Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 26
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR26 E inhver spurði mig um daginn hvort ég væri kominn heim til Íslands til að núll- stilla mig. Sú lýsing þykir mér ansi góð, en fyrst og fremst finnst mér mikil- vægt að koma heim öðru hverju til að tengjast landi og þjóð, fjöl- skyldunni og náttúrunni,“ segir tónskáldið Atli Örvarsson sem sest niður yfir kaffibolla með blaðamanni í stuttu stoppi hér á landi. Atli, sem hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndatónlist sína, meðal annars fyrir rándýrar Hollywood-kvikmyndir, hefur búið í Bandaríkjunum í nítján ár og þar af fjórtán í sjálfri Borg englanna sem hýsir draumaverksmiðjuna. Hann kemur þó ekki aðeins til Íslands þegar gloppur opnast í þéttskipaðri stundarskrá tón- skáldsins heldur reynir hann að ferðast eins mikið og hann mögu- lega getur til að komast í nýtt umhverfi og öðlast innblástur. „Þannig hleð ég sköpunarbatterí- in. Reyndar er ég frekar ódug- legur við að kanna mismunandi heimshluta og enda nánast alltaf í Suður-Evrópu og þá helst á Ítalíu eða í Frakklandi. Sagan, arkitekt- úrinn og lífsstíllinn heilla mig og þar vinnur fólk til að lifa, en lifir ekki til að vinna eins og í Banda- ríkjunum. Ætli við Íslendingar séum ekki einhvers staðar mitt á milli, rétt eins og í landfræðileg- um skilningi.“ Í smá snertingu við náttúruna Hvað hefurðu haft fyrir stafni í þessum skreppitúr til Íslands? „Ég heimsótti fjöl- skylduna á heimaslóð- ir á Akureyri og fór í Bárðardalinn, þar sem ég komst í smá snertingu við náttúr- una, þótt gaddfreðin hafi verið og öll undir snjó. Ég var líka að hjálpa tónlistarmann- inum Ólafi Arnalds vini mínum með því að stjórna hljómsveit- arupptöku í Kalda- lóns-sal Hörpu fyrir nýjustu plötuna hans. Ég gef mig reyndar ekki út fyrir að vera hljómsveitarstjóri, en hef reynslu af því að taka upp í svona umhverfi og það er ákveðin verkkunn- átta sem fylgir slíkri upptöku, ákveðin trix sem lærast til að ná sem bestum árangri á sem stystum tíma. Svo skellti ég mér á Edduverðlaunahátíðina, þar sem ég var tilnefndur fyrir tónlist- ina við kvikmyndina Eagle eftir leikstjórann Kevin MacDonald. Á svona samkomum má segja að maður kynnist gömlum vinum, fólki sem maður hefur ekki hitt í fjöldamörg ár, og kynnist líka nýju fólki. Það er gaman að fá innsýn í þennan heim hér á Íslandi.“ Hefðirðu áhuga á að vinna við íslenskar kvikmyndir? „Já, mig dauðlangar til þess, og í raun er það ekki spurning um hvort heldur hvenær ég geri það. Ég hef reyndar samið tónlist fyrir stuttmynd sem Páll Grímsson, sem býr líka í Bandaríkjunum, leik- stýrði og heitir Pension Gengið. En ég tæki hverju tækifæri til að vinna hér mjög fagnandi.“ Sakna ekki sviðsins Atli er fæddur árið 1970 og er sonur hins landsþekkta tónlist- armanns og harmonikkuleikara Örvars Kristjánssonar. Atli hlaut því eðlilega afar tónlistarlegt uppeldi, lék upphaflega á tromp- et með skóla-, sinfóníu- og lúðra- sveitum en heillaðist af svuntu- þeysum og öðrum hljómborðum á unglingsárum. Árið 1986 stofn- aði hann hljómsveitina Stuðkomp- aníið ásamt Karli bróður sínum og fleirum, sem vann Músíktil- raunir árið eftir, og síðar lék hann til lengri eða skemmri tíma með Todmobile, SSSól og Sálinni hans Jóns míns, lengst af þó með síðast- nefndu sveitinni. Í minningunni varstu lítið fyrir að trana þér fram á þessum árum í kringum 1990, þrátt fyrir að hafa leikið með nokkrum af vinsælustu hljómsveitum landsins. Er það rétt? „Ég veit það ekki. Kannski velj- ast ákveðnar manngerðir í ákveð- in hlutverk innan hljómsveita og hljómborðsleikararnir eru nánast aldrei mjög áberandi. Karl bróðir minn er til dæmis meira út á við en ég, sem er töluvert hlédrægari. Á hinn bóginn er ég mjög félags- lyndur og mikill áhugamaður um mannlegt eðli, en það hentar mér betur að vinna bak við tjöldin og ég hef afskaplega lítinn áhuga á að vera uppi á sviði.“ Var það ástæða þess að þú kúpl- aðir þig út úr bransanum og hófst nám við Berklee-tónlistarháskól- ann í Boston árið 1993? „Já, að hluta til. Ég hafði spil- að svo mikið og lengi opinberlega og drukkið of mikið úr pottinum þegar ég var ungur, rétt eins og Steinríkur. Fólk spyr mig oft hvort ég sakni þess, en ég svara því hreinskilnislega neitandi. Ég fann mig heldur aldrei nægilega vel í því að semja popplög, auk þess sem ég vildi herja á erlenda markaði en fyrir því var ekki áhugi innan þeirra sveita sem ég lék með. Ég skipti því um gír og fór að gera eitthvað allt annað. Ég hafði lengi haft áhuga á bíómyndum og kvik- myndatónlist og strax í fyrsta verkefninu í skólanum varð ég fyrir hálfgerðri vitr- un eða köllun. Þessi galdur sem verður til þegar tónlist og mynd koma saman, og er miklu áhrifa- meiri en summan af þessu tvennu, heill- aði mig strax og ég er stórkostlega þakklát- ur fyrir að hafa fund- ið þessa fjöl.“ Gæfuspor að kynnast Hans Zimmer Tónskáldið lauk MA- námi í kvikmynda- tónlist frá Berklee í Boston og flutti síðan til Los Angeles þar sem hann komst meðal annars í læri hjá sjón- varpsþáttatónskáldinu Mike Post. Starfinu með Post þakk- ar Atli öll þau tækifæri sem síðan hafa boðist honum í Hollywood. Varla hefur leiðin verið svo greið inn í þennan erfiða og eftirsótta bransa? „Nei, alls ekki. Á köflum vissi ég ekki hvað ég var að gera í Los Angeles og var í peningavand- ræðum eins og gengur. Einn Val- entínusardaginn frétti ég að hægt væri að vinna sér inn fé með því að gerast blómasendill. Ég stökk í það, enda skítblankur, en reiknaði ekki með þessum miklu fjarlægð- um í borginni og komst því yfir mun færri sendingar en ég hélt. Að frádregnum bensínkostnaði þénaði ég líklega um fimm þúsund krónur íslenskar yfir daginn. það var frekar svekkjandi og líklega lágpunkturinn, en það er hægt að hlæja að þessu eftir á. Ég var svo heppinn að fá fasta vinnu hjá Mike Post og við vorum iðulega að semja tónlist fyrir um 120 sjónvarpsþætti á nokkrum mánuðum, sem eru und- arlega mikil afköst. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að margt af þessari tónlist var ekki ýkja spennandi, en svona vinna kenn- ir manni að semja hratt og skilja kvikmyndagerð upp að ákveðnu marki. Eftir nokkur ár með Post starfaði ég sjálfstætt, gerði meðal annars tónlist fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndina Stuart Little 3, en kynntist svo Hans Zimmer árið 2007. Það var mikið gæfuspor.“ Hinn þýski Hans Zimmer er eitt af virtustu og afkastamestu kvik- myndatónskáldunum í Hollywood með yfir hundrað kvikmyndir á ferilskránni, þar á meðal stór- myndir á borð við Rain Man, The Lion King, Gladiator og Inception. Zimmer rekur einnig stórt tónlist- arframleiðslufyrirtæki sem hýsir fjölda hljóðvera og bauð Atla að flytja sitt hljóðver til sín, sem sá síðarnefndi þáði með þökkum. Hvernig er að vinna með Hans Zimmer? „Það er algjör lúxus og í gegnum hann hef ég meðal annars kynnst yfirmönnum tónlistardeilda kvik- myndavera, sem hefur leitt til fleiri og stærri verkefna. Zimmer vinnur gjarnan þannig að hann semur mikið af stefjum, en svo er hópur fólks í því að aðlaga stefin að myndunum. Ég hef hjálpað honum á þennan hátt með myndir eins og Pirates of the Carribean 3 og Simp- sons-bíómyndina og lært heilmikið. Zimmer er mikill brautryðjandi og hefur í raun hannað nýjar aðferðir varðandi það hvernig kvikmynda- tónlist er gerð með tölvum og tækni.“ Draumurinn að rætast Atli, sem sjálfur hefur samið tón- list við Hollywood-myndir á borð við Vantage Point með Dennis Quaid og Forest Whitaker, Babylon A.D. með Vin Diesel, Thick as Thieves með Antonio Banderas og Morgan Freeman og Season of the Witch með Nicholas Cage á síðustu árum, auk annarra verkefna, seg- ist líta á starfið með Hans Zimmer sem eins konar doktorsnám í kvik- myndatónlist. „Þetta doktorsnám hefur kennt mér að starfið snýst 20% um tón- list og 80% um sálfræði og pólitík í Hollywood. Sem dæmi gerði ég tónlistina við Babylon A.D. með franska leikstjóranum Mathieu Kassovitz. Í upphafi leyfði ég honum að heyra helstu stefin sem ég hafði samið og bjóst svo við að hann myndi vilja fylgjast daglega með framganginum, en hann hélt nú ekki, sagðist hafa valið mig til að gera tónlistina og ég ætti bara að gera það. Kannski er þetta lýs- andi fyrir franska vinnumenningu og virðinguna fyrir listamann- inum. Þú segir ekki ostagerðar- meistaranum hvernig hann á að búa til ostinn. En í Hollywood er oftast heljarstór nefnd með putt- ana í öllu, leikstjórinn, fjórir framleiðendur, yfirmaður tónlist- ardeildar myndversins, yfirmað- ur hljóðversins og aðstoðarfólk þeirra allra, og allir með sínar skoðanir á því hvernig tónlistin á að vera. Úr þessu verður oft mikil málamiðlun og í raun held ég að slík málamiðlun standi Hollywood dálítið fyrir þrifum almennt. Til dæmis er sífellt verið að endur- gera myndir, frá Evrópu og fleiri stöðum, sem lýsir greinilegri hug- myndaþurrð og meðalmennsku. Tökum til dæmis myndina The Artist sem ég held að vinni Óskar- inn fyrir bestu myndina núna um helgina. Það eru engar líkur á að bandarískur kvikmyndagerðar- maður hefði fengið tækifæri til að gera þögla og svarthvíta mynd af þessari stærðargráðu.“ Áttu þér óskaverkefni? „Það væri þá helst að prófa eitt- hvað nýtt og ekki endurtaka mig. Sjálfur horfi ég á mun listrænni myndir í frítíma mínum en þær sem ég vinn oftast við. Í raun mætti segja að stefnan hjá mér sé að vinna meira með evrópskum leikstjórum. Ég hef fyrir reglu að tala ekki um verkefni sem ekki er búið að negla alveg niður, en það er ýmislegt á döfinni í þeim efnum og svo virðist sem ég gæti fljótlega náð góðu jafnvægi milli Holly- wood-mynda og smærri, listrænni verkefna. Þannig gæti draumurinn ræst.“ Ég hafði spilað svo mikið og lengi opinber- lega og drukk- ið of mikið úr pottinum þegar ég var ungur, rétt eins og Steinríkur. Dauðlangar að vinna á Íslandi Tónskáldið Atli Örvarsson hefur búið í Bandaríkjunum í nítján ár og samið tónlist við mýmargar Hollywood-kvikmyndir, sjón- varpsþætti og fleira. Kjartan Guðmundsson ræddi við Atla um fortíðina í poppinu og hugmyndaþurrð í draumaverksmiðjunni. JAFNVÆGI Atli Örvarsson segist vilja stefna í þá átt að taka að sér fleiri smærri og listrænni verkefni til mótvægis við Hollywood- myndirnar sem hann hefur unnið við síðustu árin. „Þannig gæti draumurinn ræst,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.