Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 2
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR2 Sigurður, hefur ÁTVR ekki útskýrt málið umbúðalaust? „Nei. Kannski ættum við gefa kaup- endum færi á að nálgast límmiða á skrifstofunni.“ Sigurður Bernhöft er framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín sem hugðist flytja inn Tempt-eplamjöð en fékk ekki. ÁTVR segir umbúðirnar ekki uppfylla reglur því á þeim sé kynferðis- legur undirtónn. ÍÞRÓTTIR Stefnt er að því að allar lyftur í Skálafelli verði opnar í dag. Skíðadeild KR hefur náð samningum við stjórn skíðasvæð- anna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Skálafells það sem eftir lifir vetrar. „Skíðadeild KR býður í kaffi og kakó auk þess sem frítt verður í lyfturnar fyrir yngri en 12 ára í boði Mosfellsbæjar,“ segir Anna Laufey Sigurðardótt- ir, formaður skíðadeildarinnar. Hún getur þess að fjallið sé pakkað af snjó. Langt sé síðan jafnmikill snjór hafi verið á svæðinu. - ibs Samið um skíðasvæði: Opna á lyftur Skálafells í dag BRETLAND, AP Breska síðdegisblað- ið The Sun kemur út á morgun í fyrsta sinn í sunnudagsútgáfu, sem í reynd tekur við af sunnu- dagsblaðinu News of the World, sem lagt var niður síðasta sumar vegna harðrar gagnrýni á vinnu- brögð blaðamanna. Það verða fyrrverandi starfs- menn News of the World sem að hluta bera uppi útgáfu nýju útgáf- unnar. Stefnt er að stóru upplagi, allt að þremur milljónum eintaka, en boðuð eru breytt vinnubrögð: Að þessu sinni verði farið í einu og öllu að lögum við öflun frétta. „Það er hættulegur misskiln- ingur að News of the World eða síðdegisblöð yfirleitt geti ekki orðið fyrst með stórfréttir nema beita ólöglegum eða siðlausum vinnubrögðum,“ segir Paul Con- new, fyrrverandi framkvæmda- stjóri News of the World. „Keppi- nautarnir eiga eftir að svitna.“ - gb Sun kemur út á sunnudegi: Heita því að fara að lögum RUPERT MURDOCH Eigandi fjölmiðla- samsteypunnar með eintak af The Sun í kjöltunni. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari hefur ákært fyrrverandi starfsmann Kaupþings fyrir að hafa dregið sér rúmar 50 millj- ónir. Starfsmaðurinn er kona á sjötugsaldri sem starfaði í einka- bankaþjónustu á eignastýringar- sviði bankans en brotin munu hafa átt sér stað á fjögurra ára tímabili; á árunum 2004 til 2008. Rannsókn málsins mun hafa stað- ið yfir í rúm tvö ár. Verði konan fundin sek getur hún átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. - shá 50 milljónir á fjórum árum: Kona ákærð fyrir fjárdrátt Hald lagt á 60 plöntur 60 kannabisplöntur fundust við hús- leit lögreglu í fjölbýlishúsi í miðborg Reykjavíkur í vikunni. Á sama stað var lagt hald á um 800 grömm af kannabisefnum. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður vegna málsins. Tildrög húsleitarinnar má rekja til tilkynningar um vatnsleka í húsinu og þurfti að kalla slökkvilið á staðinn vegna þess. LÖGREGLUFRÉTTIR FJÖLMIÐLAR Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaða- mannafélags Íslands fyrir rann- sóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxín mengun frá sorpbrennslu- stöðvum í Skutulsfirði, Vestmanna- eyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er þriðja tilnefning Svavars frá árinu 2007. Þá var umfjöllun hans um sjóöryggi á siglingaleiðum við Suður- og Suð- vesturland tilnefnd sem besta rannsóknarblaðamennskan, og árið 2009 var fékk hann tilnefn- ingu fyrir umfjöllun um stjórnar- skrármál. Alls eru níu tilnefningar í þrem- ur flokkum. RÚV, DV og Morgun- blaðið fá tvær tilnefningar og Fréttablaðið, Stöð 2 og Fréttatím- inn eina hver miðill. Blaðamaður Fréttablaðsins tilnefndur til verðlauna í þriðja sinn síðan 2007: Tilnefndur fyrir umfjöllun um díoxín Rannsóknarblaðamennska ársins: ■ Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfangsmikinn og ágengan frétta- flutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins. ■ Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir áhrifaríka umfjöllun um lækna- dóp, útbreiðslu þess og skelfilegar afleiðingar. ■ Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutuls- firði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vest- mannaeyjum. Besta umfjöllun ársins: ■ Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinns- málsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. ■ Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12 ára gömul 2010. ■ Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum, fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja Landakotsskóla. Blaðamannaverðlaun ársins: ■ Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan og margháttaðan fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum og í landbúnaði, meðal annars með ræktun repju til orkuframleiðslu. ■ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlutskipti kvenna. ■ Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu, fyrir einstakan fréttaflutning af vett- vangi „arabíska vorsins“, uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku. Mynd um heimboð Íslander, heimildarmynd um heimboð Íslendinga í tengslum við markaðs- átakið Inspired by Iceland, verður sýnd á netmiðlinum Huffington Post bráðlega. Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu með því að bjóða erlendum ferðamönnum að sækja sig heim. LANDKYNNING SPURNING DAGSINS SVEITARSTJÓRNIR „Hér er augljós- lega verið að hækka laun fyrr- verandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum,“ segir Haf- steinn Karlsson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Páls- dóttur um starfslok sem bæjar- stjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðis- flokks, hefur tekið við starfi bæj- arstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok“ hennar væri „illa unnið og ónákvæmt“. Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlut- ans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum“ og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðar- auka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvern- ig verður háttað,“ bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt“ að gera þurfi sérstakan starfslokasamn- ing við Guðrúnu. Í ráðningar- Telja starfslok notuð til að hækka launin Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði Kópavogs segja milljónahækkun á launum fyrrverandi bæjarstjóra ætlaða til að geta ráðið nýjan bæjarstjóra á hærri laun- um. Meirihlutinn segir samkomulag um starfslokin byggt á ráðningarsamningi. VIÐSKIPTI Þrotabú Glitnis seldi í fyrrakvöld allan hlut sinn í Ice- landair Group fyrir 979 milljónir króna. Um er að ræða 3,7 prósenta hlut sem seldur var á genginu 5,37 krónur á hlut. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins keyptu tveir sjóðir í stýringu hjá Stefni, í eigu Arion banka, um þriðjung af þeim hlutum sem seldir voru. Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Glitnis, segir að til- boð hafi verið samþykkt eftir lokun markaða á fimmtudag. „Ég get stað- fest að við höfum selt allan okkar hlut í Icelandair.“ Þetta eru stærstu viðskipti sem átt hafa sér stað með hlutabréf í Icelandair síðan Framtakssjóð- ur Íslands (FSÍ) seldi 10 prósenta hlut í félaginu í nóvember 2011 á 2,7 milljarða króna. Í tilkynningu vegna þeirrar sölu var sagt að kaup- endurnir væru breiður hópur fjár- festa. Fréttablaðið greindi síðar frá því að hinn breiði hópur væri að mestu skipaður níu lífeyrissjóðum sem eru líka eigendur FSÍ. Á meðal þeirra voru Lífeyrissjóður verslun- armanna, sem keypti þá 2,5 prósent og á nú 14,5 prósent, og Gildi lífeyr- issjóður, sem keypti um 1,1 prósents hlut. Hvorugur þessara sjóða var á meðal kaupenda að hlut Glitnis á fimmtudag. Icelandair hagnað- ist um 4,5 milljarða króna í fyrra. Gengi bréfa í félaginu hefur hækk- að um 120 prósent frá því gengi sem var á þeim í tveimur útboðum á árinu 2010. - þsj Þrotabú Glitnis losar sig við 3,7% hlut í stærsta flugfélagi landsins: Seldu í Icelandair fyrir milljarð samningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breyt- ast. Furðu veki að í starfsloka- samningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi,“ bókaði Hafsteinn sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækk- uð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra,“ sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokks- ins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varð- andi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg“. Blandað væri saman ráðningar- samningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekk- ert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minni- hlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum“ að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjar- ráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvall- ast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjar- stjórnar og bæjarstjóra,“ sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdótt- ur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsókn- arflokki. gar@frettabladid.is ÁRMANN KR. ÓLAFSSON HAFSTEINN KARLSSON ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON HJÁLMAR HJÁLMARSSON GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Minnihlutinn í bæjarráði Kópavogs segir skipti fyrrverandi bæjarstjóra yfir í starf skrifstofustjóra kosta milljónir króna fyrir bæinn. VÍSINDI Nýjar myndir úr könnun- arfari Bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar (NASA) sýna skýr merki um nýlegar jarðhrær- ingar á yfirborði tunglsins. Nýlegar er ef til vill vill- andi orðalag þar sem talið er að sprungur á yfirborðinu hafi myndast fyrir um 50 milljónum ára. Það telst þó nýlegt þegar litið er til þess að talið er að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 millj- örðum ára. Sprungurnar sem sjást á yfir- borðinu sýna að þar er spenna sem togar yfirborðið til. Vísinda- menn geta sér til um að heitur kjarni tunglsins hafi þessi áhrif á yfirborð þess. - bj Rannsaka bakhlið tunglsins: Skýr merki um jarðhræringar milljónir króna fengust fyrir 3,7 prósenta hlut gamla Glitnis í Icelandair. 979
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.