Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2012
ÓSKAST TIL LEIGU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
15211 - Fullbúið skrifstofuhúsnæði
óskast á leigu fyrir
Hagstofu Íslands
Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu viðbótar skrif-
stofuhúsnæði fyrir Hagstofu Íslands. Miðað er við að
húsnæðið verði tekið á leigu til 3ja ára, með möguleika
á framlengingu, að þeim tíma liðnum, um 2 ár, full-
búið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um
staðsetningu við Borgartún eða í næsta nágrenni, gott
aðgengi og næg bílastæði. Æskilegt er að húsnæðið sé
í um 5 mín. göngufjarlægð frá Borgartúni 21a, þar sem
Hagstofa Íslands er til húsa.
Húsrýmisþörfin er áætluð um 565 fermetrar og skiptist
það í almennar skrifstofur og þjónusturými tengd þeim.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið
verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu
Ríkiskaupa www.rikiskaup.is mánudaginn, 27. febrúar,
2012.
Fyrirspurnir varðandi verkefni 15211 (útboðsnúmer
Ríkiskaupa) skulu sendar á netfangið www.utbod@
rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa.
Fyrirspurnarfrestur rennur út 6. mars 2012, en svarfrestur
vegna fyrirspurna er til og með 9. mars 2012.
Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og
staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til
Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en
þriðjudaginn 13. mars 2012.
ÓSKAST TIL LEIGU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
15190 - Fullbúið Skrifstofu-,
æfinga- og sýningarhúsnæði
óskast á leigu fyrir
Íslenska dansflokkinn
Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu ofangreint húsnæði fyrir
Íslenska dansflokkinn. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á
leigu til 7ára með framlengingarmöguleika eftir það til allt að 5
ára, samkvæmt nánari ákvæðum í væntanlegum leigusamningi.
Húsnæðið skal vera fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð
er krafa um staðsetningu þess innan póstnúmers 103, vegna
samvinnu dansflokksins og Borgarleikhússins. Gerð er krafa um
gott aðgengi og næg bílastæði.
Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 700 fermetrar og skipt-
ist það í um 220 ferm skrifstofurými, um 150 ferm þjónusturými
og um 325 ferm sýninga- og áhorfendasvæði.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að upp-
fylla eru aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is .
Fyrirspurnir varðandi verkefni 15190 (útboðsnúmer Ríkiskaupa)
skulu sendar á netfangið www.utbod@rikiskaup.is og verða svör
birt á vef Ríkiskaupa. Fyrirspurnarfrestur rennur út þriðjudaginn
28. febrúar 2012, en svarfrestur við fyrirspurnum er til og með
föstudeginum, 2. mars 2012.
Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning
húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7,
105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn, 6. mars 2012.
Framkvæmdastjóri FSÍ
Fimleikasamband Íslands leitar að
framkvæmdastjóra í fullt starf
Starfsemi FSÍ hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og þarf
sambandið því á öflugum einstaklingi að halda sem er drífandi
og getur starfað sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Hann lýtur
stjórn FSÍ og ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun sam-
bandsins. Hann mun einnig koma að stefnumörkun og fylgja
henni eftir. Töluvert mikil samskipti verða við starfshópa FSÍ og
hagsmunaaðila. Hann verður málsvari FSÍ út á við og gagnvart
fjölmiðlum og þarf því að geta tjáð sig vel í ræðu og riti. Starfið
er krefjandi en jafnframt skemmtilegt og fjölbreytt.
Helstu starfssvið
o Starfsmannahald
o Dagleg stjórnun og rekstur
o Framkvæmd stefnu og þátttaka í stefnumótun FSÍ
o Samskipti og samstarf við starfshópa FSÍ, hagsmunaaðila
og fjölmiðla
o Málsvari FSÍ út á við
Menntunar- og hæfniskröfur
o Háskólapróf æskilegt
o Áhugi á íþróttum
o Góð færni í mannlegum samskiptum
o Sjálfstæði og frumkvæði í starfi, skipulagshæfni, drífandi
í vinnubrögðum
o Reynsla af rekstri og umsýslu fjármála
o Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf
sendist til skrifstofu Fimleikasambands Íslands, Íþróttamiðstöðin
Laugardal, Engjvegi 6, 104 Reykjavík eða til formanns FSÍ,
thorgerdur.laufey.didriksdottir@gmail.com fyrir 7.mars nk.
Upplýsingar um starfið veitir formaður sem jafnframt tekur vð
umsóknum. Launakjör eru samkvæmt samningi VR við SA.
Efling-stéttarfélag
auglýsir framboðsfrest
Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna
kosningar stjórnar félagsins fyrir kjör tímabilið 2012-2014.
Tillögur skulu vera um 8 stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt
10. gr. laga félagsins. Þá skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga
fyrir kjörtímabilið og einn varamann.
Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrif-
stofu félagsins frá og með mánudeginum 27. febrúar 2012.
Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á
hádegi mánudaginn 5. mars nk.
Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna.
Kjörstjórn
Eflingar-stéttarfélags
Íbúðarhótel í miðbæ Reykjavíkur
Gestamóttaka
Vaktir: 100% staða
Starfið felur í sér:
Gestamóttöku
Utanumhald um bókanir
Sala dagsferða
Umsjá þvottahúss
og önnur tilfallandi verkefni.
Um er að ræða vaktarvinnu og er reynsla í
gestamóttöku nauðsynleg. Einstaklingur þarf að vera
þjónustulundaður, jákvæður og með sjálfstæð
vinnubrögð. Tungumála og tölvukunnátta er skilyrði.
Yfirþerna
Vaktir: 100% staða
Starfið felur í sér:
Yfirumsjón með þrifum og þernum
Ráðningar starfsmanna
Samskipti við gestamóttöku
Um er að ræða vaktavinnu og er 2 ára reynsla
af hótel þrifum nauðsynleg.
Einstaklingur þarf að vera þjónustulundaður,
jákvæður og með sjálfstæð vinnubrögð.
100‰ trúnaði heitið
Umsóknir sendist á box@frett.is fyrir 2 mars.
GRANDAGARÐUR 16 - SKRIFSTOFUKLASI
Auglýsing um útboð vegna endurbóta á húsnæði
Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið
Grandagarður 16 - skrifstofuklasi
Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim
reglum sem um það gilda.
Um er að ræða endurnýjun glugga og innréttingu
hluta 2. hæðar að Grandagarði 16, Reykjavík og
breytingu á inngangi á 1. hæð. Stærð húsnæðis er
um 860 m².
Útboðið innfelur rif og förgun á núverandi gluggum
í útvegg, lögnum, steinsteypusögun, gröft fyrir nýrri
lyftugryfju ofl. Einnig er báruplast í mæni fjarlægt og
þak endurbætt með nýju járni og þakgluggum.
Útboðið innfelur einnig smíði nýrra glugga, millivegg-
ja, innihurða og glerveggja, lofta og fastra innréttinga,
endurnýjun neysluvatnslagna og hita- og frárennslis-
lagna og endurnýjun raflagna, tölvulagna, loftræsti-
lagna og uppsetningu öryggiskerfa. Nýr inngangur er
gerður og komið þar fyrir nýrri lyftu.
Gert er ráð fyrir að verkinu verði skilað fullbúnu
1. ágúst 2012.
Útboðsgögn má nálgast á heimasíðu ASK arkitekta
ehf eftir kl. 9.00, þann 27. febrúar 2012 á www.ask.is
án endurgjalds, eða panta á pappír á sama stað gegn
ljósritunarkostnaði, kr. 5000.-
Senda skal tölvupóst á:
to: steina@ask.is;jonas@ask.is
cc: pall@ask.is
og óska eftir því að fá sent aðgangsorð og upplýsingar
um aðgang að útboðsgögnum á netinu.
VETTVANGSSKOÐUN VERÐUR FIMMTUDAGINN
1. MARS 2012 KL. 10.00
Tilboðum skal skila á skrifstofu Faxaflóahafna sf.,
Tryggvagötu 17 101 R. (4. hæð) fyrir kl. 14:00 þann
12. mars 2011 er þau verða opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Allar nánari upplýsingar um verkið gefur Steinunn
M. Guðmundsdóttir arkitekt í síma 515 0310 eða í
tölvupósti steina@ask.is
Útboð á borun vinnsluholu
fyrir Skagafjarðarveitur ehf.
Verkið felst í borun 1100 m djúpar vinnsluholu í
Hrolleifsdal fyrir hitaveituna á Hofsósi.
Útboðsgögn fást á skrifstofu veitnanna að
Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, sími 455-6200.
Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 11.00, 15. mars
2012 . Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 14.00
f.h. Skagafjarðarveitna ehf.
Páll Pálsson veitustjóri
Útboðsþing SI
Verklegar framkvæmdir 2012
Grand hótel Reykjavík
föstudaginn 2. mars 2012, kl 13:00 - 17:00.
Samtök iðnaðarins boða til árlegs Útboðsþings, þar
sem helstu verkkaupar leggja fram áætlanir sín og
áform um verklegar framkvæmdir.
Skráning á www.si.is
Útboð
Til leigu
Kælivirki
Ísfrost óskar eftir kælivirkja, vélvirkja eða aðila vönum
vélaviðgerðum og eftirliti með ammoníak frystikerfum til starfa.
Einnig óskum við eftir starfsmanni til viðhalds og eftirlits á smærri
kæli- og frystikerfum. Menntun er kostur en þó ekki skilyrði.
Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt við bilanagreingu og
viðgerðir ásamt uppsetningu og þjónustu. Leitað er eftir dug-
legum og jákvæðum starfsmönnum til framtíðarstarfa.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skal senda á netfangið jon@isfrost.is fyrir 3. mars 2012.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.