Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 4
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR4 Sambankalánið orðið verðtryggt Sambankalánið sem Austurhöfn-TR tók hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, með 17,1 milljarðs króna þaki, var óverðtryggt fram til 15. febrúar síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur það borið 3,5% verðtryggða vexti og mun gera það í tvö ár til viðbótar verði það ekki endurfjármagnað. Eftir tvö ár eiga verðtryggðu vextirnir að hækka um 0,15% samkvæmt lánaskilmál- unum. Heildarlánstíminn er 35 ár og gert er ráð fyrir að lánið verði verð- tryggt út þann tíma. VIÐSKIPTI Þrjár innlendar lána- stofnanir skiluðu í gær inn tilboði til að sjá um skuldabréfaútgáfu til að endurfjármagna lántökur vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnu- hússins Hörpu. Búist er við því að ákvörðun um við hverja þeirra verði samið liggi fyrir í lok næstu viku. Endurfjármögnuninni á að ljúka fyrir mitt þetta ár. Skulda- bréfaútgáfan verður um 18,3 millj- arðar króna til að hægt verði að endurgreiða sambankalán sem veitt var fyrir byggingu hússins og eigendalán sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg veittu eigenda þess í lok síðasta árs. Pétur J. Eiriksson, stjórnarfor- maður Portusar ehf., sem heldur utan um eignarhald Hörpunnar, segir að næsta vika fari í það að meta þau tilboð sem skilað var inn. „Ég get ekki sagt til um hvenær þeirri vinnu muni ljúka. En okkar markmið er að vera búnir að klára endurfjármögnun félagsins ekki seinna en á miðju þessu ári.“ Portus er dótturfélag Austur- hafnar-TR, sem er eigandi Hörpu. Austurhöfn, sem er í 54 prósenta eigu íslenska ríkisins og 46 pró- senta eigu Reykjavíkurborgar, tók sambankalán hjá íslenskum bönk- um í janúar 2010 sem átti að fjár- magna byggingu Hörpunnar að fullu. Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki veittu lánið. 17,1 milljarðs króna þak er á láninu, sem kostar eigendur Hörpunn- ar um einn milljarð króna á ári í kostnað. Því ríkir enn ákveðin óvissa um hver endanlegur kostn- aður ríkis og borgar verður vegna Hörpu á meðan lánið hefur ekki verið endurfjármagnað. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra bygg- ingareita er áætlaður 17,7 milljarð- ar króna, eða hærri en sem nemur sambankaláninu. Vegna þessa þurftu eigendur Austurhafnar, íslenska ríkið og Reykjavíkur- borg, að lána félaginu 730 milljónir króna í lok síðasta árs. Lánið er til eins árs og á að endurgreiðast að fullu þegar skuldabréfaútboðinu verður lokið. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöld- um afskrifuðum kostnaði, er áætl- aður um 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður við framkvæmdina um sex milljarðar króna. thordur@frettabladid.is GENGIÐ 24.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,8634 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,70 124,30 195,32 196,26 165,50 166,42 22,254 22,384 22,101 22,231 18,743 18,853 1,5340 1,5430 191,82 192,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is 4 2012 – , , . 4 2012 -08-51, -08- russcons@internet.is). . DANMÖRK Daninn Steen Rytter sér nú eftir því að hafa ásamt systkinum sínum gefið 83 ára gamalli móður þeirra sjálfvirka ryksugu í jólagjöf. Móðirin hefur nefnilega fengið bréf frá sveitar- félaginu í Randers um að hún muni ekki lengur fá heimilishjálp þar sem hún geti nú sjálf sinnt heimilisverkunum. Gömlu konunni var þó boðin þjálfun í meðal annars gólfþvotti en þar sem hún hafði verið ræsti- tæknir áður en hún fór á eftirlaun afþakkaði hún boðið. Steen Rytter segir að í fyrstu hafi hann haldið að um grín hafi verið að ræða. - ibs Óheppileg jólagjöf: Svipt aðstoð vegna ryksugu Þrjú tilboð í útboð skuldabréfa á Hörpu Þrjár lánastofnanir vilja sjá um skuldabréfaútboð sem á að endurfjármagna skuldir vegna byggingar Hörpunnar. Umfang útboðsins verður 18,3 milljarðar króna. Féð verður notað til að borga sambankalán og lán frá ríki og borg. HARPA Kostnaður vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhúss átti að vera um sex milljarðar króna samkvæmt áætlunum sem settar voru fram árið 2002. Hann er í dag tæpir 28 milljarðar króna að teknu tilliti til afskrifaðs kostnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK DÓMSMÁL Óvarlegt er að áætla að fordæmisgildi dóms Hæstaréttar um vexti af ólögmætum, gengis- tryggðum lánum sé bundið við ákveðna tegund lána. Líklegra sé að hann eigi við um allar gerðir gengistryggðra lánasamninga. Þetta kemur fram í álitsgerð þriggja lögmanna lögmannsstof- unnar LEX, sem unnin var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Í álitinu segir að niðurstaða Hæstaréttar taki til allra lánþega sem hafa undir höndum fullnaðar- kvittun fyrir þeim greiðslum sem inntar hafa verið af hendi. Aðrir, sem ekki eiga slíkar kvittanir, þurfa að sætta sig við að lánið beri lægstu óverðtryggða vexti Seðla- bankans, í stað lágra vaxta gengis- tryggðu lánanna. Þá komast lögmennirnir að þeirri niðurstöðu að þótt dómur- inn fjalli ekki um lán til fyrirtækja geti hann haft fordæmisgildi gagn- vart smærri fyrirtækjum. Stærð og staða fyrirtækja við samn- ingsgerðina hafi að þeirra mati þýðingu við úrlausnina. Enn fremur segir í álitinu að skilmálabreytingar á lánum hafi engin áhrif á niðurstöðuna að því gefnu að lántakinn hafi staðið í skilum. - sh Lögmenn segja fullnaðarkvittun forsendu þess að samningsvextir gildi: Getur gilt um alla lánasamninga HÆSTIRÉTTUR Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar skulu samningsvextir gilda en ekki Seðlabankavextir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 11° 5° 7° 11° 9° 4° 4° 19° 12° 17° 7° 26° 3° 14° 14° 2° Á MORGUN 8-13 m/s. MÁNUDAGUR 5-10 m/s. 1 -1 0 0 2 -3 2 2 3 3 4 5 6 6 5 2 3 2 1 7 3 5 5 5 7 7 4 0 -2-2 4 2 GOTT Í DAG Yfi rleitt hæglætis veður og bjart með köfl um en gengur í stífa suðaustanátt með vætu um sunnan- og vestavert landið í kvöld. Suðlæg átt og milt með mikilli vætu sunnanlands í fyrstu á morgun en úrkomulítið norðaustan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður NOREGUR Þegar faðirinn missir vinnuna lækka einkunnir barnanna en ekki þegar móðirin missir vinnuna. Þetta eru niðurstöður könn- unar sem gerð var í Háskólanum í Stafangri í Noregi. Bornar voru saman einkunnir nemenda sem áttu foreldra með vinnu við ein- kunnir þeirra sem áttu atvinnu- lausa foreldra. Nemendurnir voru allir í tíunda bekk. Atvinnumissir móður hafði jafnvel jákvæð áhrif á einkunnir nemendanna. - ibs Atvinnumissir föður: Einkunnir barna lækka SVÍÞJÓÐ Nýfædd prinsessa Svía hefur fengið nafnið Estelle Silvia Ewa Mary. Karl Gústaf Svíakon- ungur greindi frá nafninu í gær. Estelle er dóttir Viktor- íu krónprins- essu og Daníels prins og fædd- ist aðfaranótt fimmtudags á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi. Veðmálafyrirtæki og fjölmiðlar höfðu velt nafninu fyrir sér í sólarhring áður en það var til- kynnt í gær. Nöfnin Silvia og Ewa eru nöfn móður- og föðurömmu prinsessunnar. Forsætisráðherrann var meðal þeirra sem heimsóttu fjölskylduna í gær, en æðstu yfirmenn þurfa að staðfesta fæðingu ríkisarfa. - þeb Ný prinsessa Svíþjóðar: Heitir í höfuðið á ömmunum SJÁVARÚTVEGUR Fiskiskipum á skrá Siglingastofnunar fjölgaði um þrjátíu milli áranna 2010 og 2011. Alls voru 1.655 skip á skrá í lok síðasta árs. Fjöldi vélskipa var 764, togarar voru 58 og opnir fiskibátar 833. Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum, að því er fram kemur á vef Hagstof- unnar. Það gerir um 23 prósent flotans, en næstflest voru með skráða höfn á Vesturlandi. Flestir af opnu fiskibátunum voru einnig skráðir á Vestfjörðum. Fæst skip voru skráð á Suðurlandi sem og opnu fiskibátarnir. Fæstir togar- ar voru skráðir á Vesturlandi. - sv Flest skráð á Vestfjörðum: Fjölgar í skipa- flota á milli ára REYKJAVÍKURHÖFN Togarar voru 58 í lok síðasta árs og opnir fiskibátar 833. BÚLGARÍA Kínverjar hafa nú hafið framleiðslu á bílum í verksmiðju sem þeir hafa opnað í Búlgaríu, þá fyrstu í Evrópu. Kínverski bílaris- inn Great Wall Motors hefur hafið innreið sína á evrópska markað- inn og hyggst framleiða 2.000 bíla í verksmiðjunni í Búlgaríu í ár. Markmiðið er að framleiðslan verði 50 þúsund bílar eftir tvö ár. Í fyrstunni er ráðgert að kom- ast inn á bílamarkaðinn í Make- dóníu, Albaníu, Svartfjallalandi og Serbíu. Því næst á að hefja inn- reið í önnur lönd Evrópu. -ibs Kínverjar á Evrópumarkað: Kínverskur bíla- risi í Búlgaríu VIKTORÍA KRÓNPRINSESSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.