Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 76
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR40
O
fbeldisalda sem hefur
gengið yfir Malmö
síðustu misseri hefur
undanfarið náð áður
óþekktum hæðum
og tíðni alvarlegra
árása og morða á sér ekki hliðstæðu
í Svíþjóð á síðari árum. Átta morð
tengd glæpaklíkum í borginni hafa
verið framin á rétt rúmu ári, þar af
þrjú í janúarmánuði einum saman,
auk fjölda annarra brota og árása.
Rætur vandans í Malmö liggja
ansi djúpt og trúlega er langt þang-
að til að fullnaðarsigur vinnst.
Almenningur lætur þó ekki slá sig
út af laginu heldur hagar sínu lífi
með sama hætti en óþolið gagnvart
vígaferlum glæpahópanna færist
sífellt í aukana.
Ískyggileg þróun
Malmö er höfuðstaðurinn á Skáni,
syðsta héraði Svíþjóðar og stendur
við Eyrarsund, gegnt Kaupmanna-
höfn. Malmö er þriðja fjölmenn-
asta borg Svíþjóðar með rúmlega
300.000 íbúa, litlu færri en allt
Ísland, en um þrjátíu prósent borg-
arbúa eru innflytjendur.
Síðustu ár hafa glæpaklíkur fest
sig í sessi í borginni og í kjölfar-
ið hefur skotvopnaeign stóraukist
og ofbeldisglæpum hefur fjölgað
mikið, sérstaklega í samanburði við
aðrar stærri borgir í Svíþjóð. Sem
dæmi má nefna að samkvæmt opin-
berum tölum var tilkynnt um tvö-
falt fleiri vopnaðar árásir í Malmö
á síðustu fimm árum en árin fimm
þar á undan. Á síðasta ári voru
gerðar þrettán alvarlegar árásir,
það er morð eða drápstilraunir með
vopni, á hverja 100 þúsund íbúa í
Malmö en landsmeðaltalið er tvær
á hverja 100 þúsund íbúa. Munurinn
er einnig greinilegur í samanburði
við hinar stórborgirnar, þar sem
„aðeins“ var um þriðjungsaukning
á vopnuðum árásum í Gautaborg á
milli þessara fimm ára tímabila og
í Stokkhólmi fækkaði þeim.
Þessu beintengt hefur ólögleg-
um skotvopnum fjölgað geysilega
á svæðinu og samkvæmt tölum frá
lögreglunni á Skáni hafa um 200
skotvopn verið gerð upptæk á ári
síðustu fjögur ár.
Átta morð tengd glæpaklíkum
Síðasta árið hefur ofbeldið í Malmö
þó keyrt um þverbak. Frá 10. júlí
hafa átta látið lífið í tengslum við
meint uppgjör í undirheimum borg-
arinnar. Þar af voru sex myrtir frá
nóvember fram í janúar. Yngsta
fórnarlambið er 15 ára piltur sem
var skotinn á nýársnótt.
Auk þess sprakk sprengja við
hverfislögreglustöð í borginni 1.
febrúar, en enginn meiddist. Til-
ræðismennirnir komust undan í
öllum þessum tilfellum.
Uppgjör milli glæpahópa
Erfitt er að segja til um nákvæm-
lega hvað liggur að baki þessari
aukningu, en í samtali við Svenska
Dagbladet fyrir skemmstu sagði
Daniel Vesterhav, sérfræðingur hjá
glæpaforvarnaráði sænskra stjórn-
valda, að útlit væri fyrir að ný kyn-
slóð glæpamanna væri að ryðja sér
til rúms í Malmö, sem og víðar um
land. Þeir væru klíkusæknari en
glæpamenn af „gamla skólanum“
og legðu meira upp úr stöðu og virð-
ingu innan glæpaheimsins. Metnað-
ur fyrir því að klífa upp metorða-
stiga glæpahópa felur svo gjarna í
sér skotvopnaeign og notkun þeirra.
Vesterhav segir að skýringar á
nýlegri hrinu ofbeldisverka megi
rekja til þess að um uppgjör milli
glæpahópa sé að ræða, eitt ódæð-
ið leiði af öðru og fyrr en varði sé
kominn af stað vítahringur ofbeld-
is og hjaðningarvíga, sem ekki sér
enn fyrir endann á.
„Smávægilegt ósætti getur þess
vegna undið upp á sig og orðið að
stórmáli án þess að maður muni
endilega um hvað var deilt til að
byrja með,“ sagði Vesterhav.
Ráðast þarf að rótunum
Síðasta hrina ofbeldisverka í
Malmö vakti mikla athygli og kall-
aði á sterk viðbrögð.
Lögreglan hefur stóraukið við-
veru og sýnileika lögreglumanna á
götum Malmö og sérsveit sænsku
lögreglunnar gegn skipulagðri
glæpastarfsemi, GOB, er með mik-
inn viðbúnað í borginni.
Það hefur þó ekki skilað miklu
enn sem komið er, því að enginn
hefur verið ákærður vegna morð-
anna átta og ekkert málanna er upp-
lýst.
Alls óvíst er hvort hertar lög-
gæsluaðgerðir séu best til þess
fallnar að slá á glæpatíðnina. Meðal
þeirra sem sem eru efins um að
slíkt dugi til, eitt og sér, er Jerzy
Sarnecki, prófessor í afbrotafræði
við Háskólann í Stokkhólmi.
Í grein í Svenska Dagbladet segir
Sarnecki að þó að vissulega sé mik-
ilvægt að mæta hækkandi glæpa-
tíðni með samstilltu löggæslu-
átaki, þurfi einnig að greina rætur
vandans. Til þess þurfi að gæta að
margvíslegum og djúpstæðum sam-
félagslegum þáttum.
Sarnecki segir það viðurkennda
staðreynd að í hverfum þar sem
fátækt er viðvarandi, líkt og víða
er í Malmö, sé líklegra að ungt fólk
sem fer halloka í lífinu þvælist út
á refilstigu glæpa. Atvinnuleysi,
veikar stofnanir í samfélaginu,
takmarkaðir framtíðarmöguleikar
og vantraust á yfirvöldum, sérstak-
lega lögreglu, eru meðal þess sem
er landlægt við slíkar aðstæður.
„Ungt fólk (sérstaklega menn)
úr þess háttar umhverfi leitar í
auknum mæli í skipulagða glæpa-
starfsemi þegar það áttar sig á því
að erfitt sé með löglegum hætti að
öðlast efnahagsleg gæði eða félags-
lega stöðu í líkingu við lánsamari
jafnaldra þeirra,“ segir Sarnecki
og bætir við að slíkt ástand drífi
áfram andfélagslega hegðun, til
dæmis fíkniefnanotkun og afbrota-
hneigð.
Að hans mati er því vænlegast
til árangurs til lengri tíma að upp-
ræta fátæktina, atvinnuleysið og
vonleysið sem einkennir nú mörg
hverfi í Malmö, og raunar víðar í
Svíþjóð. Mikilvægt sé að láta ekki
staðar numið þó takist muni að slá
á yfirstandandi glæpaöldu, held-
ur halda áfram að vinna á rótum
vandans.
Einkenni og orsakir
Þrátt fyrir ófremdarástandið
sem ríkir í Malmö þessa dagana
segjast íbúarnir reyna að lifa
sínu lífi, enda séu átökin í borg-
Samfélagsbölið birtist í ofbeldi
Undanfarna mánuði hefur hrina morða og ofbeldisverka gengið yfir í sænsku borginni Malmö. Þorgils Jónsson kynnti sér ástand-
ið og orsakirnar sem liggja þar að baki. Íslendingur búsettur í Malmö segir lífið ganga sinn vanagang þrátt fyrir allt.
Skálmöld hefur ríkt í undirheimum Malmö að undanförnu þar sem hvert
morðið hefur rekið annað.
■ 24. nóv: 31 árs klíkuleiðtogi skotinn til bana.
■ 20. des: Tveir grímuklæddir menn skjóta 55 ára gamlan iðnaðarmann til bana.
■ 26. des: 27 ára gamall maður skotinn til bana af grímuklæddum manni í
verslun.
■ 1. janúar: 15 ára piltur skotinn í höfuð og brjóst í hinu alræmda Rosengården-
hverfi. Deyr á sjúkrahúsi skömmu síðar.
■ 3. janúar: 48 ára gamall maður skotinn til bana á götu um hábjartan dag.
■ 31. janúar 48 ára gamall leigubílstjóri skotinn til bana.
■ SEX MORÐ Á SEX VIKUM
■ 2011: BLÓÐUGT ÁR
Særðust eftir
skotárásir.10
sprengjur voru
sprengdar í borg-
inni16
Tilkynningar um
skothríð í borginni.23
Skotnir til bana.6
inni að mestu milli glæpahóp-
anna.
Þó er ljóst að fái ástandið að
gerjast enn frekar er viðbúið að
illa fari áður en langt um líður.
Það er hægt að taka fast
á málum og hefta starfsemi
glæpahópanna og vinna gegn
skotvopna flauminum en þar til
unnið hefur verið á samfélags-
böli vonleysis í fátækrahverfum
Malmö verður aðeins um tíma-
bundnar lausnir að ræða, sem
beinast frekar að einkennum
sjúkdómsins heldur en orsökum
hans.
(Heimildir: Expressen, Aftonbla-
det og Svenska Dagbladet)
MÓTMÆLA OFBELDI Ættingjar 15 ára pilts sem lést eftir skotárás á nýársnótt komu saman í miðborg Malmö til að mótmæla
framferði glæpagengjanna, en fjöldi manna liggur í valnum eftir vargöld síðustu mánaða. NORDICPHOTOS/AFP
Hundruð Íslendinga eru búsett í Malmö og næsta nágrenni. Þeirra á meðal
er Smári Jökull Jónsson, sem hefur búið í
Malmö í tæp þrjú ár ásamt fjölskyldu sinni.
Þau búa í nágrenni miðborgarinnar, en Smári
segir glæpaölduna lítil áhrif hafa haft á
þeirra daglega líf.
„Þessir atburðir eru mestmegnis tengd-
ir skipulagðri glæpastarfsemi og gerast
innan þeirra hópa. Þetta er því ekki að
trufla hinn almenna borgara að ráði.
Glæpagengin hafa verið stórt vandamál í
Malmö, en þessar árásir undanfarið bein-
ast að öðrum klíkum frekar en almenn-
ingi.“
Smári segir þó að atburðir liðinna mán-
aða setji svip sinn á borgarlífið.
„Það hefur auðvitað verið mikil umræða
um þessi mál og maður kemst ekki hjá því
að heyra af því. Síðustu vikur hefur lög-
reglan verið að bæta í starfsemi sína og er
orðin mikið sýnilegri. Þessi verstu tilfelli
eru að mestu bundin við ákveðin hverfi þar
sem glæpagengin eru. Það eru hverfi eins
og Rosengård þar sem er mikið af innflytj-
endum og íbúar standa ef til vill ekki svo
vel, hvorki fjárhagslega né félagslega. Við
verðum þó ekkert vör við neitt slíkt í okkar
hverfi þó að við séum niðri í miðbæ og hér
búi margir innflytjendur.“
■ SJÓNARHORN ÍSLENDINGS Í MALMÖ
Glæpaaldan hefur lítil áhrif á daglegt líf almennings í Malmö
Smári Jökull Jónsson, íbúi í Malmö
Álftanes, Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur,
Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, Vogar.
Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona
sem veitir, eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir
það starf.
Franska Rivieran, Cannes og Mónakó 2. - 9. júní
Aðventuferð til München 8. - 11. desember
Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti
pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum
dögum frá 27. febrúar til 7. mars:
Svanhvít Jónsdóttir 565 3708
Ína Jónsdóttir 421 2876
Guðrún Eyvindsdóttir 422 7174
Valdís Ólafsdóttir 566 6635
Sigrún Jörundsdóttir 565 6551
Orlofsnefndin
Húsmæðraorlof Gullbringu-
og Kjósarsýslu