Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 44
„Berlín er æðisleg borg. Strax þegar ég kom þangað í fyrsta sinn leið mér eins ogég hefði búið þar í mörg ár. Hún er algjör lista- mannaborg.” FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN hafa miðast við að læra tæknina en nú er kominn tími til að komast á svið og nýta það sem maður hefur verið að læra.“ Hrund er þekkt sem ein okkar ferskasta blús- og djasssöngkona, er þeim kafla alveg lokið? „Nei, nei, nei. Málið er að þetta er allt spurning um tíma. Ef þú hefur einhvern áhuga og vilja til að gera eitthvað í klassíkinni þá verðurðu að gera það strax. Ég hef mikinn áhuga á klassíkinni og það er ástríða mín núna að láta verða af einhverjum ferli í henni. Ég hugsa samt að ég hætti aldrei í hinu, það verður alltaf með. Fókusinn er bara meira á klassíkinni núna.“ Er það óperuheimurinn sem heillar? „Já, hann gerir það. Röddin er mitt hljóðfæri og í klassíkinni gefast miklu betri tækifæri til að þróa hana. Svo ertu að leika, vinna með heilli hljómsveit, leik- stjórum og tónlistarstjórum. Í óperuheiminum er svo margt samofið sem gerir hann að ótrú- lega spennandi vettvangi til að starfa á.“ En samkeppnin er ansi hörð, ekki satt? „Það er gríðarleg samkeppni. Ég er sópran og þar er hún allra hörðust. Það er algeng- asta kvenröddin og mest skrifað fyrir hana, en líka hart barist um að hreppa hlutverkin.“ Hvernig líður þér í Berlín? „Berlín er æðisleg borg. Strax þegar ég kom þangað í fyrsta sinn leið mér eins og ég hefði búið þar í mörg ár. Hún er algjör listamanna- borg. Allt fullt af list og engir pen- ingar. Það koma allir til Berlínar til að verða listamenn og komast að því að þar er allt krökkt af þeim og enginn bissness. En það er allt að þróast og gerjast þarna þannig að það er aldrei að vita nema þetta breytist.“ Ertu búin að ná þér í mann í listamannaborginni? „Nei, engan mann. Ég get ekki sagt að sé mikið að leita að honum. Mínir dagar snúast mest um að æfa mig, ég fer varla út úr húsi nema til að fara í ræktina og hitta vini mína. Ég er ekki mikið í því að fara á djammið til að ná mér í einhvern framtíðareiginmann. Það gerist bara þegar það gerist og þá tekur maður því opnum örmum. það liggur ekkert á.“ fridrikab@frettabladid.is „Síðustu tvö og hálft ár hafa miðast við að læra tæknina en nú er kominn tími til að komast á svið og nýta það sem maður hefur verið að læra.“ Arkitektafélag Íslands og Norræna húsið standa fyrir málþingi um arkitektúr í dag en auk þess opnar sýning með sýnishornum frá arkitektasam- keppnum síðustu áratuga. Málþing um arkitektúr verður haldið í Norræna húsinu í dag milli 14 og 16. Þar verður meðal annars fjallað um hlutverk arki- tekta fyrr og nú, menningarstefnu í mannvirkjagerð og samtal mannvirkjahönnuða við samfélag sitt. Klukkan 16 opnar sýning með sýnishornum frá arkitektasam- keppnum síðustu áratuga. Fyrsta arkitektasamkeppnin var haldin hér á landi fyrir réttum 85 árum. Síðan þá hafa verið haldnar hátt á annað hundrað opnar samkeppn- ir. Á sýningunni má sjá verð- launatillögur í opnum arkitekta- samkeppnum síðustu 40 ára. Elstu tillögurnar eru frá stórri hugmyndasamkeppni um skipu- lag þingvalla frá árinu 1974, á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í því að bjóða verk út í opinni samkeppni. Verðlaunatillögur arkitekta til sýnis í Norræna húsinu Málþingið hefst klukkan 14 en sýningin verður opnuð klukkan 16. Framhald af forsíðu Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is Mörkinni 6 - Sími 588 5518 NÆG BÍLASTÆÐI Stór útsala síðustu dagar 8 litir LAGERSALA Í NOKKRA DAGA 60%-70% VETRAYFIRHAFNIR-SUMARYFIRHAFNIR -SPARIDRESS OG FLEIRA Laugavegi 63 • S: 551 4422 Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457 Námskeið í ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is Ræktun ávaxtatrjáa, 2 kvöld - mánudagana 27. febrúar og 5. mars kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.- Ræktun berjarunna - mánud. 27. feb. kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.- Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur Staðsetning námskeiða: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttamiðstöðin í Laugardal, hús 2, 3 hæð, Engjavegi 6. Myndlistarkonan Harpa Árnadóttir veitir leiðsögn um sýninguna handverk frú Magneu Þorkelsdóttur í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 14 á sunnudag. Magnea biskupsfrú var mikil hannyrðakona og saumaði meðal annars fjölda þjóðbúninga. Á sýningunni eru valdir búningar úr safni fjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.