Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 98
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR62
Jennifer Aniston efast um að
kvikmynd byggð á sjónvarpsþátt-
unum Friends verði nokkurn tím-
ann gerð. „Ég get ekki ímyndað
mér hvernig hún yrði, kannski ef
hún myndi gerast mörgum árum
síðar,“ sagði leikkonan við The
Hollywood Reporter.
„Friends-þættirnir eiga að vera
í stofunni heima, þeir eiga ekki
heima í kvikmyndahúsi,“ sagði
hún og bætti við: „Ég hafði mjög
gaman af því sem ég gerði fyrir
tíu árum. Það var yndislegt og
virkilega gaman en það yrði erf-
itt að toppa það. En samt á maður
aldrei að segja aldrei.“
Líst ekkert á
Friends í bíó
MEÐ EFASEMDIR Jennifer Aniston efast
um að kvikmynd byggð á Friends verði
nokkurn tímann gerð.
Íslandsvinurinn Gerard Butler
lauk á dögunum þriggja vikna
meðferð á Betty Ford-meðferðar-
stöðinni vegna verkjalyfjafíknar,
samkvæmt vefsíðu breska dag-
blaðsins Daily Mirror. Skoski
leikarinn hóf að taka inn verkja-
lyf árið 2006, þegar hann vann við
myndina 300. Hann lenti í alvar-
legu brimbrettaslysi í desember
síðastliðnum sem á að hafa aukið
á vandann.
Butler kom til Íslands árið 2005
og lét hafa eftir sér að landið væri
einn af sínum uppáhaldsstöðum.
Gerard Butler
í meðferð
LEITAR HJÁLPAR Gerard Butler ræður
ekki við neysluna.
Sigur söngkonunnar Alyonu Lanskaya í Eurovision-söngkeppninni í
Hvíta-Rússlandi hefur dæmdur ógildur.
Lanskaya vann undankeppnina, EuroFest, með laginu All My Life
14. febrúar síðastlið-
inn. Rokkhljómsveit-
in Litesound lenti í
öðru sæti í keppn-
inni, þrátt fyrir að
hafa unnið næstum
allar skoðanakann-
anir sem gerðar voru
fyrir keppni. Strax að
undankeppninni lok-
inni blossuðu því upp
efasemdir um að sig-
urinn væri réttmætur
sem leiddi til þess að
forseti landsins, Alex-
ander Lúkatsjenko
kallaði eftir rannsókn
á niðurstöðu síma-
kosningarinnar sem
Lanskaya var sögð
hafa unnið.
Rannsóknin leiddi í ljós að átt hafði verið við niðurstöður kosning-
arinnar og höfðu strákarnir í Litesound í raun borið sigur úr býtum.
Litesound kemur því til með að vera framlag Hvít-Rússa í Bakú í lok
maí með lagið We Are the Heroes, en þetta var í fjórða skipti sem
hljómsveitin komst í undanúrslit EuroFest. - trs
Litesound dæmdur
sigur í undankeppni
RÉTTIR SIGURVEGARAR Hljómsveitin Litesound verður
fulltrúi Hvíta-Rússlands í Eurovision í Bakú.
RALPH LAUREN
Tískuvikan í New York fór fram í byrjun febrúar
og sýndi okkur hvað verður efst á baugi tísku-
heimsins komandi haust og vetur samkvæmt
hönnuðum þar í borg. Hnésídd í pilsum og kjól-
um var allsráðandi sem og víðar skálmar og
háir kragar.
Hnésítt og útvítt
í New York
VÍÐAR SKÁLMAR
Útvíðar buxnaskálmar og
víð snið verða allsráðandi í
buxnatískunni síðar á árinu.
Litríkar og munstraðar buxur
eða hin klassísku herrasnið
fyrir konur mátti meðal
annars sjá á tískupöllunum
hjá Ralph Lauren og Veru
Wang.
HÁIR KRAGAR
Hönnuðirnir sem
sýndu í New York vilja
greinilega að konur feli
á sér hálsinn næsta
haust. Háir kragar í
peysum, jökkum og
bolum mátti meðal
annars sjá hjá Alex-
ander Wang, Nicholas
K og Lacoste.
HNÉSÍTT
Stuttir kjólar og pils verða á
undanhaldi næsta vetur en
hönnuðir á borð við Marc Jacobs
og Victoriu Beckham boðuðu
hnésíð pils og kjóla. Jacobs
var þó meira í víðum sniðum á
meðan Beckham sýndi níð-
þrönga kjóla með grófum
rennilásum á bakinu.
VICTORIA BECKHAM
MARC JACOBS
VERA WANG
BCBG MAX AZRIA
LACOSTENICHOLAS K
RALPH
LAUREN