Fréttablaðið - 25.02.2012, Blaðsíða 6
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR6
STJÓRNSÝSLA Bann íslenskra
stjórnvalda við sölu á áfengum
drykkjum með koffíni í vínbúðum
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-
dómstólinn til að fá úr því skorið
hvort það standist ákvæði samn-
ingsins um evrópska efnahags-
svæðið (EES).
Þar með eru tvö mál á leið fyrir
dómstólinn, en eins og Fréttablað-
ið greindi frá í gær hefur annar
áfengisheildsali farið fram á að fá
ráðgefandi úrskurð dómstólsins
um heimildir ÁTVR til að neita að
taka áfengistegundir í sölu.
Drykkurinn Cult Shaker var
fáanlegur í vínbúðum frá árinu
2006. Þegar nýjar reglur um vöru-
úrval ÁTVR um leyfilegt innihald
á koffíni í áfengi tóku gildi árið
2009 tóku verslanirnar drykkinn
úr sölu þar sem koffíninnihald
hans var yfir leyfilegum mörkum.
Ákvörðun ÁTVR var kærð til
fjármálaráðuneytisins, sem stað-
festi ákvörðunina. Áfengisheild-
salinn Vín Tríó, sem flutti drykk-
inn til landsins, höfðaði mál fyrir
héraðsdómi til að fá niðurstöðunni
hnekkt.
„Ákvörðunin byggði ekki á
neinum rannsóknum, það hafði
ekkert komið fram að svona
drykkir væru skaðlegri en áfengi
almennt,“ segir Birgir Tjörvi Pét-
ursson, lögmaður Vín Tríó. Hann
segir þá ákvörðun stjórnvalda að
banna áfengistegundir sem inni-
haldi koffín skýrt brot á reglum
EES-samningsins um frjálst flæði
vöru. Engin rök séu fyrir því að
banna þessa drykki þegar óáfeng-
ir koffíndrykkir séu seldir í versl-
unum, og séu gjarnan notaðir með
áfengi.
Íslenska ríkið tók til varnar í
málinu, og taldi viðurkennt að
Áfengir koffíndrykkir
sendir til EFTA-dóms
Bann við sölu á áfengum koffíndrykkjum í vínbúðum stenst ekki ákvæði EES-
samningsins að mati víninnflytjanda. Segir engar rannsóknir liggja að baki
banninu. Íslenska ríkið vísar í heilsufarsleg sjónarmið til stuðnings banninu.
VÍNBÚÐ Heimilt var að selja áfenga koffíndrykki til ársins 2009, þegar bann var
lagt við sölu þeirra í vínbúðunum með nýrri reglugerð. Því banni vill áfengisheild-
sali fá hnekkt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur
í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu
á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar.
Í kæru sem lögmaður eiganda vörumerkisins Svarta dauða bjórs sendi
ráðuneytinu segir að mismunun eigi sér stað hjá ÁTVR. Stofnunin hafi
neitað að taka í sölu bjór með slagorðinu „drekkið í friði“, en tekið í sölu
bjór með slagorðinu „það er gott að vera bríó“. Lögmaðurinn segir að orðið
bríó sé ekki til í orðabókum, en það muni vera slangur yfir að vera hífaður.
Í yfirlýsingu frá vertum Ölstofunnar er þessari fullyrðingu mótmælt.
Bjórinn var upphaflega framleiddur fyrir Ölstofuna, en fæst nú í verslunum
ÁTVR. Í yfirlýsingunni segir að bjórinn sé nefndur eftir tónlistarmanninum
Steingrími Eyfjörð, sem oft var kallaður Bríó. Þar segir jafnframt að orðið
bríó sé vel þekkt úr erlendum málum, þar sem það standi fyrir fjör, kraft,
hressleika eða tilþrif. Slagorðið vísi því ekki í ölvun.
Bjór ekki kenndur við ölvunarástand
ríki hefði heimild til að takmarka
aðgang að áfengi á grundvelli
heilsufarslegra sjónarmiða.
Héraðsdómur tók ekki afstöðu í
málinu, heldur ákvað að óska eftir
ráðgefandi úrskurði EFTA-dóm-
stólsins. Því mótmælti lögmaður
íslenska ríkisins og kærði niður-
stöðuna til Hæstaréttar, sem stað-
festi niðurstöðu héraðsdóms.
Birgir segist vonast til þess að
EFTA-dómstóllinn komist að nið-
urstöðu í málinu fyrir sumarið.
brjann@frettabladid.is
Framboð í trúnaðarstöður
Skv 34. grein félagsins skal tveim mánuðum fyrir aðalfund
ár hvert auglýsa frest til framboðs í trúnaðarstöður
samkvæmt 23. gr. og 24. gr.
Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal
tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma.
Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur
verið ákveðinn til
kl. 12 á hádegi 12.03.2012
Reykjavík 21. febrúar 2012
Stjórn Félags íslenskra símamanna
Ráðgeri að opna lækningastofu 8. maí
í Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík.
Opið er fyrir tímapantanir í síma 563 1000
alla virka daga kl. 9-17.
Ólöf H. Bjarnadóttir. Sérgrein: taugalækningar.
GRIKKLAND, AP Grísk stjórnvöld hafa samþykkt áætl-
un um skuldbreytingu, sem felur í sér að fjármála-
fyrirtæki felli niður 53,5 prósent af skuldum gríska
ríkisins.
Gríska stjórnin lagði blessun sína yfir þessi áform
í gær, daginn eftir að gríska þingið samþykkti þau.
Enn er þó óvíst hvort öll fjármálafyrirtækin fallast
á niðurfellinguna, sem vegna lágra vaxta felur lík-
lega í sér að þau tapi allt að 70 prósentum af því sem
Grikkir skulda þeim.
Vogunarsjóðir, sem krefjast þess sumir enn að
Grikkir greiði skuldir sínar að fullu, gætu þó neyðst
til að fallast á þessar sameiginlegu ráðstafanir.
Skuldbreytingin er forsenda þess að leiðtogaráð
Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir 130
milljarða fjárhagsaðstoð til Grikkja, sem fjármála-
ráðherrar evruríkjanna samþykktu nú í vikunni.
Gegn þessu hafa grísk stjórnvöld einnig sam-
þykkt enn harðari aðhaldsaðgerðir, sem mætt hafa
mikilli andstöðu verkalýðsfélaga og almennings í
Grikklandi. - gb
Grísk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti samþykkt skilmála skuldaniðurfellingar:
Beðið eftir samþykki bankanna
TILÞRIF Á ÞINGI Evangelos Venizelos fjármálaráðherra sann-
færir þingmenn um nauðsyn skuldbreytingarinnar.
NORDICPHOTOS/AFP
FÓLK „Þegar ég var akkúrat komin
að 25 metrunum þá sýndist mér ég
sjá dúkku og hélt að einhver væri
að gera grín að mér,“ segir Aníka
Mjöll Júlíusdóttir, ellefu ára, sem
með snarræði bjargaði stúlku á
öðru ári frá drukknun í Keflavík
í gær.
Aníka var á sundæfingu í miðri
skriðsundsferð þegar litla stelpan
stökk út í laugina. Hún hafði stung-
ið af frá fjölskyldu sinni, ósátt við
að þurfa að fara upp úr, að sögn
Ragnars Arnar Péturssonar, for-
stöðumanns Vatnaveraldarinnar
í Reykjanesbæ. Ragnar segir að
farið hafi verið yfir málið á fundi
í fyrrakvöld og aftur í gær.
„Ég tók hana upp úr eins fljótt
og ég gat. Þá gat hún varla andað
en ég sló létt á bakið á henni og þá
spýttist vatn upp úr henni. Þetta
var mjög hræðilegt,“ segir Aníka
og kveðst hafa verið mjög létt
þegar hún heyrði stelpuna gráta.
„Ég hélt að hún væri dáin,“ segir
hún.
Þórunn Ósk Haraldsdóttir,
móðir Aníku, er mjög stolt af dótt-
ur sinni. „Hún var í svolitlu sjokki
eftir þetta í gær og ég sagði bara
við hana: „Þetta er bara nákvæm-
lega eins og alvöru hetjum líður“,“
segir Þórunn. - sh, sv
Ellefu ára stúlka bjargaði barni á öðru ári frá drukknun í Keflavík:
Hélt að litla stelpan væri dáin
BJARGVÆTTURINN Aníka Mjöll segist
hafa verið í slíku áfalli að hún hafi varla
getað haldið áfram á sundæfingunni.
MYND/ÞÓRUNN ÓSK HARALDSDÓTTIR
FORVARNIR Slysavarnaskóli sjó-
manna fékk í byrjun vikunnar að
gjöf tíu björgunarbúninga til að
nota við kennslu í sjóbjörgun.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, for-
stjóri VÍS, afhenti búningana,
sem eru liður í forvarnasamstarfi
sem hófst haustið 2009 og felur
meðal annars í sér að VÍS færi
skólanum árlega tug björgunar-
búninga. „Enda engin vanþörf á
þar sem skólinn þarf að endur-
nýja hátt á þriðja tug björgun-
arbúninga á ári vegna mikillar
notkunar á þeim á æfingum.“ - óká
Fengu gefins tíu búninga:
Þurfa árlega að
endurnýja 30
Munt þú frekar kaupa D-víta-
mínbætta mjólk en hefðbundna?
Já 45,8%
Nei 54,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Vilt þú að Náttúruminjasafn
Íslands fái inni í Perlunni?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN