Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 18
18 25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðg- að daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi mennta- málaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svör- uðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. Skipulagsmál Hinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrot- inn og aðstaða frumstæð. Kenn- ara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistar- skólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlæg- um vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytis Dr. Gylfi réði fulltrúa í mennta- málaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlist- arkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistar- skólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamála- ráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélaga Frá upphafi voru tónlistarskól- arnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skip- an ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú lið- lega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af fram- kvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveit- arfélaga um starfsemi tónlistarskól- anna að geta orðið íslenskri tónlist- arfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frum- kvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálm- ur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stend- ur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn! Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frum- kvöðla sem lögðu grunn- inn að íslenskri tónlistar- fræðslu. Það liggur í loftinu ný menning. Forstjórar leiðandi fyrirtækja stíga niður úr stólum sínum og eiga lárétt samskipti við starfsfólk sitt og viðskiptavini. Þeir styrkja stöðu fyrirtækja sinna á félagstengslum á félagsmiðlum, þeir virkja hugvit og hugarflug starfsfólks síns til að ná árangri og hlúa að ímyndum vöru, vörumerkja og þjónustu með aðferð- um netsins. Og þeir nota tölvuleiki, (tilbúnar) persónur og önnur úrræði netsins til þess að tengjast réttum félagshópum á netinu. Jafnræði og félagsauður virðast handan við hornið. Nýr milliríkjasamningur? Alþjóðavæðing með tilkomu netsins og upplýsingatækninnar er smám saman að ná til íslensks samfélags. Stjórnmálamenn hafa ekki gert nýja milliríkjasamninga sem auka frelsi og opna landið fyrir alþjóðlegum áhrifum. Enda vita þeir ekki hvað- an á sig stendur veðrið. Samt eru breytingarnar mjög sýnilegar og þær munu ganga umtalsvert lengra en orðið er. Óháð samningum við önnur ríki. Við erum á hraðfleygu breytingaskeiði í sögu mannkyns- ins, viljug óviljug. Verslunin hefur nú óskað eftir lækkun innflutningsgjalda af vöru í því skyni að bæta stöðu sína. En því miður er það ekki í valdi ríkisins að bjarga vöruversluninni, enda greiðir netverslun öll innflutningsgjöld og það er hún sem ógnar. Hætt er við því að stóru alþjóðlegu vöruhúsin nái til sín umtalsverðum hluta af við- skiptum Íslendinga, en mun ganga það hægar en annars ef verslunin hér er vel rekin. Svo lengi sem ríkið lokar ekki landamærunum, sem er gert varðandi margs konar matvæli. Hliðstæða sögu er að segja frá mörgum öðrum atvinnugreinum, þær geta ekki snúið sér til ríkisins til að rétta sinn hlut, heldur þurfa þær að berjast á nýjum forsendum á alþjóðlegum markaði netsins. Tækifæri og ógnanir Þessi alþjóðavæðing nær til margra sviða innlendrar starfsemi. Í henni felast bæði tækifæri og ógnanir. Ef ekkert er að gert þá mætum við ógn- unum. Atvinna mun fyrirsjáanlega dragast saman um mörg þúsund „hefðbundin“ störf á komandi árum vegna þessarar þróunar. Framhald- ið gæti orðið kaupmáttarrýrnun og landflótti. Tækifærin eru þau sömu og ógn- anirnar. Það losnar umtalsverður hluti vinnuaflsins í landinu og hann getur tekist á við ný verðmætaskap- andi verkefni. Og þau verkefni er ekki að finna í iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi, sem nýta tæknina til fækkunar starfsfólks. Hins vegar getur mannauðurinn skapað ný verðmæti á netinu. Við þurfum að fylgja fordæmi dúkkulísavefjarins á Ísafirði, sem sýnir vel að undirbyggja má verð- mætasköpun á netinu með hugviti hvar sem er og það getur jafnvel hver sem er gert. Jöfnuður og frjálst val Þessari þróun fylgja ný sjónarmið um samskipti fólks, einkum með tilkomu gagnvirkni á netinu og félagsmiðlum. Einráðir forstjórar og stjórnmálamenn sem ekki líta á almenning sem jafningja sína eru líklegir til að endast stutt. Þann- ig eru verðmætin önnur en áður. Þau felast meðal annars í láréttum samböndum á netinu og viðskipta- vild og nýjum viðskiptaaðferðum á netinu sem eru af allt öðrum toga en áður hafa sést. Staða almennings stór styrkist því nú fá allir rödd og almenningur velur og hafnar í meira mæli en áður. Skemmtilegri störf En allt það fólk sem missir vinn- una vegna hagkvæmni netsins getur fengið skemmtilegri og betri atvinnu, valdeflst við samskipti á netinu og tekið þátt í samfélögum og mörkuðum um allan heim. Þetta snýst í aðalatriðum ekki um pen- inga eða tækni heldur um samskipti á félagsmiðlum og nýja menningu. Í stað iðnaðaraldar kemur upplýs- ingatækniöld. Einkenni hennar eru hröð gagnvirk samskipti sem skila árangri á skemmri tíma, með fleiri sjónarmiðum og þátttöku. Að horfa til framtíðar Þörfin fyrir að líta til framtíðar og opna augu landsmanna fyrir tæki- færum hennar, bæði til lengri og skemmri tíma, er gríðarlega mikil. Tækifæri smáþjóðar í alþjóðavæð- ingunni eru alls ekki minni en hjá stærri þjóðum. En við verðum að líta á allan heiminn sem viðskipta- vin ef við ætlum öll að eiga heima á Íslandi til framtíðar og hafa jafn- an kaupmátt hér á landi og íbúar nágrannaþjóðanna hafa. Bóka- og söguþjóðinni gæti verið tamt að horfa í baksýnisspegilinn og það getur orðið að aðalóvini vel- megunar og farsællar framtíðar á Íslandi. Sem stendur hrannast ógn- anir netsins og alþjóðavæðingarinn- ar að okkur og tækifærin bíða ónýtt. Enginn stjórnmálamaður berst fyrir skilningi á breytingunum eða alþjóðlegri framtíðarsýn sem bygg- ir á veruleika netsins. Ótrúlegt skeytingarleysi ríkir raunar um framtíðina hér á landi. Hún er þó meiri breytingum undir- orpin en nokkru sinni fyrr. Netverj- ar og fjölmiðlamenn hamast við að greina atburði fortíðarinnar og taka með því athyglina frá því sem skipt- ir meira máli. Alþjóðavæðing netsins Á degi tónlistarskólanna Ógnanir upplýsingatækninnar og netsins eru einkum hagkvæmni hennar: a) Tæknivæðing opinberrar þjónustu fækkar opinberum starfsmönnum mikið. b) Félagsauður og traust minnkar enn frekar ef stjórnvöld taka ekki upp lárétt samskipti við kjósendur. c) Tölvudeildir fyrirtækja og stofnana leggjast af, reksturinn fer til gagnavera á netinu. d) Verslunin smáflyst frá íslenskum aðilum til alþjóðlegra stórverslana eftir því sem innflutningsmúrar falla. e) Útgáfa og dreifing fjölmiðla- og menningarefnis flyst til stórra hringja á netinu. f) Auglýsingar og auglýsingatekjur flytjast til netsins, einkum félagsmiðla. g) Samning, útgáfa og dreifing kennsluefnis flyst til alþjóðlegra aðila sem starfa m.a. á netinu. h) Menntun vinnuaflsins á Íslandi er röng, endurmenntunin og skólakerfið þarf að leggja áherslu á raungreinar. i) Varnarmál eru í enn meiri ólestri en nokkru sinni fyrr, en þau hafa flust til upplýsingatæknikerfa hjá helstu burðarstofnunum samfélagsins. j) Staða landsbyggðarinnar veikist. Menning Sigursveinn Magnússon formaður Samtaka tónlistarskólastjóra Alþjóðavæðing netsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Tækifæri netsins opna fyrir nýja verðmætasköpun þess vinnuafls sem losnar vegna hagkvæmni upplýsingatækninnar og netsins. Hún kallar á markvissar aðgerðir og ákveðnar stórar fjárfestingar: a) Efna þarf til vakningar meðal almennings og stjórnmálamanna um tækifæri netsins. Horfa þarf til framtíðar í stað fortíðar (söguþjóðin). b) Breyta þarf menningu fyrirtækja og stofnana og auka jafnræði og sam- skipti í því skyni að nýta þekkingu og sköpunarafl vinnuafls. Forstjórarnir stigi niður úr stólunum. c) Stórefla þarf menntun og endurmenntun á sviði upplýsingatækni. d) Efla þarf alþjóðlega netverslun og leggja áherslu á sérstöðu ef sam- keppni í magnsölu er erfið. Selja ætti íslenska framleiðsluvöru beinni sölu á netinu. e) Uppbygging (íslenskra) gagnavera fari fram þar sem orka er. f) Styðja þarf sprotafyrirtæki með stórfelldum fjárfestingum í tæknigörðum og þróunarstyrkjum og þróunarlánum. Það er næsta stórframkvæmd Íslands og mætti útbúa verkefnið sem vænlegan alþjóðlegan fjárfest- ingarkost. g) Leggja þarf mörg þúsund ljósleiðara á kostnað samfélagsins um allt Ísland þannig að hver leiðari kosti nánast ekki neitt. Það jafnar aðstöðu byggðarlaga fyrir gagnaver og margmiðlunarstarfsemi, breytir atvinnu- samsetningu og nýtir ódýrt vinnuafl. h) Ljósleiðaratenging við útlönd verði allri starfsemi í landinu að kostnaðar- lausu. i) Stjórnvöld og stjórnmálamenn starfi fyrir opnum tjöldum á netinu og eigi eðlileg lárétt samskipti við almenning og bæti með því samfélagið. Niðurlag Þótt þær aðgerðir sem stjórnmála- menn hafa gripið til í þágu fram- tíðarinnar séu virðingarverðar, svo sem sóknaráætlun ríkisstjórn- arinnar, þá er vilji ekki allt sem þarf. Þær eru mörgum stærðar- gráðum of smáar, að verulegu leyti án fjármögnunar og byggja ekki á markvissri greiningu sér- fróðra aðila á tækifærum fram- tíðarinnar. Stjórnmálin og stjórnsýslan þurfa að hafa bæði vilja og getu til þess að endurskapa Ísland, rétt eins og atvinnu- og viðskiptalífið. Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í fram- tíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyf- ingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem upp- bygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi ára- tugum. Áhugi Evrópusambandsins (ESB) á norðurslóðum er skiljanlegur en ESB er efnahagslegt og pólitískt stórveldi og á mikilla hagsmuna að gæta vegna nýrra siglingaleiða og náttúruauðlinda í hinu Nýja Norðri. Íslendingar þurfa að halda vel á málum í því kapphlaupi sem hafið er á milli ríkja á norðurslóðum um aðgang að auðlindum sem þar er að finna. Íslendingar verða að gæta að strandríkin fimm haldi okkur ekki fyrir utan umræðuna. Banda- ríkjamenn eru vinir okkar í þessu samhengi og getum við verið þeim þakklát fyrir þá vináttu. Þessi litla þjóð verður einnig að gæta þess að ESB gleypi okkur ekki með húð og hári og nái óverðskuld- uðum yfirráðum yfir auðlindum okkar og Nýja Norðursins. Flokk- urinn telur einnig nauðsynlegt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og NATO að koma hér upp varnar- liði á ný. Hægri grænir eru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Flokkur- inn telur óskynsamlegt að standa í aðlögunarferli við ESB á meðan efnahagslíf þjóðarinnar er í molum og hver höndin uppi á móti annarri. Flokkurinn vill að aðlögunarferlinu og aðildarviðræðum að ESB verði umsvifalaust hætt, umsóknin dreg- in til baka og framhaldið eingöngu ef þjóðin er spurð í bindandi þjóðar- atkvæðagreiðslu eftir ítarlega end- urskoðun EES-samningsins. Flokk- urinn vill nota beint lýðræði, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar um mjög mikilvæg mál er að ræða sem varða þjóðarhag. Nýja Norðrið Norðurslóðir Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins Námskeið með DAVÍÐ KRISTINSSYNI næringar- og lífsstílsþjálfara www.heilsuhusid.is 30 daga hreinsun á mataræði! Námskeiðið er haldið í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5, kl. 20 - 22. Innifalið er uppfærð handbók með öllum upplýsingum sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðill. Námskeiðsgjald aðeins kr. 5.500,- Nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.