sér stað við vatn eða á. Á einu síðdegi bera aríurnar og ljóðin áheyrendur í Kappróður í Feneyjum, slást í för með vatna- lilju er berst með straumnum, skyggnast í hugarheim pilts er bíður unnustu sinnar við vatnið, kynnast ást, gleði og sorg, hitta konuna sem syngur við Rínarfljót og svo mætti áfram telja. Bylgja Dís Gunnarsdóttir útskrifaðist frá Söngskólanum í Reykjavík haustið 2003 og frá Royal Scottish Academy of Music and Drama árið 2007. Meðal hlut- verka Bylgju Dísar eru Flora í uppsetningu Íslensku óperunnar á La Traviata 2008 og hlutverk Giovönnu í Rigoletto 2011. Árið 2010 vann Bylgja Dís 1. verðlaun í The Barry Alexander Internation- al Vocal Competition og söng við það tilefni í Carnegie Hall. Helga Bryndís Magnúsdóttir útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987 sem píanó- kennari og einleikari. Hún stund- aði framhaldsnám í Vínarborg og Helsinki. Hún hefur verið virk sem píanóleikari, bæði sem ein- leikari og í kammertónlist, með söngvurum, í CAPUT hópnum og með Sinfóníuhljómsveitum. Aríur og ljóð frá árbakkanum BYLGJA DÍS OG HELGA BRYNDÍS Rossini, Grieg, Liszt, Wagner, Strauss, Puccini og Verdi verða á dagsskránni í Salnum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BACH-TENÓR Í SKÁLHOLTSDÓMKIRKJU Benedikt Kristjánsson tenór og Jón Bjarnason dómorganisti í Skálholti flytja aríur og resitatív úr kantötum og passíum og þekkt orgelverk eftir Johann Sebastian Bach í Skálholtsdómkirkju í dag, laugardag, klukkan 15. Aðgangur er ókeypis. Fyrr á þessu ári réð Borgarleik- húsið sex ung leikskáld til að semja stutt verk fyrir leikhúsið. Stefnt er að uppsetningu hluta þeirra á næsta ári. Nú auglýsir leikritun- arsjóður Leikfélags Reykjavíkur í þriðja sinn eftir umsóknum um stöðu Leikskálds Borgarleikhúss- ins. Stjórnarformaður Leikritun- arsjóðs er frú Vigdís Finnboga- dóttir. Markmið sjóðsins er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Stjórn sjóðsins velur höfund úr hópi umsækjenda sem býðst eins árs samningur við Borgar- leikhúsið. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samnings- tímanum og verður hluti af starfs- liði Borgarleikhússins og nýtur aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðu- nauta. Unnið skal að ritun leik- verks á tímabilinu með uppsetn- ingu í huga, auk þess sem skáldið kynnir sér leikhúsformið. Stefnt er að því að leikverk, eitt eða fleiri, sem unnin eru á samningstíma, verði sviðsett í Borgarleikhúsinu. Tvö leikskáld hafa þegar starfað á vegum leikritunarsjóðsins með prýðilegum árangri, Auður Jóns- dóttir árið 2009 og Jón Gnarr árið 2010. Leit að leikskáldi Borgarleikhúss AUÐUR JÓNSDÓTTIR RITHÖFUNDUR var Leikskáld Borgarleikhússins 2009. Nú auglýsir leikhúsið eftir umsóknum um stöðuna fyrir yfirstandandi ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.