Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 2
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR2
Sigurður, hefur ÁTVR ekki
útskýrt málið umbúðalaust?
„Nei. Kannski ættum við gefa kaup-
endum færi á að nálgast límmiða á
skrifstofunni.“
Sigurður Bernhöft er framkvæmdastjóri
áfengisheildsölunnar HOB vín sem
hugðist flytja inn Tempt-eplamjöð en
fékk ekki. ÁTVR segir umbúðirnar ekki
uppfylla reglur því á þeim sé kynferðis-
legur undirtónn.
ÍÞRÓTTIR Stefnt er að því að allar
lyftur í Skálafelli verði opnar
í dag. Skíðadeild KR hefur náð
samningum við stjórn skíðasvæð-
anna á höfuðborgarsvæðinu um
rekstur Skálafells það sem eftir
lifir vetrar. „Skíðadeild KR býður
í kaffi og kakó auk þess sem frítt
verður í lyfturnar fyrir yngri
en 12 ára í boði Mosfellsbæjar,“
segir Anna Laufey Sigurðardótt-
ir, formaður skíðadeildarinnar.
Hún getur þess að fjallið sé
pakkað af snjó. Langt sé síðan
jafnmikill snjór hafi verið á
svæðinu. - ibs
Samið um skíðasvæði:
Opna á lyftur
Skálafells í dag
BRETLAND, AP Breska síðdegisblað-
ið The Sun kemur út á morgun í
fyrsta sinn í sunnudagsútgáfu,
sem í reynd tekur við af sunnu-
dagsblaðinu News of the World,
sem lagt var niður síðasta sumar
vegna harðrar gagnrýni á vinnu-
brögð blaðamanna.
Það verða fyrrverandi starfs-
menn News of the World sem að
hluta bera uppi útgáfu nýju útgáf-
unnar. Stefnt er að stóru upplagi,
allt að þremur milljónum eintaka,
en boðuð eru breytt vinnubrögð:
Að þessu sinni verði farið í einu
og öllu að lögum við öflun frétta.
„Það er hættulegur misskiln-
ingur að News of the World eða
síðdegisblöð yfirleitt geti ekki
orðið fyrst með stórfréttir nema
beita ólöglegum eða siðlausum
vinnubrögðum,“ segir Paul Con-
new, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri News of the World. „Keppi-
nautarnir eiga eftir að svitna.“ - gb
Sun kemur út á sunnudegi:
Heita því að
fara að lögum
RUPERT MURDOCH Eigandi fjölmiðla-
samsteypunnar með eintak af The Sun í
kjöltunni. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn-
ari hefur ákært fyrrverandi
starfsmann Kaupþings fyrir að
hafa dregið sér rúmar 50 millj-
ónir. Starfsmaðurinn er kona á
sjötugsaldri sem starfaði í einka-
bankaþjónustu á eignastýringar-
sviði bankans en brotin munu
hafa átt sér stað á fjögurra ára
tímabili; á árunum 2004 til 2008.
Rannsókn málsins mun hafa stað-
ið yfir í rúm tvö ár.
Verði konan fundin sek getur
hún átt yfir höfði sér allt að sex
ára fangelsi. - shá
50 milljónir á fjórum árum:
Kona ákærð
fyrir fjárdrátt
Hald lagt á 60 plöntur
60 kannabisplöntur fundust við hús-
leit lögreglu í fjölbýlishúsi í miðborg
Reykjavíkur í vikunni. Á sama stað
var lagt hald á um 800 grömm af
kannabisefnum. Karl á þrítugsaldri
var yfirheyrður vegna málsins. Tildrög
húsleitarinnar má rekja til tilkynningar
um vatnsleka í húsinu og þurfti að
kalla slökkvilið á staðinn vegna þess.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FJÖLMIÐLAR Svavar Hávarðsson,
blaðamaður á Fréttablaðinu, er
tilnefndur til verðlauna Blaða-
mannafélags Íslands fyrir rann-
sóknarblaðamennsku ársins 2011.
Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir
viðamikla umfjöllun sína um
díoxín mengun frá sorpbrennslu-
stöðvum í Skutulsfirði, Vestmanna-
eyjum og á Kirkjubæjarklaustri.
Þetta er þriðja tilnefning
Svavars frá árinu 2007. Þá var
umfjöllun hans um sjóöryggi á
siglingaleiðum við Suður- og Suð-
vesturland tilnefnd sem besta
rannsóknarblaðamennskan, og
árið 2009 var fékk hann tilnefn-
ingu fyrir umfjöllun um stjórnar-
skrármál.
Alls eru níu tilnefningar í þrem-
ur flokkum. RÚV, DV og Morgun-
blaðið fá tvær tilnefningar og
Fréttablaðið, Stöð 2 og Fréttatím-
inn eina hver miðill.
Blaðamaður Fréttablaðsins tilnefndur til verðlauna í þriðja sinn síðan 2007:
Tilnefndur fyrir umfjöllun um díoxín
Rannsóknarblaðamennska ársins:
■ Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir
umfangsmikinn og ágengan frétta-
flutning af uppgjöri og afleiðingum
fjármálahrunsins.
■ Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi,
fyrir áhrifaríka umfjöllun um lækna-
dóp, útbreiðslu þess og skelfilegar
afleiðingar.
■ Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu,
fyrir fréttaflutning af mengun vegna
díoxíns frá sorpbrennslum í Skutuls-
firði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vest-
mannaeyjum.
Besta umfjöllun ársins:
■ Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir
umfjöllun um endurupptöku Geirfinns-
málsins meðal annars á grundvelli
nýrra gagna sem hún kynnti til
sögunnar.
■ Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu,
fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði
Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12
ára gömul 2010.
■ Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum,
fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja
Landakotsskóla.
Blaðamannaverðlaun ársins:
■ Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu,
fyrir vandaðan og margháttaðan
fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi
og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum
og í landbúnaði, meðal annars með
ræktun repju til orkuframleiðslu.
■ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV,
fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um
samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi,
einkum er varða hlutskipti kvenna.
■ Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu,
fyrir einstakan fréttaflutning af vett-
vangi „arabíska vorsins“, uppreisnum
gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku.
Mynd um heimboð
Íslander, heimildarmynd um heimboð
Íslendinga í tengslum við markaðs-
átakið Inspired by Iceland, verður
sýnd á netmiðlinum Huffington Post
bráðlega. Fjölmargir Íslendingar tóku
þátt í verkefninu með því að bjóða
erlendum ferðamönnum að sækja
sig heim.
LANDKYNNING
SPURNING DAGSINS
SVEITARSTJÓRNIR „Hér er augljós-
lega verið að hækka laun fyrr-
verandi bæjarstjóra svo laun
nýs bæjarstjóra geti tekið mið
af þeim hækkunum,“ segir Haf-
steinn Karlsson, fulltrúi Sam-
fylkingarinnar, í bókun sem hann
lagði fram í bæjarráði Kópavogs
á fimmtudag.
Fyrir bæjarráðsfundinum lá
samkomulag við Guðrúnu Páls-
dóttur um starfslok sem bæjar-
stjóri. Guðrún snýr aftur til síns
fyrra starfs sem skrifstofustjóri
hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr.
Ólafsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokks, hefur tekið við starfi bæj-
arstjóra í kjölfar meirihlutaskipta
í bænum.
Ólafur Þór Gunnarsson úr
Vinstri grænum sagði í bókun
að samkomulagið við Guðrúnu
um „starfslok“ hennar væri „illa
unnið og ónákvæmt“. Kvað hann
spurningum fulltrúa minnihlut-
ans um gerð samkomulagsins hafa
verið svarað með „ekki svörum“
og að ábendingum hafi ekki verið
tekið.
„Launakjör eru hækkuð frá
ráðningarsamningi sem er í
mínum huga afar undarlegt og
bærinn verður því fyrir kostnaðar-
auka sem nemur fleiri milljónum
króna. Biðlaunaréttur lengist um
sex mánuði að því er best verður
séð sem er umfram það sem gert
var ráð fyrir í fyrri samningi.
Blandað er saman samningi um
starfslok og væntanlega ráðningu
í starf sem liggur ekki fyrir hvern-
ig verður háttað,“ bókaði Ólafur.
Hafsteinn Karlsson sagði „í
hæsta máta óeðlilegt“ að gera
þurfi sérstakan starfslokasamn-
ing við Guðrúnu. Í ráðningar-
Telja starfslok notuð
til að hækka launin
Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði Kópavogs segja milljónahækkun á launum
fyrrverandi bæjarstjóra ætlaða til að geta ráðið nýjan bæjarstjóra á hærri laun-
um. Meirihlutinn segir samkomulag um starfslokin byggt á ráðningarsamningi.
VIÐSKIPTI Þrotabú Glitnis seldi í
fyrrakvöld allan hlut sinn í Ice-
landair Group fyrir 979 milljónir
króna. Um er að ræða 3,7 prósenta
hlut sem seldur var á genginu 5,37
krónur á hlut. Samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins keyptu tveir
sjóðir í stýringu hjá Stefni, í eigu
Arion banka, um þriðjung af þeim
hlutum sem seldir voru.
Kristján Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Glitnis, segir að til-
boð hafi verið samþykkt eftir lokun
markaða á fimmtudag. „Ég get stað-
fest að við höfum selt allan okkar
hlut í Icelandair.“
Þetta eru stærstu viðskipti sem
átt hafa sér stað með hlutabréf í
Icelandair síðan Framtakssjóð-
ur Íslands (FSÍ) seldi 10 prósenta
hlut í félaginu í nóvember 2011 á
2,7 milljarða króna. Í tilkynningu
vegna þeirrar sölu var sagt að kaup-
endurnir væru breiður hópur fjár-
festa. Fréttablaðið greindi síðar frá
því að hinn breiði hópur væri að
mestu skipaður níu lífeyrissjóðum
sem eru líka eigendur FSÍ. Á meðal
þeirra voru Lífeyrissjóður verslun-
armanna, sem keypti þá 2,5 prósent
og á nú 14,5 prósent, og Gildi lífeyr-
issjóður, sem keypti um 1,1 prósents
hlut. Hvorugur þessara sjóða var
á meðal kaupenda að hlut Glitnis
á fimmtudag. Icelandair hagnað-
ist um 4,5 milljarða króna í fyrra.
Gengi bréfa í félaginu hefur hækk-
að um 120 prósent frá því gengi
sem var á þeim í tveimur útboðum
á árinu 2010. - þsj
Þrotabú Glitnis losar sig við 3,7% hlut í stærsta flugfélagi landsins:
Seldu í Icelandair fyrir milljarð
samningi hennar komi skýrt fram
að taki hún við sínu fyrra starfi
skuli kjör hennar þá þegar breyt-
ast. Furðu veki að í starfsloka-
samningnum séu laun bæjarstjóra
hækkuð umfram það sem komi
fram í ráðningarsamningi.
„Fyrir liggur lögfræðiálit sem
telur af og frá að bæjarstjóri fái
launahækkanir umfram þær sem
getið er um í ráðningarsamningi,“
bókaði Hafsteinn sem eins og fyrr
segir telur laun Guðrúnar hækk-
uð til að laun Ármanns geti tekið
mið af því. „Líklega er það þess
vegna sem enn hefur ekki verið
lagður fram ráðningarsamningur
nýs bæjarstjóra,“ sagði Hafsteinn.
Fulltrúi Næst besta flokks-
ins, Hjálmar Hjálmarsson, tók
undir bókanir Ólafs og Hafsteins.
Vinnubrögð nýs meirihluta varð-
andi starfslok bæjarstjórans væru
„einstaklega léleg og ófagleg“.
Blandað væri saman ráðningar-
samningi og starfslokasamningi
auk atriða sem komi málinu ekk-
ert við.
Starfslokasamningnum var á
endanum vísað frá bæjarráðinu
til afgreiðslu bæjarstjórnar með
atkvæðum meirihlutans. Minni-
hlutinn sagði það lýsa „ótrúlega
óvönduðum vinnubrögðum“ að nýi
meirihlutinn vísi máli sem hann
hafi í tvígang lagt fram í bæjar-
ráði til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fulltrúar meirihlutans vísuðu
að endingu gagnrýni minnihlutans
á bug. „Samkomulagið grundvall-
ast á þeim ráðningarsamningi sem
í gildi var milli þáverandi bæjar-
stjórnar og bæjarstjóra,“ sagði í
bókun Rannveigar Ásgeirsdótt-
ur, fulltrúa Y-lista og formanns
bæjarráðs, og þeirra Ármanns og
Ómars Stefánssonar úr Framsókn-
arflokki. gar@frettabladid.is
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
HAFSTEINN
KARLSSON
ÓLAFUR ÞÓR
GUNNARSSON
HJÁLMAR
HJÁLMARSSON
GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Minnihlutinn í
bæjarráði Kópavogs segir skipti fyrrverandi
bæjarstjóra yfir í starf skrifstofustjóra kosta
milljónir króna fyrir bæinn.
VÍSINDI Nýjar myndir úr könnun-
arfari Bandarísku geimvísinda-
stofnunarinnar (NASA) sýna
skýr merki um nýlegar jarðhrær-
ingar á yfirborði tunglsins.
Nýlegar er ef til vill vill-
andi orðalag þar sem talið er
að sprungur á yfirborðinu hafi
myndast fyrir um 50 milljónum
ára. Það telst þó nýlegt þegar litið
er til þess að talið er að tunglið
hafi myndast fyrir um 4,5 millj-
örðum ára.
Sprungurnar sem sjást á yfir-
borðinu sýna að þar er spenna
sem togar yfirborðið til. Vísinda-
menn geta sér til um að heitur
kjarni tunglsins hafi þessi áhrif á
yfirborð þess. - bj
Rannsaka bakhlið tunglsins:
Skýr merki um
jarðhræringar
milljónir króna
fengust fyrir
3,7 prósenta
hlut gamla Glitnis í Icelandair.
979