Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 46
Kynning Ég keypti umboðið af skó-smiðnum Högna Einarssyni sem hafði ofurtrú á merkinu en hann kenndi mér allt sem ég kann í sambandi við góða skó,“ segir eigandinn Gunnlaugur Örn Valsson. LOMER er vinsælt merki í Evrópu og gæðin eru að sögn Gunnlaugs ótvíræð. Því eru leiðsögumenn Útivistar sammála sem og björgunarsveitarmenn og aðrir gönguhrólfar sem hafa hlað- ið skóna lofi eftir að hafa gengið á þeim um fjöll og firnindi. „Samstarfið við Útivist hefur reynst afar vel en í versluninni að Laugavegi 178 gengur fólk að afgreiðslufólki með reynslu af gönguferðum vísu og fær örugg- ar leiðbeiningar um það hvernig skór henta við tilteknar aðstæð- ur. Þá höfum við verið að vinna með öllum helstu hjálparsveitum landsins og flytjum meðal annars inn sérstaka jöklaskó til að mæta þeirra þörfum, svo þetta er sífellt að vinda upp á sig,“ segir Gunn- laugur. Hann býður upp á fjöl- margar gerðir sem henta fyrir allar tegundir gönguferða; allt frá göngum á jafnsléttu og upp í alvöru fjallgöngur á hæstu tinda heims. Skórnir eru misháir og misstífir eftir því hvað hentar. „Þeir eru allir með Vibram-sóla og sérstaklega góðu gripi. Þeir eiga það sameiginlegt að vera fisléttir en þyngsti skórinn vegur 650 grömm. Skórnir eru úr þykku Nabuk-leðri sem er það besta sem völ er á og hentar sérstaklega vel við íslenskar aðstæður. Það þarf hins vegar að bera á þá eins og alla leðurskó og fylgir tilheyrandi áburður með. Með réttri með- höndlun er endingin afar góð og verðið með því lægsta sem gerist. Gunnlaugur segir mikla vakn- ingu hafa verið í gönguferðum frá því að hann hóf rekstur. „Ég byrj- aði rétt eftir hrun og þá var þetta aðeins byrjað. Ég fór þó aðallega út í þetta af því að ég hafði trú á vörunni en í kjölfarið kom þessi mikla vakning sem er virkilega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað þetta gefur fólki mikið og spretta gönguhópar upp úti um allt hvort sem er meðal ættingja, vina eða vinnufélaga. Til að mæta þeim höfum við verið að gera þeim góð hópatilboð. Góðir skór eru lykilatriði Gönguskór.is selur gönguskó frá ítalska skóframleiðandanum LOMER. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 en frá upphafi hefur verið náið samstarf við ferðafélagið Útivist þar sem skórnir eru seldir. Skórnir eru fisléttir en þyngsta týpan vegur einungis 650 grömm. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fjallganga er frábær hreyfing og tekur á öllum helstu vöðvum líkamans. Á uppleið reynir mikið á rass, kálfa og aftanverð læri en á niðurleið reynir sérstaklega á framanverð læri. Í kaupbæti fá göngugarpar ferskt loft í lungun. Hippókrates vissi greinilega hvað hann söng. Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að ganga er eitt það heilsusamlegasta sem hægt er að gera. Niðurstöðurnar benda til að reglulegar gönguferðir dragi verulega úr hættu á bæði sykur- sýki og hjartasjúkdómum, lækki blóðþrýsting, auki þéttni beina og svo mætti lengi telja. Vefsíð- an medicinenet.com hefur tekið saman átta bestu ástæðurnar fyrir því að taka upp reglulegar göngur. 1 Gönguferðir vinna gegn því að fólk fái áunna sykursýki. Rannsóknir sýna að með því að ganga rösklega í 150 mínútur á viku minnka líkurnar á sykursýki um heil 58 prósent. 2 Ganga styrkir hjörtu karl-manna. Dánartíðni karla á eftirlaunum úr hjartasjúkdómum er helmingi minni hjá þeim sem ganga reglulega en þeim sem gera það ekki. 3 Ganga er holl fyrir heilann. Konur sem ganga í einn og hálf- an tíma á viku eru mun minnisbetri og eiga auðveldara með samhæfðar hreyfingar en þær sem ekki ganga. 4 Ganga styrkir beinin. Marg-ar rannsóknir sýna að konur sem ganga reglulega eftir tíða- hvörf hafa mun þéttari bein og eiga síður á hættu að fá beinþynn- ingu en aðrar konur. 5 Ganga dregur úr einkennum þunglyndis. Þrjátíu mínútna ganga þrisvar í viku minnkaði ein- kenni hjá þunglyndissjúklingum um 47 prósent í einni könnuninni. 6 Ganga dregur úr hættunni á að fá brjósta- eða ristilkrabba- mein. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að þeir sem ganga reglu- lega fá sjaldnar brjósta- eða ristil- krabbamein. 7 Ganga er styrkjandi fyrir allan líkamann. Þetta er óum- deilanlegt og talið að nóg sé að ganga í þrjátíu mínútur þrisvar í viku til að komast í ágætis form. 8 Göngur auka styrk og liðleika. Ganga gagnast í baráttunni við stirðnun vöðva og liðamóta. - fsb Átta góðar ástæður til þess að byrja að ganga Hippókrates sagði á sínum tíma að gangan væri besta læknislyf sem fólk ætti völ á. Það hefur ekkert breyst í aldanna rás og auknar rannsóknir renna enn frekari stoðum undir þessa kenningu. Reglulegar gönguferðir eru ein besta líkamsrækt sem hægt er að stunda. Ávinningurinn er margfaldur á ýmsum sviðum. Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu Skjót og góð þjónusta! 38x15,5R15 arctictrucks.is 38 tommu dekk sem er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður. - Slitsterkt - Endingargott - Hljóðlátt - Míkróskorið - Neglanlegt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.