Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 98

Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 98
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR62 Jennifer Aniston efast um að kvikmynd byggð á sjónvarpsþátt- unum Friends verði nokkurn tím- ann gerð. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig hún yrði, kannski ef hún myndi gerast mörgum árum síðar,“ sagði leikkonan við The Hollywood Reporter. „Friends-þættirnir eiga að vera í stofunni heima, þeir eiga ekki heima í kvikmyndahúsi,“ sagði hún og bætti við: „Ég hafði mjög gaman af því sem ég gerði fyrir tíu árum. Það var yndislegt og virkilega gaman en það yrði erf- itt að toppa það. En samt á maður aldrei að segja aldrei.“ Líst ekkert á Friends í bíó MEÐ EFASEMDIR Jennifer Aniston efast um að kvikmynd byggð á Friends verði nokkurn tímann gerð. Íslandsvinurinn Gerard Butler lauk á dögunum þriggja vikna meðferð á Betty Ford-meðferðar- stöðinni vegna verkjalyfjafíknar, samkvæmt vefsíðu breska dag- blaðsins Daily Mirror. Skoski leikarinn hóf að taka inn verkja- lyf árið 2006, þegar hann vann við myndina 300. Hann lenti í alvar- legu brimbrettaslysi í desember síðastliðnum sem á að hafa aukið á vandann. Butler kom til Íslands árið 2005 og lét hafa eftir sér að landið væri einn af sínum uppáhaldsstöðum. Gerard Butler í meðferð LEITAR HJÁLPAR Gerard Butler ræður ekki við neysluna. Sigur söngkonunnar Alyonu Lanskaya í Eurovision-söngkeppninni í Hvíta-Rússlandi hefur dæmdur ógildur. Lanskaya vann undankeppnina, EuroFest, með laginu All My Life 14. febrúar síðastlið- inn. Rokkhljómsveit- in Litesound lenti í öðru sæti í keppn- inni, þrátt fyrir að hafa unnið næstum allar skoðanakann- anir sem gerðar voru fyrir keppni. Strax að undankeppninni lok- inni blossuðu því upp efasemdir um að sig- urinn væri réttmætur sem leiddi til þess að forseti landsins, Alex- ander Lúkatsjenko kallaði eftir rannsókn á niðurstöðu síma- kosningarinnar sem Lanskaya var sögð hafa unnið. Rannsóknin leiddi í ljós að átt hafði verið við niðurstöður kosning- arinnar og höfðu strákarnir í Litesound í raun borið sigur úr býtum. Litesound kemur því til með að vera framlag Hvít-Rússa í Bakú í lok maí með lagið We Are the Heroes, en þetta var í fjórða skipti sem hljómsveitin komst í undanúrslit EuroFest. - trs Litesound dæmdur sigur í undankeppni RÉTTIR SIGURVEGARAR Hljómsveitin Litesound verður fulltrúi Hvíta-Rússlands í Eurovision í Bakú. RALPH LAUREN Tískuvikan í New York fór fram í byrjun febrúar og sýndi okkur hvað verður efst á baugi tísku- heimsins komandi haust og vetur samkvæmt hönnuðum þar í borg. Hnésídd í pilsum og kjól- um var allsráðandi sem og víðar skálmar og háir kragar. Hnésítt og útvítt í New York VÍÐAR SKÁLMAR Útvíðar buxnaskálmar og víð snið verða allsráðandi í buxnatískunni síðar á árinu. Litríkar og munstraðar buxur eða hin klassísku herrasnið fyrir konur mátti meðal annars sjá á tískupöllunum hjá Ralph Lauren og Veru Wang. HÁIR KRAGAR Hönnuðirnir sem sýndu í New York vilja greinilega að konur feli á sér hálsinn næsta haust. Háir kragar í peysum, jökkum og bolum mátti meðal annars sjá hjá Alex- ander Wang, Nicholas K og Lacoste. HNÉSÍTT Stuttir kjólar og pils verða á undanhaldi næsta vetur en hönnuðir á borð við Marc Jacobs og Victoriu Beckham boðuðu hnésíð pils og kjóla. Jacobs var þó meira í víðum sniðum á meðan Beckham sýndi níð- þrönga kjóla með grófum rennilásum á bakinu. VICTORIA BECKHAM MARC JACOBS VERA WANG BCBG MAX AZRIA LACOSTENICHOLAS K RALPH LAUREN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.